AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Page 61

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Page 61
FORNLEIFASKRANING Á ÍSLANDI Nauðsyn þess að standa vörð um sameiginlegan arf Bergþórshvoll er afar mikilvægur staður sem snertir sjálfa þjóðarsálina. Suma slíka staði er nauðsynlegt að rannsaka nánar með fornieifauppgrefti og hér fer einmitt einn slíkur fram sumarið 1927. Hélt uppgröfturinn einnig áfram næsta sumar. Neðst til hægri sér í rauðablástursgryfju og þar fyrir ofan hlóðir. Á bak við manninn sér í sorpgryfju og ræsi frá henni. Fyrir ofan manninn sést seyður. Um manninn á myndinni er ekki vitað hver er, annað en hann var einn af 8-9 vinnumönnum við uppgröftinn. Ekki er hægt að ætlast til þess að allir staðir verði rannsakaðir á þennan hátt, en þeir hafa þó tilverurétt engu að síður. (Myndadeild Þjóðminjasafns íslands). Akveöið hefur verið að hefja undirbúning að allsherjarfornleifaskráningu á íslandi. Að undirbúningi loknum.sem getur verið með vorinu, standa vonir til að sjálf skráningin geti hafist einhversstaðar á landinu. Til að verkið megi ganga sem best er nauðsynlegt að aðferðir allar séu njörvaðar og að þeir sem skrá hafi fengið til þess nauðsynlega þjálfun. Fyrsta sumarið verður því einskonar tilraunasumar til að slípa aðferðir og þjálfa mannskap. Flugmyndin að skrá allar fornleifar á íslandi er ekki alveg ný af nálinni, hún er tæplega tvö hundruð ára gömul. Árið 1807 var komið á fót I Danmörku nefnd sem kallaðist „Commissionen for Oldsagers Opbe- varing“eba eins og það mun heita á íslensku Nefndin til verndunar fornleifa. Fllutverk nefndarinnar var að 59 BJARNI F. EINARSSON, FORNLEIFAFRÆÐINGUR

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.