AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Page 77
MIÐHALENDI ISLANDS
Svæðisskipulag 1995 - 2015
Horft frá Sauðafelli yfir Vesturöræfi að Kverkfjöllum, samfellt og óraskað víðerni á þeim hluta Miðhálendisins þar
sem samfelldur gróður nær einna hæst. Hér er eitt aðalburðarsvæði hreindýra.
PPHAF VERKSINS
Frá því fyrir 1990 hafa skipulagsyfirvöld
stefnt að því að vinna svæðisskipulag
fyrir Miðhálendi íslands. Til þess að
hrinda þeirri vinnu í framkvæmd var hugað að færum
leiðum. Fyrst var lagt fram frumvarp til laga um að
gera hálendið að einu sveitarfélagi með sjálfstæða
stjórn. Sú tillaga féll í grýttan jarðveg hjá sveitar-
félögum umhverfis landið, sem eiga aldagömul rétt-
indi til nytja á hálendinu, og voru þær hugmyndir
lagðar til hliðar.
Var þá hugað að núgildandi ákvæðum skipulags-
laga. En samkvæmt skipulagslögum þá geta sveitar-
félög tvö eða fleiri stofnað samvinnunefnd um gerð
svæðisskipulagsfyrir land í þeirra lögsögu. Yfirfjöru-
tíu sveitarfélög eiga land að Miðhálendinu þannig
að samvinnunefnd með tveim fulltrúum frá hverri
sveitarstjórn hefði verið skipuð yfir áttatíu manns og
orðið þung í vöfum.
Niðurstaðan varð sú að bætt var bráðabirgðaákvæði
nr. 73/1993 við skipulagslög númer 19/1964 sem
gerir héraðsnefndum kleift að mynda sérstaka sam-
vinnunefnd til að gera tillögu að skipulagi Miðhálend-
is íslands.
Samkvæmt þessu skipuðu þær 12 héraðsnefndir
sem hlut eiga að máli hver um sig einn fulltrúa í sam-
vinnunefndina (og annan til vara) en umhverfisráð-
herra skipaði formann, sem er Snæbjörn Jónasson
fyrrverandi vegamálastjóri. Fléraðsnefndireftirtalinna
sýslna eiga fulltrúa í nefndinni: Borgarfjarðarsýslu,
Mýrasýslu, V-Flúnavatnssýslu, A-Húnavatnssýslu,
Kort I. Sveitarfélagsmörk og afmörkun Miðhálendis íslands
(Landmótun 1995).
75
EINAR E. SÆMUNDSEN, GÍSLI GÍSLASON OG YNGVI ÞÓR LOFTSSON