AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Blaðsíða 16

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Blaðsíða 16
fullyrða að langdvalir þær í æðra námi sem tlðkast í löndum Vestur- Evrópu slævi framtak fólks svo mjög að þegar það loks útskrifast þá sé það oft svo upp- gefið að það eigi erfitt meó að ná sér á strik í atvinnu- lífinu samanborið við kollega þess í Bandaríkjunum. Taki því á verkefnum sínum af mun minna krafti og árangri en ella. Hér virðist liggja beint við að stytta hefðbundna námið en tryggja um leið varanlega sí- menntun. Þetta virðist mun vænlegra en núverandi skipan mála. Annað atriði sem máli skiptir er að síaukinn hraði úr- eldingar á þekkingu leiðir til þeirrar óhjákvæmilegu niðurstöðu að eðlilegt sé að flytja þekkingaröflunina [ vaxandi mæli yfir á seinni ár starfsævinnar. Hraði breytinga á öllum sviðum hefur fyrir löngu breytt for- sendum svo mjög að eðlilegt er að íhuga í fullri alvöru að gera ævilangri símenntun mjög hátt undir höfði. Þetta myndi leiða til þess sjálfkrafa að framhaldsnám mætti stytta nokkuð eins og fyrr greindi. Grisja mætti víða þar sem ekki þyrfti að mennta fólk á þeirri úreltu forsendu að verið sé að skila því „endanlega" full- menntuðu út í atvinnulífið. „Endanleg" menntun er ekki til og hefur aldrei verið það. Allra síst nú á tímum. Undirritaður hefur komið fram með hugmyndir í þessa veru í formi tillagna um nýtt vinnumarkaðskerfi, það er „atvinnutryggingar" er tækju við af atvinnuleysis- tryggingakerfi því sem við búum við um þessar mundir. Kerfi þetta myndi einungis greiða fyrir verk en ekki verkleysi. Gera um leið þá kröfu á alla á vinnu- markaði að þeir stunduðu ævilanga atvinnutengda símenntun, hver á eigin forsendum og eftir persónu- legri getu. MÖGULEIKAR UPPLÝSINGATÆKNINNAR Upplýsingabyltingin er ekki eini drifkrafturinn að baki nauðsynlegrara og verulegar breytinga. Þörfin fyrir þær vae Ijós löngu fyrir upphaf framfara í tölvutækni. Um langan aldur hafa menn þannig gert sér grein fyrir því að með skynsamlegri skipulagningu og góð- um vinnubrögðum má ná langtum betri árangri í námi og fræðslu en almennt hefur tekist. Ég get til að mynda nefnt dæmi frá árinu 1979 um bætta kennslu- hætti sem verkfræðinemar áttu frumkvæði að og leiddu til tvöföldunar í afköstum í dæmatímum í til- tekinni námsgrein í Háskóla íslands. Þetta dæmi er aldarfjórðungsgamalt eins og sjá má. Engar tölvur þurfti til að ná þessum mikla árangri. Við þetta má bæta að til er margháttuð viðurkennd og verðmæt þekking innan kennslufræðanna sem aldrei hefur komist í næga hagnýtingu af margháttuðum ástæð- um. NYJAR ÁHERSLUR Ég vil nefna nokkrar áherslubreytingar sem virðast liggja í augum uppi í Ijósi upplýsingabyltingarinnar, bættrar þekkingar á námi og kennslu og þeirra miklu þjóðfélagsbreytinga sem við erum að ganga í gegn- um. 1. Stórbættur aðgangur að upplýsingum í kjölfar uppbyggingar á gagnabönkum og upplýsinganetum veldur því að: A. Draga má nokkuð úr staðreyndalærdómi og spara þannig námstíma. B. Hefja þarf fræðslu um upplýsingaöflun til vegs og virðingar. Bæði sem sérstaka grein og eins innan einstakra námsgreina eftir efnum og ástæðum. C. Ný tækifæri skapast til að efla fræðslu sem er allt i senn mjög ódýr, hraðvirk, aðgengileg, einstaklings- bundin og sveigjanleg. Þessi tækifæri nýtast ekki nema unnt sé að gera miklu fleira fólk en nú er miklu færara um að stunda sjálfsnám en nú er. Hér er á ferðinni áhersla sem gera verður að meginatriði í nýrri skipan. Ef unnt reynist að leysa þetta verkefni á við- unandi hátt má draga stórlega úr tilkostnaði við þá miklu símenntun sem nauðsynleg er á komandi ára- tugum. Þar sem hér er um að ræða að þjálfa upp mikinn _i sjálfsaga hjá miklum fjölda fólks er Ijóst að verkefnið Qi = er eitt af þeim erfiðari sem við blasa. Því er fremur (D i1 lítið sinnt í dag og árangurinn eftir því. Skólakerfið § skilar fólki út í atvinnulífið í stríðum straumum sem ekki er fært um að afla sér þekkingar upp á eigin spýtur og hefur oft lítinn eða engan áhuga á slíku. 2. Fullkominn kennsluhugbúnaður með alþjóðlegan 14 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.