AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Side 64

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Side 64
Mynd 6. Fyrir miðri mynd eru rústir óþekkts víkingaaldarbýlis á Hlíðardal, við Námaskarð í Þingeyjarsýslu. Prufuholur sýndu að aldursgreina má býlið til I O.aldar.eða svipaðs tíma og Granastaði. Býlið hér hef ég valið að kalla Hala og vonast til að geta rannsakað það nánar fljótlega. Kjarrið gerir skrásetjara erfitt fyrir, en ef vel er að gáð má sjá aflangt hús með tveim viðbyggingum. Ekki er þó um mannabústað að ræða, á honum er staðið við myndatök- una. Mynd 7. Sömu rústir og á mynd nr. 6. Nú teikna þær sig greinilega í snjónum og sýna að stundum má nota náttúruöflin sér í hag. staðsetningar, starfsemi sem þeim fylgir, eðlis eða umfangs, að hafa í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag hafi farið fram mat á umhverfisáhrifum, svo og að tryggja að slíkt mat verði fastur liður í gerð skipulagsáætlana. (Lög um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993). í 10. gr. sömu lagastendur m.a. að: í mati á umhverf- isáhrifum skal tilgreina á viðeigandi hátt áhrif sem framkvæmdir og fyrirhuguð starfsemi kunna að hafa á menn, samfélag og menningu, dýr, plöntur og aðra þætti lífríkis, jarðveg, vatn, loft, veðurfar, landslag og samverkan þessara þátta. Af þessum lagatextum má sjá að fornleifar njóta veru- legrar verndunar og þeim má ekki hrófla á neinn hátt, enda kemur það enn betur fram í öðrum greinum þjóðminjalaganna þó ekki sé vitnað í það hér. Ef forn- leif þarf einhverra hluta vegna að víkja þarf minja- varslan að gera tillögu um aðgerðir og fá leyfi fornleifanefndar þar um. Allar fornleifar eru sameiginleg eign þjóðarinnar. Þær eru vitnisburður um líf og kjör forfeðranna og eru ómetanlegur gagnabanki fyrir komandi kynslóðir. Okkar fornleifar eru jafnmikilvægar fyrir skilgreiningu okkar á okkur sem þjóð og pýramídarnir eru fyrir Egypta, Kínamúrinn fyrir Kínverja og konungshallirnar fyrir marga Evrópubúa. Þetta liggur kannski ekki alltaf í augum uppi og það getur verið erfitt að ímynda sér að beitarhúsarúst geti varðað sjálfa þjóðarímyndina, en hún gerir það nú samt og gildið eykst jafnvel með tímanum ef eitthvað er. Allar fornleifar geta lagt sitt af mörkum í þessum efnum og því er ekki hægt að flokka þær í merkilegar og ómerkilegar fornleifar. Fræðimenn framtíðarinnar geta hugsanlega rann- sakað rústir, sem höfða ekki til okkar í dag, með nýjum aðferðum og nýju hugarfari og komist að niðurstöð- um, sem er utan seilingar okkar í dag. Þjóðminjasafni íslands er falið það erfiða verkefni skv. lögum að standa vörð um þessar fornleifar. Sú varsla er máttlítil og jafnvel ómöguleg nema allir séu sam- mála um að mikilvægt sé að geyma þennan þjóð- ararf og vilji sé fyrir hendi að taka þátt í vörslunni. Þegar til kastana kemur eru það við sem berum ábyrgðina sem sjálfstæð þjóð í sjálfstæðu landi með virðingu fyrir sögu okkar og menningu. Því er það áskorun mín til allra þeirra sem koma ná- lægt þessum málum, svo sem byggða- og minja- safna, skipuleggjenda úti um landið, opinberra sem einka-framkvæmdaraðila sem þurfa að raska landi vegna starfa síns og þeirra sem veita leyfi til ýmissa jarðvegsframkvæmda, að huga að þessum málum. Minjavarslan ein, í umboði þjóðarinnar, auk þeirra nefnda og ráða sem henni tengjast, ræður örlögum fornleifanna og því er það skylda hennar að veita alla þá ráðgjöf um þessa hluti sem henni er unnt. Til að svo megi verða þarf minjavarslan að vita um og þekkja til allra fornleifa landsins og þess vegna er m.a. verið að undirbúa fornleifaskráningu á íslandi. 62

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.