AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Qupperneq 76
Viö hönnun er mikilvægt að meta vinnuaöstæður,
vinnuskipulag og framleiösluvörur meö tilliti til
heilsu og vellíðan.
sem vinnuvistfræöin þróaöist sem vísindagrein
breyttust markmiöin og áhersla var lögö á aö
stuðla aö öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi
þar sem fólki líður vel. Alþjóðlegu samtökin hafa
lögheimili í Sviss en skrifstofa þeirra er staðsett í
Bandaríkjunum. Aðildarfélög eru nú 29 meö alls
um 16.000 félagsmenn úr víöri veröld. Eru Norr-
ænu vinnuvistfræðisamtökin (Nordiska Ergonom-
isállskapet - NES) þar á meðal en þau voru stofn-
uö áriö 1969 í Stokkhólmi. Eru landssamtök allra
Noröurlandanna nema íslands aöilar aö samnor-
rænu samtökunum, árið 1996 voru meðlimir nor-
rænu samtakanna 1340 talsins.
Óhætt er aö segja aö vinnuvistfræðin hafi sem
vísindagrein verið í stööugri þróun og nær í dag til
Vinnustaöir og skólar sem bjóöa upp á heilsusamlegt
vinnuumhverfi þar sem einstaklingar fá tækifæri til að
njóta sín eru skrefinu framar!
fjölmargra sviöa, þar meö talin hugfræöi (cognitive
science), gagnkvæm áhrif manns-og-tölvu og gerö
notendavænna tölvuforrita, hönnun vinnuskipu-
lags og stjórnun.
VINNUVISTFRÆÐIFÉLAG ÍSLANDS STOFNAÐ
Voriö 1996 hélt Faghópur sjúkraþjálfara um vinnu-
vernd námskeið um úttekt og mat á vinnustað meö
tilliti til álags á hreyfi- og stoðkerfið fyrir sjúkraþjálf-
ara og iðjuþjálfa. Á námskeiöinu lögöu sjúkraþjálf-
arar til aö hafinn yröi undirbúningur íslenskra sam-
taka um vinnuvistfræði. Hlaut hugmyndin góöar
undirtektir og voru tveir sjúkraþjálfarar og tveir
iöjuþjálfar skipaöir í nefnd til aö undirbúa stofnun
þverfaglegra samtaka. Fyrsta viöfangsefni nefnd-
arinnar var aö skilgreina hugtakiö vinnuvistfræöi
(ergonomi). Var í þeirri vinnu stuöst viö skilgrein-
ingar norrænu og sænsku samtakanna. Haft var
samband viö ýmsa faghópa sem nefndin taldi aö
gætu átt erindi í þverfagleg samtök af þessum
toga. Tengiliöir faghópanna unnu meö nefndinni
aö frekari undirbúningi.
Félagið var stofnaö þann 8. aþríl 1997 og hlaut
nafniö Vinnuvistfræðifélag íslands, skammstafaö
VINNÍS. Stofnendur voru 48 einstaklingar úr röð-
um heilbrigðis-, félagsvísinda- og tæknistétta auk
sex fyrirtækja og félaga. Á stofnfundi voru lög fél-
agsins samþykkt og fyrsta stjórn félagsins kosin.
Núverandi stjórn skipa Þórunn Sveinsdóttir sjúkra-
þjálfari, Björk Pálsdóttir iöjuþjálfi, Bjarni Ingvars-
son sálfræðingur, Heiöa Elín Jóhannsdóttir innan-
hússarkitekt og Herdís Rafnsdóttir verkfræðingur.
VINNÍS er mörkuö braut í lögum þess.
STARFSEMI FÉLAGSINS
Félagiö er áhugamannafélag og öllum opiö sem
áhuga hafa á vinnuvistfræði. Hefur félaginu vaxiö
fiskur um hrygg og nú rúmu ári eftir stofnun eru
félagar orönir 72. Meðlimir eru úr 11 faggreinum
en einnig eiga nokkur fagfélög, stofnanir og fyrir-
tæki aðild. Fyrirtækin eru fyrst og fremst sem
styrktaraðilar en hafa jafnframt aögang aö öllum
fundum og fræöslu á vegum félagsins.
MARKMIÐ FÉLAGSINS ERU:
I aö efla og kynna vinnuvistfræöi á íslandi
I aö stuöla aö því aö vinnuvistfræðileg þekking
sé nýtt viö nýhönnun og endurhönnun hús-
næöis og aðstöðu, viö skipulag vinnu og vin-
nuferla, viö hönnun búnaðar,tækja og ýmissa
framleiðsluvara.
74