AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Page 23

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Page 23
NOKKRAR SPURNINGAR UM GERÐ SKÓLAHÚSA Við ritun eftirfarandi orða um þróun skólahúsa á íslandi síðastliðinn aldarfjórðung er gengið út frá þeirri staðhæfingu að æskilegt eða nauð - synlegt sé að samræmi riki milli skipulags skólahúsa og starfshátta og kennsluaðferða skólanna. Sé slík samsvörun ekki fyrir hendi verður skólahúsið ekki eins hagstætt tæki og vera þarf til að markmið starfsins náist. Sé litið á heildina er óhætt að staðhæfa að breytingar í starfi og kennluaðferðum skóla á skyldunámstigi sem nú ganga undir nafninu grunnskóli hafa ekki komið í stökkum, en fremur verið jafnar og stígandi. Þó mun óhætt að segja að nokkuð verulegar breytingar áttu sér stað á tiltölulega fáum árum upp úr 1970 í kjölfar umfangsmikillar endur- skipulagningar undir stjórn Skólarannsóknardeildar Menntamálaráðuneytisins. Grunnskólanormin sem tóku gildi 1969 og giltu með nokkr- um breytingum þar til sveitarfélögin tóku við byggingu og rekstri skólahúsanna hafa ráðið miklu um gerð og fyrir- komulag. Reynslan af þessum normum er, að minni hyggju, að þau hafi hentað vel til þess brúks sem þau voru í upphafi ætluð, en það var að vera stýritæki á rýmisstærð einstakra bygginga og þar með kostnað. Að grunnskólanormin hafa að meira eða minna leyti orðið að beinni viðmiðun fyrir stærðir einstakra rýma og innra skipulags fjölmargra skóla- húsa frá þessum tíma var í raun hvorki innbyggt í normin né var það afleiðing af túlkun þeirra af hálfu ráðuneytisins. Að minni hyggju er hér um að ræða alþekkta tilhneigingu til að líta á norm og viðmiðunarreglur sem hámarksviðmiðun eða markmið sem ástæðulast sé að setja hærra. Nýjungar í starfsskipun og kennsluháttum eiga sér mjög takmarkaðan stað í skólabyggingum sfðasta aldarfjórð- ungs. Hugmyndir síðustu ára um einsetinn heildagsskóa hafa enn aðeins lítillega verið unnar eða skilgreindar út frá starfsskipulagi, félagslegum mynstrum og þörfum fyrir starfsaðstöðu. Forsögn að samkeppni Reykjavíkurborgar um nýjan skóla í Engjahveri nú nýverið hefði í öllum atriðum getað verið eins, að því er tekur til kennslutæknilegra atriða og starsskipulags, þó hún hefði verið skrifuð fyrir 25-30 árum. Undanskilja þarf þó nokkur rými er varða heildags- skólann. Þá á þetta að sjálfsögðu ekki við um byggingar- tæknileg atriði þar sem stórstígar breytingar í átt að vand- aðri og fullkomnari byggingum hafa átt sér stað. Hér eru einungis til umræðu þau atriði sem varða þarfir sem leiðir af starfsháttum og vinnufyrirkomulagi í skólastarfinu. Nú er Ijóst að ýmsar breytingar og markverð framþróun hafa orðið á störfum kennara síðustu tvo til þrjá áratugina. Hvers vegna þess sér svo lítinn stað í grundvallarskipulagi og gerð skólabygginga sem raunin er á verður því áleitin spurning. Hverjar gætu skýringarnar verið? Skoðum nokkrar hugsanlegar ástæður: a. Er staðhæfing sem sett var fram í upphafi e.t.v. léttvæg, þar sem það er vitað að kennarinn vegur þyngra en allir aðrir þætti til samans um hvernig til tekst? b. Þarf e.t.v. litlu að breyta, eru gömlu skólastofurnar annars vegar eða beggja vegna við gang e.t.v. það sem best hentar? c. Hafa skólamenn ekki komið á framfæri með skipulegum hætti hvers þarf með? d. Hefur kannski ekki verið hlustað á skólamenn? e. Hafa skólamenn e.t.v. verið hljóðir af því þeir hafa ekki verið spurðir, hver átti þá að spyrja? Voru það byggjendur skólanna sem áttu að spyrja, eða bar hönnuðum að hafa forgöngu um að markmið og þarfir væru skilgreind? Hér að framan hafa verið tíundaðar nokkrar spurningar sem máli skipta. Enn sem fyrr sést að auðveldara er að spyrja stórt en svara svo viðunandi sé. Þessi greinarstúfur er rit- aður í þeim tilgangi einum að benda á að yfir veginn að betri skólahúsum eru letraðar margar spurningar af þessu tagi sem nauðsynlegt er að lesa. Hitt verður svo val hvers þess sem stendur að gerð skólahúsa, hvort slíkar spurn- ingar verða teknar upp og þeim svarað með einhverjum hætti, eða þá að menn flýti sér að klofast yfir þær og halda áfram að marki sem getur þá gjarnan, eins og dæmin sanna, orðið gamall skóli úr nýju efni. Það þarf að hugsa og skipuleggja ný skólahús fyrir okkar nýja skóla, fyrir breytt þjóðfélag og þá nýju starfshætti sem þegar hafa verið teknir upp, og þó ekki síður fyrir þá framþróun að betri skólum, sem þeir sem nú starfa að skólamálum á íslandi hafa alla burði til að gera að veruleika. Hér skal ekki tekið rúm til að færa rök fyrir gildi þeirrar venju menningarsamfélaga að gera, skoða og varðveita listaverk í ýmsum myndum, þar með talin byggingarlista- verk í formi stofnana og vinnustaða. Skólahús sem þjónar notendum slnum vel og er jafnframt tilgerðarlaus, rökrétt og sjálfri sér samkvæm listsköpun, hefur að flestra mati öflug jákvæð uppeldisleg áhrif. Slík hús eru án efa eitt af ■ allra áhrifamestu hjálpartækjum sem kennari getur átt kost á við það þýðingarmikla verkefni að koma hverjum og einum nemenda til sem mests þroska. Þessi staðreynd gleymist oft eða er stórlega vanmetin. Einungis besta hönn- un sem völ er á hverju sinni er réttlætanleg fyrir mennta- stofnun af hvaða tagi sem er. ■ 21 Dr. MAGGGI JÓNSSON, ARKITEKT

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.