Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2022, Page 9

Skessuhorn - 02.11.2022, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2022 9 Menningar- og listahátíðin Vöku- dagar voru settir á Akranesi síðast- liðinn fimmtudag. Þetta er í 20. skipti sem hátíðin er haldin. Við það tilefni voru menningarverðlaun Akraness 2022 afhent. „Kellingar“ er heiti hóps kvenna sem undan- farin ár hefur fært bæjarbúum fróð- leik og skemmtun í göngum um bæinn. Þær Guðbjörg Árnadóttir, Hallbera Jóhannesdóttir og Hall- dóra Jónsdóttir hafa skrifað handrit að göngunum og fengið til liðs við sig hóp kvenna við flutning. Kell- ingarnar hafa jafnframt notið lið- sinnis Auðar Sigurðardóttur sem titluð hefur verið hirðskáld hópsins. Upphaf þessa starfs Kellingana var samstarf Bókasafns Akraness og Leikfélagsins Skagaleikflokks- ins, en það hlaut styrk frá Fram- kvæmdarnefnd um 100 ára kosn- ingarrétt kvenna. Var fyrsta gangan farin 17. júní 2015 og nefndist „Hvaða kellingar?“ Í henni var sagt frá nokkrum merkum konum á Akranesi í upphafi kvennabar- áttunnar. Síðan hafa verið farnar göngur á hverju ári þar sem sagt hefur verið frá mönnum og mál- efnum í áranna rás á Akranesi. „Er því vel við hæfi að Kellingar hljóti Menningarverðlaunin 2022,“ segir í umsögn menningar- og safnanefndar. mm Kellingar handhafar menningarverðlauna Akraneskaupstaðar Frá afhendingu verðlaunanna. F.v. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Guðbjörg Árnadóttir, Hallbera Jóhannesdóttir, Hall- dóra Jónsdóttir og Guðríður Sigurjónsdóttir, formaður menningar- og safnanefndar. Ljósm. akranes.is Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning Garða- og Saurbæjar- prestakall SK ES SU H O R N 2 02 2 Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning Garða- og Saurbæjarprestakall DagsetningSunnudagur 6. nóvember – Allra heilagra messa Akraneskirkja Sunnud gaskóli kl. 11 Höfði kl. 12.45 Kvöldmessa kl. 20 Látinna minnst Miðvikudagur 9. nóvember Bænastund kl. 12.10 Súpa eftir stundina Opið hús kl. 13.15 Laugardagur 5. nóvember Kór Akraneskirkju syngur Requiem eftir Faure ásamt hljómsveit í Hafbjargarhúsinu á Breið kl. 14. Miðaverð er 3.500kr og eru miðar seldir við innganginn Mánudagur 7. nóvember Fermingarbörn ganga í hús á Akranesi og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs Kirkjunnar í Eþíópíu.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.