AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Qupperneq 54

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Qupperneq 54
að teljast eðlilegt að Skipulag ríkisins hafi yfirsýn yfir landnýtingaráætlanir á landinu öllu og geti samhæft skipulagsáætlanir á mismunandi stjórnsýslustigum. Markmið með gerð skipulagsáætlana er að sam- ræma þarfir og óskir íbúa um landnotkun og land- nýtingu með hliðsjón af umhverfinu, félagslegum, hagrænum og menningarlegum þáttum. Ekki er gert ráð fyrir að slíkar hefðbundnar skipulagsáætlanir verði gerðar á landsskipulagsstigi. Hins vegar krefst gerð skipulagsáætlana fyrir sveitarfélög mála- miölunar, samræmingar og samhæfingar en einmitt þau atriði verða helstu viðfangsefnin í lands- skipulagi. Því er nauðsynlegt að umsjón með landnýt- ingaráætlunum á landinu öllu sé í höndum stofnunar þar sem fagþekking og reynsla af eðlisrænu skipu- lagi er fyrir hendi. Sífellt er verið að auka kröfur um að tillit sé tekið til umhverfisins við ákvarðanatöku um landnýtingu og framkvæmdir.Til þess að hægt sé að verða við þessum kröfum verður ástand umhverfis að vera þekkt og sömuleiðis mismunandi áætlanir um nýtingu þess. Eitt af fyrstu og brýnustu verkefnum á lands- skipulagsstigi verður að greina núverandi stöðu í landnotkunar- og landnýtingarmálum í landinu öllu. Samvinna þeirrafjölmörgu stofnana, sem safna upp- lýsingum er varða þessi mál er, grundvallaratriði ef vel á að takast. Landfræðilegt upplýsingakerfi er nauðsynlegt hjálpartæki við landsskipulag en unnið hefur verið að uppbyggingu þess hjá Skipulagi ríkisins. FRAMTÍÐARSÝN Landsskipulagsstig eins og hér hefur verið lýst mun auðvelda yfirvöldum að taka tillit til umhverfisins þegar ákvarðanir eru teknar um framkvæmdir og landnýtingu og þar með að koma til móts við kröfur um bætt umhverfi. Árlega þyrfti að semja skýrslu um stöðu landnotkunar og landnýtingarmála og áætlaða landþörf. Mikilvægt er að vernda staðbundin sérkenni í byggð og umhverfi enda er gert ráð fyrir að ákvarðanir um eðlisrænt skipulag verði sem fyrr á ábyrgð sveitarfé- laganna, þar sem gera má ráð fyrir að virðing fyrir umhverfinu sé mest og tillitssemi best tryggð. Lands- skipulag verður hins vegar vettvangur þar sem hægt er að fá heildarsýn yfir landnotkun og landnýtingu og samhæfing mismunandi áætlana er tryggð. Á landsskipulagsstigi verður ennfremur unnið að samræmingu ólíkra geiraáætlana. Komi til árekstra gæti það orðið hlutverk Skipulags ríkisins að miðla málum með markmið ríkisstjórnar í umhverfismálum að leiðarljósi. Landsskipulagsstig mun einnig styrkja áætlanagerð á öðrum sviðum enda hafa landnýtingar- og land- notkunaráætlanir ótvíræð tengsl við hagrænar og félagslegar áætlanir. Þegar greining á stöðu í landnýt- ingarmálum og áætlanir um þarfir einstakra stofnana hafa safnast á einn stað skapast vettvangur fyrir enn frekari samvinnu og samræmingu á sviði eðlisrænnar og hagrænnar áætlangerðar. Þegar fram líða stundir má gera ráð fyrir að hlutverk landsskipulags vaxi og þróist í sömu átt og tíðkast í nágrannalöndum. Þannig hafa Danirt.d. gert lands- skipulagsáætlun þar sem núverandi staða er greind og sett fram framtíðarsýn og framkvæmdaáætlun. Vegna stöðu Danmerkur er mikil áhersla lögð á stöðu og möguleika í samfélagi Evrópuþjóða. Hér á landi er full ástæða til að landsskipulag nái einnig til hafsvæðisins umhverfis ísland og taka verð- ur tillit til fiskveiða íslendinga á fjarlægum miðum. Því verður ekki hjá því komist að skoða ísland í sam- félagi þjóða og stöðu og möguleika þess sem eyju miðja vegu milli Ameríku og Evrópu. Undirstaða framkvæmdaáætlunar um landnýtingu verður greining á núverandi stöðu auk faglegra við- miða um stefnu í landnýtingar- og landnotkunarmál- um. Land er takmörkuð auölind og því verða allar ákvarðanir um nýtingu þess að byggjast á skiln- ingi og langtímamarkmiðum um nýtingu og notkun landsins alls. ■ „PLOTTARI“ HEWLETT PACKARD pennaplottari (DRAFTPRO DXL) til sölu. Upplýsingar í síma 91- 616577. 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.