AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Blaðsíða 21

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Blaðsíða 21
kenna í klaustrum í eldgamla daga. Sama lögmálið gildir í kennslustofunni. Sá sem veit mest, kennarinn, spyr þann sem veit minnst, nemandann. Hefði kennari [ stórborg í Evrópu verið lagður í ís fyrir 100 árum og geymdur fram til dagsins í dag myndi fjarska margt í skólanum koma honum kunnuglega fyrir sjónir og hann yrði fljótur að koma sér að verki upp við töfluna í grunnskóla nútímans. Samtímamaður hans í læknastétt fengi lítið að gera inni á nútímasjúkrahúsi og þyrfti að taka allan lækna- skólann upp á nýtt (nema hyppokratesareiðinn). Enn er verið að kenna börnum að prjóna, nokkuð sem var lífsnauðsynlegt fyrir barnakonur I köldum hýbýlum að kunna en nú er ódýrara að kaupa sokka en að kaupa garn. Hvers vegna eru börnin ekki alveg eins látin búa til sauðskinnsskó? Hve margir strákar ætli hafi prjónað síðan þeir luku grunnskóla? Svona mætti lengi telja og ekki er ég þó að gefa t skyn að allt sem kennt er í skólum landsins sé úrelt. Ég er t.d. mjög hlynnt prjónaskap og er ánægð að vita að ég get prjónað peysu þegar mér sýnist, ef ég einhverntíma finn auða stund til þess. Mér finnst hins vegar ástæðulaust að prjónaskapur sé skyldu- verkefni fyrir alla nemendur grunnskólans. Virtur prófessor í uppeldisfræðum, Mats Ekholm í Svíþjóð, hefur m.a. bent á að hlutverk kennara sé að breytast og skólinn þurfi að nota fjölbreyttari aðferðir til að mennta nemendur sem best. Margar aðrar aðferðir eru heppilegri en að nemendur hlusti á kenn- ara miðla þekkingu. Það er ekki nóg að hlusta á fólk sem getur tjáð sig, þ.e. kennara, heldur verður að kenna markvissa tjáningu. Þekking er víða í alls konar textum og öðrum gagnabrunnum og nemendur kunna mjög mikið þegar þeir koma í skólann og hafa reynt ýmislegt. Nemendur eiga að ræða saman, spyrja spurninga, rannsaka, gera tilraunir, leika sér, hugsa og spila og sú hefð að hafa kennslustundir 40 - 45 mínútur hlýtur að riðlast. í þemavinnu myndar námið betri heild en niðurbrytjaðir tímastubbar. Kannski er klippt á einhverjar snilldarlausnir þegar bjallan hringir. Mats Ekholm heldur því fram að skólar eigi að kenna nemendum að hugsa, þekkja tilfinningar, finna upp, ákveða, vilja, taka þátt í, framleiða (búa til), hann vill einnig að skólar kenni nemendum að vera sjálfstæðir, samvinnufúsir, meðvitaðir, heiðarlegir, ábyrgir. (Nú rísa hárin á höfði einhvers sem segir: Já, en heimilin, foreldrarnir, eru þeir alveg stikkfrí? Auðvitað ekki, við eigum líka að standa við okkar skuldþind- ingar gagnvart þörnunum okkar og axla ábyrgð á uppeldi þeirra, en skólinn á að styðja okkur.) í mínum huga ætti skólinn að vera fræðasetur þangað sem nemendur á ýmsum aldri sækja þekk- ingu, upplýsingar, fræðslu og handleiðslu til að búa sig undir lífið. Þangað á fullorðna fólkið í hverfinu líka að geta komið, t.d. atvinnulausir, og farið á nám- skeið í matreiðslu eða tölvunotkun á kvöldin. Vinnusvæði þar sem öll gögn eru til staðar, t.d.í stærðfræði, mætti sem best nýtafyrir blandaðan ald- urshóp, börn geta sem best aðstoðað hvert annað og þá ætti að leysast eilíf umræða um þekkjarstærð. Hámarksfjöldi í bekk má alveg hverfa úr lögum en setja þarf í staðinn ákvæði um lágmarksfjölda starfs- manna miðað við nemendafjölda í skólanum. Tölvurnar eiga að vera á hverju vinnusvæði en ekki allar í sömu stofu. Tölvur eru verkfæri til að nota við alls kyns verkefni. Þær eigaekki að vera einangraðar frá daglegu amstri. Tónlist má alveg hljóma meðan börn eru við vinnu sina, það örvar heilastarfsemina og eykur námsgetu. Nýjustu rannsóknir um hrað- námstækni sýna ótvírætt kosti þess að spila tónlist fyrir nemendur í tungumálanámi. Skólaeldhúsin má nota til að framleiða mat handa nemendum og gera þá ábyrga fyrir innkaupum og framreiðslu auk eldamennskunnar. Leikfimisalurinn á að vera opinn hverfisbúum ein- hverja tíma á viku. Varðandi leikfimi er ekki nauð- synlegt að hún fari öll fram í leikfimisal. Hver segir að ekki sé hægt að slá saman líffræði, samfélags- fræði.heimilisfræði, sögu, tónmennt.umferðarfræðslu og íþróttum með því að hjóla með kennurunum upp í Mosfellsbæ, klífa á Úlfarsfell eða Esjuna og skoða steina, blóm og jurtir og horfa yfir Korpúlfstaði og rifja upp deilurnar um mjólkurbúin í Reykjavík? Taka síðan lagið í grænni laut með heimabökuðu bollur- nar? Ég læt ykkur, lesendur góðir, eftir að spinna áfram og hlakka til að sjá í blöðunum auglýsingu um málþing eða„ workshop” um framtíðarskólann og inn- takið í honum. Þar vil ég sjá fjölbreytta flóru af mann- fólki, arkitekta, listamenn, leikara, söngmenn, tölvu- kappa, þolfimispekúlanta, foreldra, viðskiptajöfra, kennara, skólamenn, leikskólakennara og alla þá sem hafa áhuga og skoðanir á skólamálum. Þar skulum við fara á .flug og brjótast út úr hlekkjum hugarfarsins svo að börnin okkar geti sungið af hjart- ans einlægni: í skólanum, I skólanum er skemmtilegt að vera. ■ 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.