AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Síða 34

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Síða 34
búin til aö takast á viö þetta verkefni, og eru margir uggandi um aö gæði grunnskólastarfsins veröi mismunandi eftir því í hvaða sveitarfélagi skólarnir eru. í lögum um grunnskóla nr. 66/1995 er tekið á ýmsum atriðum er varöa starf í grunnskólum og er hér bent á nokkrar greinar laganna. í 10. grein er kveðiö á um flutning grunnskólakostnaöar til sveitarfélaganna. í 12. og 13. grein erfjallaö um kosningu skólanefnda og starfssviö þeirra. Einnig er rétt að benda á 29. grein um aðalnámskrá grunnskóla, 31. grein um skólanámskrá, 45. grein um námsmat, 46. grein um samræmd próf og stöðluð kunnáttupróf og 48. og 51. grein um mat á skólastarfi. Þannig virðist lög- gjafinn hafa gefið skýr fyrirmæli um það hvernig standa á að skipulagi á starfi grunnskólanna. Hins vegar er Ijóst að ef jafnræði á að vera milli grunn- skólanna í landinu þá verður að tryggja að grunn- skólarnir fái það fjármagn sem þeim er nauðsynlegt til að framfylgja þeirri skólastefnu sem sett er fram af skólayfirvöldum. Þannig er rekstur grunnskóla mis- munandi dýr á hvern nemanda og verður að taka tillit til þess við ákvörðun um hvernig skipta á til sveit- arfélaganna því fjármagni sem þau fá vegna kostn- aðar við grunnskólann. GRUNNSKÓLABYGGINGAR Frá árinu 1990 er ný lög um verkaskipti ríkis og sveit- arfélagatóku gildi hefur bygging grunnskólamann- virkja verið verkefni sveitarfélaganna. Með grunn- skólamannvirkjum er átt við byggingu húsnæðis fyrir eftirfarandi rými: Stjórnunardeild, kennslurými, fél- ags- og samkomuaðstaða, ýmislegt og íþróttarými. í 20. grein laga um grunnskóla nr. 66/1995 er kveðið á um að við undirbúning að nýbyggingu og endur- bótum grunnskólahúsnæðis skuli farið að reglugerð er menntamálaráðherra setur f samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og kveður á um lágmarksað- stöðu og búnað. Þessi reglugerð hefur ekki enn verið sett og eru nú ekki í gildi nein norm um stærðir skóla eða búnað í skólum. í ágúst sl. sendi Samband íslenskra sveitarfélaga bréf til sveitarfélaga þar sem eru grunnskólar með fyrirspurn varðandi rými grunn- skóla, og er nú unnið úr svörum sem borist hafa. Þegar þau svör sem hafa borist eru skoðuð kemur á óvart hvað margir telja að ýmislegt vanti í skólana og verður víða að byggja við þá. Hér er ekki átt við aukakennslustofur vegna einsetningarákvæða grunnskólalaganna en miðað við, hvernig staðan er í grunnskólunum haustið 1995, vantar a.m.k 400 kennslustofur í skólana til að allir grunnskólanemend- ur geti mætt í skólana sína að morgni. Skólaárið 1995 -1996 eru 70 grunnskólar landsins tvfsetnir, þar af eru 19 grunnskólar tvísetnir í Reykjavík og einnig 19 grunnskólar á Reykjanesi. Vantar langflestar al- mennar kennslustofur eða um 300 talsins í þessi tvö fræðsluumdæmi til að framfylgja einsetningar- ákvæðum. Enn er eftir að meta þörfina á aðstöðu vegna mötuneyta fyrir nemendur. Þannig virðist Ijóst að verkefnum sveitarfélaga vegna byggingar grunn- skóla er síður en svo lokið. Fróðlegt er að skoða hversu miklum fjármunum sveit- arfélögin hafa varið til byggingar grunnskóla síðustu ár. Meðfylgjandi mynd sýnir fjárfestingu sveitarfélaga vegna byggingar grunnskólamannvirkja frá árinu 1985 til 1994. Hér er tekin saman gjaldfærð og eign- færð fjárfesting samkvæmt upplýsingum Hagstof- unnar, og eru tölurnar reiknaðar til verðlags í janúar 1995. Rétt er að taka fram að fjárfesting sveitarfél- aganna vegna byggingar íþróttamannvirkja er ekki meðtalin í þessum tölum. AÐ LOKUM Bygging grunnskóla og stór hluti rekstrar þeirra hefur verið verkefni sveitarfélagaog sveitarstjórnirnar hafa um langan tíma lagt sig fram um að rækja vel þær skyldur sínar. Að því gefnu að sveitarfélögin fái nægar tekjur til að standa undir nýjum verkefnum í rekstri skólanna er því engin ástæða til að ætla annað en sveitarstjórnir hafi vilja og metnað til að standa vel að rekstri grunnskólanna. Metnaður sveitarstjórna hlýtur að beinast að því að þjónusta við nemendur, foreldra og starfsfólk skólanna verði betri en verið hefur af hálfu ríkisins. ■ 32
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.