AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Qupperneq 49

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Qupperneq 49
Simsons mun standa í landi Kornustaða. Arið 1934 sótti Simson um 25 m2 stækkun (er þá upp- haflegi reiturinn sagður 20x20 m) og fékk hana. Árið 1936, 10 árum eftir að Simson hóf þar rækt- un, eru Kornustaðir orðnir að unaðsreit, þar eru styttur og lítill gosbrunnur með gullfiskum, mann- gerður hellir (byrgi), sundlaug (tjörn) og margvís- legur gróður. Fólk fór í skemmtiferð inn í Tungudal og um það voru ort Ijóð. Árið 1938 kom Friðrik krónprins til íslands og heimsótti meðal annars Vestfirði. Var þá farið inn í Tungudal og haldin garðveisla á Kornustöðum fyrir danska borgara á ísafirði og ýmist fyrirfólk. Meðal þeirra var Grímur rakari, faðir Ólafs Ragnars Grímssonar núverandi forseta íslands. Árið 1950 ritar Simson í Garðyrkjuritið að garður- inn sé 100 m2 á stærð og þar vaxi um 600 tré og runnar. Ennfremur að elstu lerkitrén séu um 5 m að hæð, en auk lerkis vaxi þarna birki, reynir, ýmis víðir, hlynur, heggur, síberískt baunatré, ösp, fag- urgreni, rauð- og sitkagreni, fura, runnarósir og spirea fyrir utan matjurtir, berjarunna og blóm. Er Skógræktarfélag ísafjarðar var stofnað 1945, var Símson einn af stofnendum félagsins og var formaður þess á árunum 1953-1969. Er Simson lést árið 1974 arfleiddi hann Skógræktarfélag ísa- fjarðar að Kornustöðum. 5. apríl 1994 féll snjóflóð í Tungudal og fór garð- urinn þá illa, nærri öll stærri trén brotnuðu í um 1m hæð yfir jörðu eða lögðust á hliðina. Vorið 1995 bauð Félag íslenskra landslagsarki- tekta Skógræktarfélagi ísafjarðar aðstoð við að gera áætlun um hvernig hægt væri að standa að uppbyggingu og/eða endurnýjun garðsins. Þáði stjórn Skógræktarfélagsins það. Haföi þá verið hreinsað til í garðinum, öll brotin tré fjarlægð en stubbarnir látnir standa í bili, að ráði góðra manna. Afleiðingar snjóflóðsins voru því greinilegar í garðinum fyrstu árin eftir flóðið. Flús Simsons var farið og um það sáust engin merki. Lægri runnar og fjölær blóm höfðu ekki beðið skaða að ráði og tóku þau vel við sér eftir að stærri trén hurfu. Garðurinn var mældur upp á vegum Skógræktar- félags ísafjarðar og Skógræktarfélags íslands, þ.e. þau tré sem brotnuðu ásamt girðingu og göngu- stígum. Staðsetning trjánna var hnituð inn á grunnkort, hæð þeirra mæld og umfang stofns. Sýnir uppmælingin m.a. 10 m háar alaskaaspir, 5,5 m há birkitré, 9 m há lerkitré með stofnumfang um 25 sm í brjósthæð og 9 m há reynitré. Alls þurfti að fjarlægja 52 lauf- og lerkitré ásamt 89 Sundkonan, stytturnar setja mikinn svip á garöinn. Mynd. Áslaug Traustadóttir. grenitrjám eða alls 141 tré. Einungis tvö grenitré stóðu eftir neðst í miðjum reitnum, um 5 m á hæð, auk furutrjáa í brekkunni og dálítils af minni trjám. Þessi uppmæling var síðan notuð sem grunnur að nýju skipulagi garðsins. Jóhann Hinriksson á bókasafni ísafjarðar hóf síðan leit að gögnum um Simsonsgarð, Ijósmynd- um, greinum og ýmsu öðru. Kom ýmislegt upp úr kafinu, t.d. mynd sem sýnir módel að garðinum, sennilega frá skólasýningu, einnig uppteikning Simsons sjálfs af garðinum ásamt Ijósmyndum hans, teknum á ýmsum tímum, og greinum. Af þessum gögnum er Ijóst að garðurinn hefur verið í stöðugri þróun í gegnum tíðina, þótt grunnhug- myndin hafi frá upphafi verið sú sama. Það sem fyrst slær mann þegar komið er inn í Simsonsgarð er hversu lítill hann er og allt er skemmtilega smágert. Styttur Simsons, sem hann kom fyrir hér og þar, eru einskonar punktur yfir i- ið. 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.