AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Blaðsíða 62

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Blaðsíða 62
Mynd 2. Varða á hálendisbrúninni þar sem Eyjafjarðardalur í Eyjafjarðarsýslu endar. Vörður eru mikilvægar til upplýsingar um ferðir og ferðaleiðir áður fyrr. Þessi varða er skammt frá þar sem áður var veðurathugunarstöðin Nýibær, nyrst á Nýja- bæjarafrétt. Myndin er tekin í göngum á Eyjafjarðardal árið 1986, kl. 7 að morgni. Þó að vörðunni kunni að vera kalt er það ekki kuldinn sem er helsta ógn hennar, það erum við mennirnir. Mynd 3. Rústir Hólasels á Eyjafjarðardal. Rústirnar kúra undir fjallinu og minna okkur á horfna atvinnuhætti landsins. Rúst- irnar eru margar hverjar greinilegar og því ekki í mikilli hættu. Prufuholur á staðnum sýna að upphafs seljabúskapar á þar má rekja allavega töluvert aftur fyrir 1332, en þá féll gjóska úr Grímsvötnum (eldfjallaaska) yfir hús á staðnum. Myndin er tekin í göngum á Eyjafjarðardal rétt fyrir hádegi. afla upplýsinga um fornleifar í öllu konungsríkinu svo hægt væri að marka einhverja stefnu um varðveislu þeirra og verndun. Spurningalisti frá nefndinni var sendur strax árið eftir til allra sóknarpresta ríkisins, eða þeirra sem náðist til. Til íslands bárust listarnir hinsvegar aldrei að ráði, m.a. vegna styrjalda í álfunni. Tæpum tíu árum síðar, eða árið 1816, vann Finnur Magnússon að eigin skráningu á fornleifum og ýms- um sögnum og virðist hann hafa gert þetta til að koma upplýsingunum á framfæri við „Commissionen''. Stuttu síðar var Finnur gerður að nefndarmanni og var hlutverk hans að sjá um tengsl „Commissionen" við ísland. Finnur þýddi og staðfærði spurningalista nefndarinnar og sá til þess að þeir yrðu sendir til íslands strax um vorið 1817. Skrá Finns var höfð til hliðsjónar þegar fyrsta friðun j_ á fornleifum hér á landi átti sér stað þann 19* apríl p 1817, en þá voru 10 fornleifar friðaðar eða öllu heldur ^ friðlýstar. Af þessum 10 voru fimm rúnasteinar, ein rúnaáletrun, einn legsteinn, dómhringur á Þingvöllum á Þórsnesi, Snorralaug í Reykholti og Borgarvirki í Víðidal í Húnavatnssýslu. Af þessari upptalningu má sjá að hið ritaða orð hafði afskaplega mikla þýðingu að mati þeirrar tíðar manna og skilgreining þeirra almennt á fornleifum önnur en í dag. Fornleifar voru ekki friðaðar (friðlýstar) á ný fyrr en 90 árum síðar, eða með tilkomu nýrra fornminjalaga árið 1907. Á árunum 1926-1930 var svo gert gríðar- legt átak í friðunarmálum og hafa aldrei jafnmargar fornleifar verið friðaðar hér á landi og einmitt þá, eða um 84% allrafriðaðra fornleifa í dag. Aðalhvatamaður að þeim friðunum var þáverandi þjóðminjavörður Matthías Þórðarson, en hann mun þó ekki hafa farið á staðina sjálfur, heldur notað eldri gögn og ritaðar heimildir við sína friðun. Aldrei fór eiginleg fornleifaskráning fram vegna þessarafriðana. Slík vinna hófstekki fyrren um 1980, | u.þ.b. 160 árum eftir að „Commissionen" hóf starf p sitt hér á landi. Sú skráning var ekki yfirgripsmikil og voru margir að skrá næstu árin, hver með sína að- ferð og sínar lausnir á þeim vandamálum sem upp komu við skráninguna. Árið 1990 var í fyrsta sinni birt á prenti skrá yfir frið- lýstar fornleifar skv. nýjum þjóðminjalögum nr. 88/ 1989. Þar kemur í Ijós að fjölda friðlýstra fornleifa er mjög miskipt eftir sýslum. Þannig eru aðeins 3 forn- leifar eða staðir með fornleifum friðlýstir í Gullbringu- sýslu, en 63 í Rangárvallasýslu. 28 fornleifar eða staðir með fornleifum eru friðlýstir í Eyjafjarðarsýslu, en 4 í Norður - Þingeyjarsýslu. Varla liggur mismun- urinn í stærð sýslnanna, heldur eru aðrir þættir, svo 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.