AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Side 15

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Side 15
endurgreiðslum, væntanlega á öðrum áratug 21. aldar, mun verða lokið öllum greiðslum til lánveit- endanna og þá verða göngin afhent ríkinu til eignarog reksturs, að sjálfsögðu endurgjaldslaust. HVERHIG HEFUR TEKIST TIL? Undirbúningsrannsóknir höfðu gefið til kynna hvernig bergið væri og hvort vænta mætti vatns- leka á þeim stöðum sem það væri óþétt. Einna mest var óvissan um brotabelti í jarðlögum þar sem göngin áttu að liggja hvað dýpst. Þá mátti búast við jarðhita og það gæti gert meiri kröfur til útloftunar ganganna en ella. Þrátt fyrir það, að ekki væru boraðar könnunarholur inn undir fjörðinn, þá mátti lesa miklar upplýsingar um hvernig bergs væri að vænta út frá jarðlögum eins og þau birtust í Akrafjallinu norðan við fjörðinn. Meðal annars á grundvelli þeirra var tekin ákvörðun um að óhætt myndi að grafa göngin án þess að verulegra vand- kvæða væri að vænta. Enda reyndist það svo. Lega ganganna, sem eru samtals um fimm og hálfur kílómetri að lengd, var ákveðin þannig að lágmarksþykkt af bergi yfir þeim væri 50 metrar. Þykk ísaldarsetlög eru síðan ofan á berginu í botni fjarðarins. Lægsti hluti ganganna er 165 metra undir sjávarmáli. Það er því töluvert þykk hlíf yfir göngunum þar til að Atlantshafinu kemur. Samt sem áður mátti búast við nokkrum vatnsleka. Sumir, alókunnir aðstæðum, spáðu því að göngin myndu aldrei verða annað en vatnsrör milli Hval- fjarðarstrandar og Kjalarness, fullt af sjó! Sem betur fer rættust ekki hrakspár úrtölumanna og reyndin varð sú að aðeins þurfti aó þétta vegna vatnsleka um 13% ganganna í stað 30% eins og upphaflega var ráðgert. Þá var bergið sjálft mjög í samræmi við það sem reiknað hafði verið með og er styrkt á hefðbundinn hátt með bergboltum og sprautusteypu. Framkvæmdin sjálf tókst einnig með ágætum. Unnið var frá báðum hliðum samtímis og mæst undir miðjum firðinum rúmum átta mánuðum fyrir tilsettan tíma. Sýndi það að ekki hafði óraunhæf bjartsýni verið uppi þegar af stað var farið, enda starfsmenn allir þaulvanir og tæki eins og best varð á kosið. Öryggi starfsfólks var og haft í fyrir- rúmi og engin alvarleg slys urðu meðan á frankvæmdinni stóð. En það er ekki síður athyglisvert hvernig hin hliðin á dæminu lítur út, þ.e. áætlunin um tekjur vegna notkunar ganganna. Spár um umferð voru gerðar eftir allviðamikila og að því er virðist vandaða könnun á umferðarvenjum áður en göng- in voru gerð. Voru vegfarendur spurðir um hvert viðhorf þeirra væri til ganganna og hvort þeir myndu nota þau þegar þar að kæmi. Langflestir sögðust myndu aka göngin en einnig voru nokkrir sem höfðu áhyggjur af öryggismálum. Voru kann- anirnar gerðar af Vegagerðinni og úr þeim unnið af ráðgjöfum Spalar, norska fyrirtækinu O.T. Blind- heim og Háskóla íslands. í stuttu máli má segja að ekki hafi heldur verið á ferðinni glannaleg bjart- sýni, umferðin hefur verið nokkru meiri en spárnar gerðu ráð fyrir. Þetta gerir það að verkum að annaðhvort er lag til þess að lækka gjaldið fyrir hverja ferð eða stytta þann tíma, sem er til þess að afhenda ríkinu mannvirkið. En alltént er enn sem komið er allt samkvæmt áætlun ráðgjafanna. AÐ LOKUN Það fer ekki á milli mála að Hvalfjarðargöngin tókust í alla staði afar vel, hvort sem litið er til undirbúnings, fjármögnunar eða framkvæmda og allt lítur vel út með reksturinn. En er þetta fyrir- komulag upphafið að einhverju nýju í framkvæmd- um hér á landi? Nú þegar með Hvalfjarðargöng- unum eru íslendingar komnir lengra en margar þjóðir og miðað við hina frægu höfðatöluviðmiðun eru þeir í fararbroddi. Og þó svo einkaframkvæmd sé oft nefnd sem leið þróunarlandanna til að framkvæma, án þess að greitt sé fyrir það beint úr skuldugum ríkissjóðum þeirra, hafa einnig margar framkvæmdir verið fjármagnaðar með þessum hætti í hinum þróuðu ríkjum, m.a. í Bandaríkjun- um. Og hvers vegna ekki að líta á Hvalfjarðar- göngin sem gott fordæmi? En þessi þróun verður að vera jöfn og ekki er allar framkvæmdir hægt að einkavæða. Um þessa framkvæmdaaðferð og þróun hennar verður væntanlega mikið rætt á næstunni og spá mín er sú að eftir nokkur ár eða áratugi verði dágóður hluti af því, sem allir hafa talið ríkið eitt fært um að sinna, í höndum einka- aðila, sem byggja, reka og afhenda síðan ríkinu. Grein þessi er samin með upplýsingum víða að, m.a. frá Jóhanni Kröyer, verkfræðingi hjá ístaki hf, heimasíðu Hvalfjarðarganganna http://odinn.itn.is/gong/, upplýsinga- bæklingi Spalar o.fl. frá september 1996, auk þess frá ýms- um rituðum heimildum, bókum, tímaritum og greinum á netinu. ■ 13

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.