AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Qupperneq 11

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Qupperneq 11
G E S T U R ÓLAFSSON STORframkvæmdir eínkaaðíla ndanfarin ár hafa mik- lar breytingar átt sér stað á íslandi hvað viðvíkur framkvæm- dum og þjónustu, ekki síður en erlendis. Með aðild okkar að ýmsum samtökum erlendra þjóða á síðustu árum hefur smám saman losnað um þau klak- abönd sem hér hafa ríkt í viðskipta-, framkvæmda- og fjármálalífi mikinn hluta þessarar aldar. Enn er samt talsvert í land að við stöndum jafn- fætis aðliggjandi þjóðum. Mörgum íslenskum fyrirtækjum hefur samt vaxið það mikið fiskur um hrygg að ekki þykir lengur tiltökumál þótt þau hasli sér völl erlendis eða taki upp samstarf við erlenda aðila. íslenskur hlutafjár- markaður hefur líka verið í örri þróun og nú er æ algengara að menn leggi fé í fyrirtæki bæði hér á landi og erlendis. Þetta, ásamt sífellt auðveldari samskiptum og viðskiptum milli heimshorna, veldur m.a. því að umtalsvert fjármagn og þekking hefur undanfarin ár verið að safnast saman hjá einkafyrirtækjum bæði hér á landi og erlendis. Mörg innlend fyrir- tæki hafa nú bæði yfir að ráða meira fjármagni og hæfara starfsfólki en margar sveitarstjórnir og mörg erlend fyrirtæki velta margföldum tekjum íslenska ríkisins á hverju ári. Þessi fyrirtæki hafa á ákveðnum sviðum yfir mun meiri þekkingu að ráða en margar sveitarstjórnir og ríkisstjórnir, þau geta líka oft sett mun skýrari markmið en opinberir aðil- ar og beitt markvissari aðferðum við ákvarðana- töku og stjórnun. Einkafyrirtæki hafa á undanförn- um áratugum sýnt að á mörgum sviðum eru þau mun hæfari en opinberir aðilar til þess að veita margs konar þjónustu og standa fyrir fjölmörgum framkvæmdum. Það er ekki lengur sjálfgefið að opinberir aðilar viti allt best. í öllum einkafyrir- tækjum eru gerðar ákveðnar kröfur um góða nýt- ingu á fjármagni, sem oft er falin í reikningum opin- berra aðila. Sú reynsla sem safnast saman í einkafyrirtækjum getur líka nýst fjölmörgum öðrum aðilum, en ekki einungis þeim opinbera aðila sem að viðkomandi verki stendur. Eðli einkafyrirtækja og opinberrar þjónustu er óðum að breytast og mikilvægt er að hlutaðeigandi aðilar sýni þessari þróun ákveðinn skilning. Hagur almennings er tvímælalaust fólginn í því að sífellt sé leitað nýrra leiða til þess að nýta sem best þau verðmæti sem mynduð eru í þjóðfélaginu og þá þekkingu sem þar er að finna. Hér skiptir líka miklu að eiga víðsýna og framsýna stjórnmálamenn sem taka á þessum málum, en varpa ekki bara ábyrgð- inni og byrðunum af velmegun samtímans yfir á komandi kynslóðir. Ef rétt er á haldið geta þessir nýju möguleikar sem nú eru að myndast bæði leitt til betri framkvæmda og betri nýtingar á fjármagni og virkjað hugmyndir, frumkvæði og framtak allra þeirra sem hér geta eitthvað lagt af mörkum. ■ 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.