AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Page 11
GESTUR ÓLA
MENNTUN O G
F S S O
N
S K Ó L I
Fátt er mikilvægara hverri þjóð en aðgangur
að góðri menntun og að kunna að nýta
sér þá þekkingu sem stöðugt er að verða
til í upplýsingasamfélagi nútímans. Við
þetta má líka bæta að fátt sé ungu fólki verra
vegarnesti en léleg menntun.
Á íslandi sinna nú um 5000 manns kennslu og
leiðbeinendastarfi í 198 grunnskólum og 47
framhaldsskólum. Auk þess kenna rösklega 600
manns við fjóra háskóla landsins.
Ekki skal það dregið í efa að þeir aðilar sem hér eiga
hlut að máli séu hið mætasta fólk, en þær raddir
heyrast æ oftar að ríkjandi kennslufyrirkomulag og
sú hugmyndafræði sem liggur að baki hinu íslenska
menntakerfi sé úrelt, ekki í takt við nútímann og breyt-
ist alltof hægt. Á það hefur líka verið bent að þetta
kerfi hafi svo til algera einokun á menntun lands-
manna og því sé ekki um mikla samkeppni eða hvata
til breytinga að ræða.
Um langan aldur hefur verið litið á menntun fslend-
inga þeim augum að hún væri eitthvað sem ungt
fólk þyrfti að meðtaka áður en það færi að vinna fyrir
sér. Þá væri menntun þess lokið. Þótt þessi hug-
myndafræði hafi hugsanlega dugað áður fyrr fyrir
embættismenn danska ríkisins hér á landi þá er nú
að margra mati runnin upp önnur öld. Þekking hefur
breyst úr því að vera eign í að vera tæki sem við
getum nálgast þegar við þurfum á að halda til þess
að leysa ákveðin viðfangsefni. í stað þess að skóla-
kerfið eigi svar við öllum spurningum nemenda þarf
það að hvetja þá til þess að spyrja ennþá fleiri spurn-
inga.
Þeir íslendingar, sem vilja brjótast út úr þeirri einangr-
un sem fjarlægð frá öðrum löndum og torskilið tungu-
mál mynda, hafa orðið varir við að við þurfum að
vera samstiga þeim breytingum sem eru að eiga sér
stað allt umhverfis okkur. Annars getum við ekki búist
við að halda okkar hlut í vaxandi samkeppni milli
þjóða, fyrirtækja og einstaklinga. Menntun okkar og
barnanna okkar er ekkert einkamál kennslustéttanna
og stjórnmálamanna. Að undanförnu hefur opinber
umræða um menntamál því miður snúist að
umtalsverðu leyti um laun kennara en lítið hefur verið
á það minnst að nauðsynlegt sé að auka kröfur í
menntakerfinu og gera á því grundvallarbreytingar
til þess gera okkur samkeppnisfærari í samfélagi
þjóðanna.
Sú krafa gerist t.d. æ háværari að vinnandi fólk þurfi
að geta bætt við menntun sína alla ævi til þess að
fylgjast með þeim breytingum sem eru að eiga sér
stað. Þessi menntun má heldur ekki verða svo dýr
að einungis opinberir starfsmenn og starfsmenn
stærstu fyrirtækjanna hafi efni á að nýta sér hana.
Það getur líka verið mun mikilvægara að kenna fólki
að afla sér þekkingar sjálft heldur en að „uppfræða“
það meðan á skólanámi stendur. Það kann líka að
vera betra vegarnesti í breytilegum heimi. Einnig
kann að vera haldbetra að leggja aukna áherslu á
hæfni manna við að leysa viðfangsefni og gildismat
en utanbókarlærdóm, þegar þær staðreyndir sem
menn hafa lært utanbókar víkja sífellt fyrir nýrri þekk-
ingu. í allri menntun er fólgið ákveðið gildismat og
alltof oft höfum við „útskrifað sérfræðinga" sem láta
sig litlu varða mikinn hluta afleiðinganna af því sem
þeir fást við.
Enginn skyldi samt vanmeta erfiðleikana við að laga
opinbert stjórnkerfi að kröfum tímans. Allar líkur eru
því á að eftir 10 ár verðum við fjölmörgum nefndar-
álitum ríkari, en að lítið hafi breyst. Nú ganga íslensk
ungmenni, nýkomin út úr ríkisreknu skólakerfi, at-
vinnulaus svo þúsundum skiptir. Hér mun ekki deilt
um það hverju sé um að kenna, skólakerfinu, ung-
mennunum, stjórnmálamönnunum eða atvinnulífinu,
enda skiptir það ekki meginmáli. Lítið stoðar líka að
skamma arkitekta fyrir að hanna minnisvarða þegar
menntunarstefnu, sem nýtur stuðnings alls þorra
fólks og raunverulega tekur á vandamálum sam-
tímans, vantar. Ef við getum ekki fundið leiðir til þess
að bæta grunnmenntun barnanna okkar og sjá þeim
og okkur sjálfum fyrir viðvarandi menntun allt lífið á
viðráðanlegu verði, virðist flest benda til þess að við
munum öll súpa seyðið af því um ókomna framtíð.
Umfram allt þurfum við að gefa ungu fólki von og trú
á eitthvað annað en gerviheim sjónvarps og sýndar-
veruleika. Það þarf að finna að það geti haft önnur
og meiri áhrif í lífinu en að vera bara atkvæði eða
neytendur og til þess þarf að kenna því bæði
gagnrýna hugsun og gagnrýnin vinnubrögð. ■
9