AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Blaðsíða 75

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Blaðsíða 75
vinnuvernd í verki VINNUVISTFRÆÐI? ugtakiö vinnuvistfræði er nýlegt í íslenskri tungu og trúlega framandi í hugum margra. Fræöigrein þessi fjallar um samspil mannsins og þess umhverfis sem hann lifir og starfar í. Á erlendum tungumálum er greinin oft kölluö ergonomi (Norðurlönd), ergonomics (Bretland) eöa human factors (Bandaríkin). Oröiö ergonomics er komið úr grísku og þýöir náttúru- lögmál vinnunnar (ergon=vinna, nomos=náttúru- lögmál). Breytilegt er eftir löndum hvaöa merkingu oröið hefur fengiö. í sumum löndum hefur skapast sú hefö aö „ergonomi“ taki fyrst og fremst til þess er lýtur aö líkamlegu álagi viö vinnu, einkum álagi á hreyfi- og stoökerfiö, t.d. líkamsbeitingu og vinnu- aöstööu. Alþjóölegu vinnuvistfræöisamtökin hafa hins vegar lagt áherslu á víöa merkingu orösins, þ.e. aö hugtakið nái til margra þátta vinnuumhverf- isins sem krefjist þverfaglegs samstarfs margra faghópa. Skilgreining samtakanna á vinnuvistfræöi er svohljóöandi: Vinnuvistfræði (ergonomics) sam- þættar þekkingu úr mörgum greinum mannvísinda í því skyni aö laga störf, kerfi, framleiösluvörur og umhverfi aö líkamlegri og andlegri getu og tak- mörkunum mannsins. FORSAGA OG PRÓUN VINNUVISTFRÆÐ- INNAR Sögu vinnuvistfræöinnar má rekja nokkuð langt aftur í tímann. Frá því á tímum hellamanna hafa menn leitast viö aö hanna vopn og verkfæri sem auðvelda þeim verkin. Upphaf vísindalegra mann- fræöimælinga var markað af Albrecht Durer (1471- 1528) meö bókinni „The Four Books of Fluman Proportions" en þekking á stærðarhlutföllum og breytileika meöal þjóöa er afar mikilvæg viö ýmiss- konar hönnun. Segja má aö áhugi á samspili manns og vinnu- umhverfis hafi vaknaö í fyrri heimsstyrjöldinni. Meöan á styrjöldinni stóö reynau starfsmenn í her- gagnaiðnaði aö anna þörfinni fyrir vopn af fremsta megni en undir því mikla vinnuálagi sem ríkti komu ýmis vandkvæöi upp. í stríðslok var stofnuð vís- indanefnd til aö rannsaka vandamál sem tengdust þreytu starfsmanna viö störf í iðnaði. Rúmlega áratug síöar eöa áriö 1929 jókst verksvið nefndarinnar en þá var henni falið aö rannsaka vinnuumhverfi og -aöstæöur iðnverkafólks, eink- um meö tilliti til vinnuafkasta og hvernig varöveita mætti heilbrigði starfsmanna. Þeir sem tóku þátt í rannsóknarstarfinu voru sálfræöingar, lífeðlisfræð- ingar, læknar og verkfræöingar. Athugaðir voru ýmsir þættir vinnunnar, t.d. líkamsstaða, líkams- ástand starfandi karla og kvenna, burður þungra hluta, hvíldarhlé, verkstjórn, lýsing, hiti, loftræst- ing, áhrif tónlistar á starfsmenn viö vinnu, starfs- mannaval og þjálfun. Þegar önnur heimstyrjöldin hófst haföi orðið tölu- verö þróun í vopnaframleiðslu og voru vopnin oröin bæöi flóknari og hraðvirkari en áöur. í Ijós kom aö hermennirnir sjálfir voru orðnir veikasti hlekkurinn í keöjunni. Þörfin á aö athuga getu og takmarkanir mannsins varö þess vegna brýnt viö- fangsefni. Rannsóknir hófust á ýmsum sviðum. Menn sáu gildi þess aö tengja nýja þekkingu af ólíkum sviöum og voru fyrstu samtökin um vinnu- vistfræöi stofnuö í Bretlandi árið 1949 (Ergonom- ics Research Society). Var það fyrsta skýra vís- bendingin um að greinin væri aö þróast sem sjálf- stæö vísindagrein. í upphafi var aðaláherslan á vinnuafköst og lífeölisfræöilega getu mannsins. Áriö 1959 voru Alþjóðlegu vinnuvistfræöisamtökin (International Ergonomics Association- IEA) stofn- uð til aö efla tengsl og samstarf milli landa. Eftir því Vinnuvistfræöi samþættar þekkingu úr mörgum greinum mannvísinda í því skyni aö laga störf, kerfi, framleiösluvörur og umhverfi aö líkamlegri og andlegri getu og takmörkunum mannsins. 73 PÓRUNN SVEINSDÓTTIR, FORM.VINNÍS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.