AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Qupperneq 28
SIGURÐUR GÚÍTAFSSON, ARKJlTEKT
VERÐLAUNATI LLAGA í SAMKEPPNI
Skólahúsið er byggt upp eins og smækkuð
mynd af samfélaginu þar sem gatan og
rýmið milli húsanna tengja íbúana
saman. Yfir götunni svífur þakið sem
hleypir birtu inn frá norðri. Mismunandi aldurshópar
hafa eigin hús sem standa við götuna. Til þess að
koma í veg fyrir árekstra, eru tveir inngangar inn í
húsið. Fyrsti til sjöundi bekkja nota húsin tvö að vest-
an en elstu krakkarnir húsin að austanverðu. Sérinn-
gangur er fyrir starfsmenn beint frá bílastæðinu að
norðan. Við götuna er öll starfsemi sem þetta litla
samfélag þarf á að halda. Þar eru íþróttahús, baðhús/
tækniturn, verkmenntahús ásamt samkomuhúsi, fél-
agsheimili og bókasafni, að ógleymdu því opinbera,
þ.e. skrifstofu kennara. Húsið er miðlægt. Leitast er
við aó hafa alla sameiginlega þjónustu og notkun
fyrir miðju. Um einstaka hluta hússins: Heimastofur-
nar hafa allar glugga til norðvesturs eða norðausturs
og eigin tröppu og salerniskjarna. Fimmti til sjöunda
bekkjar eru í vestustu einingunni. Fyrsti til fjórði bekk-
ur eru nær miðju. Elstu krakkarnir eru, eins og áður
segir, í einingunni að austanverðu.
íþróttahúsið er tengt baðhúsi og tækniturni. Tækni-
turninn er öndunarop hússins. í honum er miðstöð
loftræstikerfis og annarra tæknilegra þátta sem
byggingin þarfnast. Á neðstu hæð turnsins eru böðin
26
l
Sneiðing BB.
U M ENGJASKÓLA
fyrir íþróttahúsið. Vegna hæðar hans er hægt að gera
böð með ofanljósi úr mikilli hæð. Böðin verða þá eins
konar foss sem Ijósið skín í gegnum, musteri sálar
og líkama. íþróttasalurinn er hefðbundinn 24 x 12
metra kassi. Hægt er að komast inn í íþróttahúsið
gegnum sérinngang á kvöldin. Verkmenntahúsið er
við hlið íþróttahússins en þó algjörlega ótengt og
með lokuðum eigin gangi þannig að engin hætta er
á mengun. Félagsleg rými, matsalur/hátíðarsalur,
tómstundaherbergi, bókasafn og heilsdagsskóli eru
öll í sama kjarnanum með góðu flæði á milli. Tónlistar-
stofa og hússtjórnarstofa tengjast þessum kjarna.
Hátíðarsalurinn einkennist af tveimur seglformuðum
veggjum sem klæddir eru með kortenstáli. Létt form
og þungt efni minna á þörf kjölfestunnar á leið til
framfara. í salnum er svið og baksvið sem tengjast
tónlistarstofu. Hússtjórnarstofa og eldhús liggjasam-
an. Tónlistarstofa, myndbandaver og tómstunda-
herbergi eru hlið við hlið. Fyrir miðju er bókasafn og
tölvuver. Heilsdagsskólinn snýr út í garðinn og tengist
matsal og öðrum félagslegum rýmum. Garðurinn
með leiktækjum sínum er kjörinn til útiveru. Stjórnun-
arálman tengist félagslegum rýmum og gerir eftirlit
og umferð þægileg. Byggingin er römmuð inn með
sporbaugslaga garði, umluktum trjám. Á lóðinni eru
allskyns leiktæki fyrir þarfir allra. Utan við spor
27