AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Blaðsíða 85

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Blaðsíða 85
að nyrðri hluta torgsins, þar sem yfirbyggð súlnagöng standa og veita skjól fyrir veðri og vindum. Þar verða veitingaskálarnir Hlöllabátar og Dairy Queen. Framan við súlnagöngin er svið, sem nýtist fyrir útifundi og samkomur af ýmsu tagi. Við sviðið eru tengingarfyrir hljóðkerfi borgarinnar, raflagnir og fullkomið ljósakerfi. Við mjög stórar uppákomur, þegar alls torgsins og nærliggjandi gatna er þörf, er gert ráð fyrir að svið verði sett upp við suðurenda torgsins, enda gert ráð fyrir tengingum fyrir hljóð- og myndkerfi á mörgum stöðum á torginu. Til að mynda tengingu milli beggja torghlutanna og opna fyrir Fálkahúsið, er rof myndað í súlnagöngin, og mótuð rauð granítlína eftir endilöngu torginu sem rís sem göngubraut þvert á tröppurnar og liggur síðan í gegnum súlnagöngin inn á nyrðri hlutann. Þessi lögn leiðir að gosbrunni staðsettum á miðju efra torginu, sem Fálkahús, Geysishús og veitingaskálar sameinast um. Við báðar hliðar skábrautar eru niðurfelldar tröppur er vatn fossar um. Vatnið rennur niður tröppumar og endar í vatnsfleti á torginu. Til að afmarka torgið og mynda skjól fyrir veðri og umferð eru hlaðnir veggir meðfram Aðalstræti og Veltusundi. Bekkir em felldir inn í veggina torgmegin, en götumegin verða stórir hlynir, sem veita enn betra skjól gegn umferð og vindum. Innfelld lýsing verður í veggjunum beggja vegna. Gólf torgsins er lagt finnsku graníti í grábrúnum lit og veggir eru hlaðnir úr íslensku grágrýti. Sviðið og súlnagöng em klædd grágrænu graníti. Á torginu standa tveir háir stuðlabergsstólpar úr íslensku blágrýti. Við steinstólpana tengjast stálrör, sem gufuslæður líða upp úr. Þetta er skírskotun til öndvegissúlna Ingólfs og nafnargift Reykjavíkur. Veigamikill þáttur í hönnun torgsins er að styrkja þá tengingu, sem þegar er byrjað á frá Ráðhúsinu út að höfn. Gert er ráð fyrir að byggt verði í skarðið vestan Hótel Víkur og í gegnum það hús verði göngugata með verslunum til beggja handa. Einnig er gert ráð fyrir að færa gamla bryggjuhúsið (Álafoss) í upprunalega mynd með porti í gegn, sem áður fyrr var hlið inn í bæinn. Umfangsmiklar breytingar verða á bílaumferð í samræmi við gildandi deiliskipulag Kvosarinnar. Austurstræti verður opið fyrir seytlandi umferð, en í staðinn fyrir að tengjast Aðalstræti, beygir umferðin til hægri inn í V eltusund og þaðan aftur til hægri til austurs eftir Hafnarstræti. Aðalstræti verður opið strætis- vögnum og leigubflum í báðar áttir, og einkabílum frá suðri til norðurs. Hugsunin er sú að almenningssamgöngur hafi forgang. Bílastæði verða við Veltusund og Aðalstræti. Þegar framkvæmdum lýkur í nóvember n.k. verður torgið ekki komið í sína endanlegu mynd. Ákveðið hefur verið að ljúka frágangi í Aðalstræti og nyrsta hluta torgsins fyrir 17. júní á næsta ári. Með þessum framkvæmdum, ásamt þeim, sem nú þegar hafa verið gerðar, vonast arkitektamir til að miðborg Reykjavíkur megi á ný verða stolt borgarbúa og fá það aðdráttarafl sem hún áskilið. ■ 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.