AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Page 64
Það kostar tíkall að kíkja!
félaginu. Framleiöendur og neytendur verða þá að
átta sig á því hvað ákvarðanir þeirra kosta. Vegna
þessa hefur OECD lagt til að ástand umhverfis og
náttúruauðlinda sé metið við fjárlagagerð hverju sinni.
Tvær leiðir eru algengastar til að verðleggja umhverfi
og náttúruauðlindir. Sú fyrri byggist á þeirri skoðun
að einungis sé hægt að meta umhverfið með tilliti til
þeirra nota sem fólk hefur af því og matið eigi því að
endurspegla þarfir og óskir fólks. Þessi leið byggist
á því að nota gildismat bæði þeirra sem nýta ákveðna
náttúruafurð og þeirra sem nýta hana ekki. Við þetta
afstæða mat er gerð úrtakskönnun og einstaklingum
gert að nefna ákveðna upphæð sem viðkomandi
væri tilbúinn að greiðafyrir viðhald náttúruauðlindar
eða nefna hvaða upphæð hann væri tilbúinn að
þiggja sem skaðabætur fyrir að geta ekki lengur notið
umræddrar náttúruauðlindar.Þessi aðferð er umdeild
en samt sem áður talin vera með þeim bestu sem
völ er á.
Hin leiðin til að meta umhverfið byggist á þeirri hug-
mynd að umhverfið hafi gildi í sjálfu sér óháð þörfum
mannkyns. Umhverfið er þá einungis metið af vist-
fræðingum og öðrum sem taldir eru vera í aðstöðu
til að meta umhverfið frá hlutlausu sjónarhorni. Þessi
nálgun krefst áreiðanlegra vistfræðilegra upplýsinga
auk þess sem matið verður að vera „hlutlaust" — en
því getur hins vegar reynst erfitt að framfylgja.
Við mat á umhverfinu er nauðsynlegt að styðjast við
einhvers konar flokkun til þess að kerfisbundinn sam-
anburður sé mögulegur. Enn sem komið er, er ekkert
samræmi I flokkunaraðferðum. Á meðan svo er, er
hætt við að allar tilraunir til að meta og skrásetja um-
hverfisþætti verði ómarkvissar. Vegna þess hve
aðferðir sem notaðar eru til að meta umhverfið eru
ólíkar og gefa mismunandi niðurstöður, hefur verið
gagnrýnt að yfirleitt skuli vera reynt að meta umhverf-
ið til fjár. Ef mat á umhverfinu verður ekki annað en
mat á því sem auðvelt er að mæla, fremur en mat á
því sem mikilvægast er, er hætt við að umhverfis-
þættir verði vanmetnir við ákvarðanatöku. Vandinn
við að meta umhverfið er ekki einungis bundinn við
verðlagningu heldur einnig það að skilja og viður-
kenna flókið samspil umhverfislegra þátta. Vegna
þessa alls kann að vera farsælla að þróa ákveðin
viðmið sem notuð væru við ákvarðanatöku, í stað
þess að reyna að meta umhverfið til fjár á nær óút-
reiknanlegum skala. Þessi viðmið yrðu óhjákvæmi-
lega pólitísk. Sem dæmi má nefna að við ákvörðun
viðmiða hér á landi yrðu markmið ríkisstjórnarinnar
um sjálfbæra þróun höfð til hliðsjónar. Þessi viðmið
er síðan hægt að endurskoða en ákjósanlegt væri
að þróa þau sem hluta af mati á umhverfisáhrifum.
MENGUN OG MÓRALL
Þegar tekið er við greiðslu fyrir röskun á umhverfinu
er í raun verið að samþykkja röskunina. Þetta er að
minnsta kosti álit umhverfissinna sem halda því fram
að ef mengun sé á annað borð áhyggjuefni sé ekki
hægt að réttlæta hana með greiðslum eða skaða-
bótum. Hins vegar hafa umhverfissinnar í raun oft
barist gegn umhverfisspjöllum með því að beita
hótunum um háar skaðabótakröfur.
Greiðslur fyrir umhverfisspjöll snerta jöfnuð milli kyn-
slóða. Sem dæmi má taka gamlan mengunarvald
sem með nýjum reglum er gert að hefja mengunar-
bótagreiðslur. Sá hinn sami mun að öllum líkindum
hækka verð á vöru sinni og koma auknum kostnaði
þannig áfram yfir á núverandi neytendur eða draga
úr umsvifum þannig að laun lækki og atvinna minnki.
Fyrri neytendur sem nutu góðs af lægra verði eru
hins vegar lausir allra mála.
Auk þessa er umdeilanlegt hversu réttlætanlegt er
að krefja fyrrum mengunarvald um skaðabótagreiðsl-
ur ef hann olli mengun í „fullum rétti" á sínum tíma.
Jafnrétti milli svæða tengist einnig umræðunni um
62