AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1995, Blaðsíða 79
Kort 2. Svæðaskipting eftir náttúrufari, sem endurspeglar breytileika og skil í náttúrufari (Landmótun 1995).
4. Samgöngur, vegakerfinu er skipt upp í annars-
vegar landsvegi, sem eru fjallvegahluti þjóövegakerf-
isins og er ætlað að tengja saman landshluta, og
hins vegar almenna vegi og einkavegi, sem eru opnir
almenningi.
5. Útivistar- og ferðamannasvæði eru ætluð til al-
mennrar útiveru og náttúruskoðunar. í útjöðrum þess-
ara svæða eru víða miðstöðvar ferðamanna og um
þau liggja göngu-, reið- og akstursleiðir. Miðstöðvum
er skipt upp í jaðarmiðstöðvar og hálendismiðstöðvar
og auk þess eru skálasvæði tilgreind. Jaðarmið-
stöðvar eru með alhliða þjónustu fyrir ferðamenn ailt
árið við jaðar hálendisins á svæðum sem þola tiltölu-
lega mikið álag og umferð.
Hálendismiðstöðvar eru í um eða yfir 500 m yfir sjó í
námunda við meginvegakerfi hálendisins og eru nær
eingöngu starfræktar í 2-4 mánuði á ári. Skálasvæði
eru hins vegar sum hver utan vegasambands með
gistiskála fyrir breiðan hóp ferðamanna, þar á meðal
göngufólk og hestamenn, en mörg þessara húsa eru
jafnframt gangnamannahús.
6. Framkvæmdaáætlun og mat á umhverfisáhrifum,
yfirlit yfir brýnustu verkefni á næstu 5-10 árum og
tillögur um hvar mat á umhverfisáhrifum þarf að fara
fram.
SVÆÐASKIPTING EFTIR NÁTTÚRUFARI
Til að auðvelda vinnu og umfjöllun um skipulagið er
náttúrufarslegum forsendum lýst eftir landslags-
heildum og einstökum deilisvæðum þeirra.
Svæðaskiptingin endurspeglar breytileika og skil í
náttúrufari og deilir landi upp eftir landgerðum í eins-
leit landfræðileg svæði. Gróðurfar hálendisins er fá-
breytt en því meiri fjölbreytni er í landslagi og jarð-
fræðilegri gerð. Við skiptingu landsins upp í lands-
lagsheildir er einkum stuðst við jarðfræðilega þætti,
berggrunn, landmótun og samfellda gróðurþekju,
einkum votlendis. Mörk svæðanna og deilisvæða
þeirra gefa til kynna breytileika í 5 náttúrufarsþáttum,
Orravatnsrústir á Hofsafrétt, votlendi í um 700 m h.y.s.
þar sem sífreri orsakar myndun stórra rústa (fláa).
77