AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Síða 38

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Síða 38
RAGNHILDUR SKARPHÉÐINSDÓTTIR, LANDSLAGSARKITEKT 11 skipulag og umhverfismó un 1“““'“ átt setur jafn afgerandi svip á borgarmynd- ir eins og torg eða opin svæði; til fárra borgarhluta finnst al- menningi að hann eigi jafnt sterkt tilkall til. Torg og vellir eru þungamiðjur borgarlífsins og hafa oft verið - og eru gjarnan enn - baksvið mikilla at- burða og stórra tíðinda í sögu þjóða. Við þau standa jafnan mikilvægar byggingar og fjölbreytt starfsemi dafnar í skjóli þeirra. Þeir sem þangað leita geta hvort heldur kosið, að vera þátttakendur eða áhorfendur í því sem þar fer fram. Alkunna er að borgarlíf í norðurálfu er harla ólíkt því, sem gerist í suðurálfu. Af þeim sökum hafa torg á norðlægum slóðum þróast í átt að vera fyrst og fremst hlutlaus, sjónrænn vettvangur, þar sem þátttaka borgarbúa er mjög árstíðarbundin. Efni- viðurinn snýst því ekki aðeins um hlutföll, birtu grjót og gróður, svo fátt eitt sé nefnt, heldur ekki síður um rysjótt veðurfar og þá stemningu eða andstemningu, sem af því leiðir. Markmið hönnun- ar undir slíkum kringumstæðum hlýtur því að vera, að snúa annmörkunum sér í hag eftir því, sem efni og aðstæður leyfa. Þetta ber sérstaklega að hafa í huga þegar skipulag opinna svæða hér í Reykjavík ber á góma. Þar kristallast mörg hinna sígildu vandamála, sem menn standa frammi fyrir, þegar samræma þarf ótvírætt notagildi, fegurðar- sjónarmið og gæðakröfur. UPPHAF SKIPULAGS- VINNU Fyrir réttum fimm árum fól Borgarskipulag Reykjavíkur okkur Ög- mundi Skarphéðinssyni arkitekt að vinna tillögur að skipulagi Skóla- vörðuholts. Svæði það sem skipu- lagið tekur til afmarkast af Bergþórugötu í norð- austri, Barónsstíg í suð- austri, Eiríksgötu í suð- vestri og loks Njarðar- götu og Frakkastíg í norðvestri og er það alls um sex hektarar að stærð. Allan þann tíma sem sú vinna hefur verið í gangi, hefur samstarf við borgaryfirvöld ekki síður en þann breiða hóp hagsmunaaðilja, er þessu svæði tengjast, verið til fyrirmyndar; sýnt skipu- lagsvinnunni mikinn áhuga; komið með þarfar á- bendingar og verið sérlega opnir fyrir nýjum hug- myndum og sjónarmiðum. Þeir, sem starfa á Skólavörðuholti eða eiga þang- að daglegt erindi, voru orðnir býsna langeygir eftir endurbótum á umhverfi þess og yfirbragði. Ekki þarf að fara mörgum orðum um þær hremmingar, sem menn gátu lentí, einkum í misjöfnu veðri, svo ekki sé nú minnst á hve hvimleitt ástandið var gagnvart þeim tugþúsundum ferðamanna er legg- ja leið sína á Skólavörðuholtið ár hvert. SKIPULAGSTILLAGAN Við undirbúning og hönnun skipulagsins á Skóla- vörðuholti var fyrst og fremst leitast við að undir- strika sérstöðu svæðisins, sem er eitt stærsta 36
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.