AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Blaðsíða 79

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Blaðsíða 79
Kort 2. Svæðaskipting eftir náttúrufari, sem endurspeglar breytileika og skil í náttúrufari (Landmótun 1995). 4. Samgöngur, vegakerfinu er skipt upp í annars- vegar landsvegi, sem eru fjallvegahluti þjóövegakerf- isins og er ætlað að tengja saman landshluta, og hins vegar almenna vegi og einkavegi, sem eru opnir almenningi. 5. Útivistar- og ferðamannasvæði eru ætluð til al- mennrar útiveru og náttúruskoðunar. í útjöðrum þess- ara svæða eru víða miðstöðvar ferðamanna og um þau liggja göngu-, reið- og akstursleiðir. Miðstöðvum er skipt upp í jaðarmiðstöðvar og hálendismiðstöðvar og auk þess eru skálasvæði tilgreind. Jaðarmið- stöðvar eru með alhliða þjónustu fyrir ferðamenn ailt árið við jaðar hálendisins á svæðum sem þola tiltölu- lega mikið álag og umferð. Hálendismiðstöðvar eru í um eða yfir 500 m yfir sjó í námunda við meginvegakerfi hálendisins og eru nær eingöngu starfræktar í 2-4 mánuði á ári. Skálasvæði eru hins vegar sum hver utan vegasambands með gistiskála fyrir breiðan hóp ferðamanna, þar á meðal göngufólk og hestamenn, en mörg þessara húsa eru jafnframt gangnamannahús. 6. Framkvæmdaáætlun og mat á umhverfisáhrifum, yfirlit yfir brýnustu verkefni á næstu 5-10 árum og tillögur um hvar mat á umhverfisáhrifum þarf að fara fram. SVÆÐASKIPTING EFTIR NÁTTÚRUFARI Til að auðvelda vinnu og umfjöllun um skipulagið er náttúrufarslegum forsendum lýst eftir landslags- heildum og einstökum deilisvæðum þeirra. Svæðaskiptingin endurspeglar breytileika og skil í náttúrufari og deilir landi upp eftir landgerðum í eins- leit landfræðileg svæði. Gróðurfar hálendisins er fá- breytt en því meiri fjölbreytni er í landslagi og jarð- fræðilegri gerð. Við skiptingu landsins upp í lands- lagsheildir er einkum stuðst við jarðfræðilega þætti, berggrunn, landmótun og samfellda gróðurþekju, einkum votlendis. Mörk svæðanna og deilisvæða þeirra gefa til kynna breytileika í 5 náttúrufarsþáttum, Orravatnsrústir á Hofsafrétt, votlendi í um 700 m h.y.s. þar sem sífreri orsakar myndun stórra rústa (fláa). 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.