AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Page 68

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Page 68
Náttúrufrceðahús \áttúrufræðahús Háskóla íslands er fyrsta byggingin sem byggð er eftir skipulagi sem fyrir liggur af svæði Háskólans í Vatnsmýrinni. Til þessa hefur Norræna húsið verið eina húsið á svæðinu. Norræna húsið er frjálst staðsett og afmarkar svæðið ekki. Náttúrufræðahúsið setur á hinn bóg- inn suðurmörk friðlandsins og afmarkast af Njarð- argötu að austan, Hringbraut að norðan og Sæ- mundargötu að vestan. Auk þess að setja norður- mörk væntanlegrar byggðar á Háskólasvæðinu, afmarkar húsið á sinn hátt suðurenda opna miðbæjarsvæðisins, sem nær frá Iðnó og Ráð- húsinu að norðan um tjarnir og Hljómskálagarð og Háskóla Islanás áðurnefnt friðland að Náttúrufræðahúsi. Meg- inform hússins og íhvolf norðurhlið tekur mið af þessu hlutverki hússins í rýmismynd opna svæð- isins frá Kvosinni suður í Vatnsmýrina. Austan hússins er samkvæmt skipulagi lóð fyrir væntan- legt hús Náttúrufræðistofnunar og Náttúrufræða- safns. Ákveðið hefur verið að byggingar, götur, stígar og önnur mannvirki í Vatnsmýrinni raski ekki vatns- búskap mýrarinnar frá því sem nú er. Húsið er því byggt á hraunpúða. Fastur botn er í hæð við sjáv- armál, en gólf jarðhæðar er um 5 metrum ofar. Húsið situr því beint á landinu og einungis tækni- rými eru undir gólfi fyrstu hæðar. Aðkoma að húsinu er frá Suðurgötu, sem mun 66

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.