AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Blaðsíða 17
IÐBORGARBYGGÐ I
VATNSMÝRINNI.
Verkfræðistofa FHG ehf.
hefur undanfarið unnið að
könnun á byggingu flugvallar
í Skerjafirði. Hefur þessi
vinna verið unnin í samráði við íslenska Aðal-
verktaka hf. og fleiri aðila. Að þessari vinnu hafa
einnig komið arkitektarnir Guðmundur Gunnars-
son og Pálmi Guðmundsson.
STUTT SAMAHTEKT
Einkahlutafélag býður ríki og borg að byggja
flugvöll á fyllingu úti í Skerjafirði og fái sem
greiðslu fyrir verkið það svæði sem flugvöllurinn
stendur nú á og nálæg ónotuð svæði, alls um 140
ha. Þar skipuleggur félagið glæsilega miðborgar-
byggð eins og víða þekkist í borgum erlendis, t.d.
í Stokkhólmi og nýleg dæmi eru um t.d. frá Berlín,
á um 120 hekturum með 7 til 10.000 íbúðum og
300 til 500.000 fermetra í verslunar- og skrifstofu-
húsnæði. Byggð verði 5 til 7 hæða hús sem víða
verða samtengd og standa við breiðstræti sem
verða með góðum gangstéttum, trjábeltum og
torgum. Grænt belti verður milli Tjarnarinnar og
Nauthólsvíkur með tjörnum og lækjum á milli,
ekkert verður hreyft við ströndinni og vatnsstöðu
Tjarnarinnar ekki raskað en vatnsrennsli til hennar
tryggt. íþróttafélagið Valur með sína aðstöðu verð-
ur hluti af hverfinu og Öskjuhlíðin er við túnfótinn.
í Vatnsmýrinni rísi 20 til 30.000 manna byggð, þ.e.
byggð á stærð við Kópavog.
Félagið byggir og fjármagnar með aðstoð inn-
lendra og erlendra fjárfesta flugvöll og veg á fyll-
ingu úti í Skerjafirði við Löngusker og Hólma og
skilar flugvelli, flughlaði og aðgangsvegi tilbúnu
undir malbik. Ríkið reisi flugstöð og önnur mann-
virki og kemur fyrir þeim tæknibúnaði sem nauð-
synlegur kann að vera á flugvellinum. Áætlaður
framkvæmdatími við flugvöllinn er rúm tvö ár,
ásamt einu ári í undirbúning, alls rúm 3.
Á síðasta ári fjölgaði um 3.600 manns á höfuð-
15
FRIÐRIK HANSEN, VERKFRÆÐINGUR