AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Side 26

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Side 26
áhugaverðan fyrir alla fjölskylduna með því að höfða til allra aldurshópa með nýjum tilboðum og þar með að efla aðdráttarafl Laugardalsins sem miðstöðvar útilífs og tómstundaathafna í borginni. Fyrsta skref í framkvæmd hugmyndarinnar var að opna gönguleiðir inn í garðinn og tengja garðinn betur aðliggjandi hverfum og opna gönguleið á milli Valbjarnarvallar og Gervigrasvallar. Hafist handa með að deiliskipuleggja hin ýmsu svæði og stofnað til víðtæktrar trjáræktar. Eins og að var stefnt, hefur á þessum stutta tíma, sem liðinn er, tekist að flétta hin ýmsu útivistarsvæði í Laugar- dalnum saman í einn samhangandi, gróðri vafinn og lifandi borgargarð, sem er í stöðugri uppbygg- ingu og þróun. Hrygglengja garðsins er mynduð af aspartrjágöngum sem ná frá íþróttasvæðum í norðri að fjölskyldugarði í suðri. Trjágöngin fylgja í meigindráttum legu hins gamla Þvottalaugavegar. Á torgi við Fjölskyldugarðinn beygir stígurinn í átt að lóð sem ennþá er eyrnamerkt tónlistarhöll, en eins og menn vafalaust muna, liggur fyrir 1. verð- launa tillaga að byggingunni eftir Guðmund Jóns- son arkitekt. Til beggja hliða við trjágöngin eru hin ýmsu svæði af margvíslegum toga, svo sem íþróttasvæði með Laugardalsvelli og Valbjarnar- velli auk gervigrasvallar, æfingavalla og skautahal- lar. Þá koma Þvottalaugarnar, Grasagarðurinn í Reykjavík, almenningsgarðar, Fjölskyldu- og Hús- dýragarðurinn. Lengra til hliðar er Laugardalslaug, tjaldsvæði, Gróðrarstöð Reykjavíkurborgar og íþróttamiðstöð svo að það helsta sé upp talið. Gerð skipulags er sjaldnast eins manns verk held- ur er byggt á fyrri aðgerðum á svæðinu og hug- myndum margra aðila sem hver fyrir sig leggur nokkuð af mörkum. Margir koma við skipulags- sögu Laugardalsins. Hér er bæði um að ræða stjórnmálamenn og ráðamenn á hverjum tíma, hinar ýmsu stofnanir borgarinnar auk allra þeirra arkitekta og verkfræðinga sem unnið hafa að hinum ýmsu afmörkuðu verkefnum, félög og fólk sem hafa átt sinn vettvang á svæðinu. Þá ætti einnig að nefna garðyrkjumenn og aðra iðnaðar- menn sem unnið hafa að uppbyggingu Laugar- dalsins. Ég verð á þessum vettvangi að takmarka mig við að nefna þá helstu arkitekta og landslagsarkitekta sem koma við sögu og vona að engum sé gleymt. í heiðursskyni tel ég fyrstan arkitektinn og íþrótta- frömuðinn Gísla Halldórsson. Gísli Halldórsson arkitekt og Teiknistofan Ár- múla hf. Laugardalsvöllur.-Valbjarnarvöllur-Gervigras- völlur- íþróttahöll - íþrótttamiðstöð- Skautasvell og búningsherbergi. Halldór Guðmundsson arkitekt Yfirbygging yfir skautasvell. Einar Sveinsson arkitekt Sundlaugarmannvirki. Jes Einar Þorsteinsson arkitekt Búningsklefar við sundlaug. Gumundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson, Arkþing sf. Byggingar í Fjölskyldu- og Húsdýragarði. Manfreð Vilhjálmsson arkitekt Hús Tennis- og Badmintonfélagsins-Tjaldmiðstöð. Pálmar Kristmundsson arkitekt Félagsheimili Þróttar í byggingu við gervigrasvöll- Húsnæðisstofnun ríkisins - Heimili fyrir fjölfötluð börn við Holtaveg. Geirharður Þorsteinsson arkitekt Farfuglaheimilið við Sundlaugarveg. Jón Þór Þorvaldsson og Björn Hallsson arkitektar KFUM félagsheimili við Sunnuveg. Þórólfur Jónsson landslagsarkitekt Fjölskyldugarður- Garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar Viðbót við Grasagarð - Almenningsvæði norðan við ræktunarstöð. Kolbrún Oddsdóttir landslagsarkitekt FÍLA Umhverfi við Þvottalaugar - Innréttingar og gróður í gróðurskála. Reynir Vilhjálmsson og starfsfólk á teiknistofu Heildarskipulag Laugardalsins 1986 - Húsdýra- garður. Landslagsarkitektar RV/ÞH sf. Tjaldstæði í Laugardal og umhverfi tjaldmiðstöðv- ar-umhverfi Laugardalslaugar - Hverfi íþróttamið- stöðvar- Bílastæði, stígakerfi og umhverfi á milli hinna einstöku svæða. ■ 24

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.