AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Blaðsíða 19

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Blaðsíða 19
Ijóst hvernig heildarsvipur hverfisins verður. Einnig hvernig götumyndin verður á hverju svæði fyrir sig en lögð verður rík áhersla á að skapa glæsilegt hverfi í hjarta Reykjavíkur, hverfi sem einstaklingar sækjast eftir að búa í og fyrirtæki að fara þangað með sína starfsemi. Til þess að svo megi verða þarf númer eitt, tvö og þrjú að takast vel til með skipulag svæðisins og að við gerð deiliskipu- lagsins takist að skapa andrúmsloft glæsilegrar miðborgarbyggðar eins og þær gerast bestar. Við gerum ráð fyrir að uppbygging hverfisins fari fram með tvennum hætti. Byrjað verði að byggja upp eitt svæði, og félagið býður út með hefð- bundnum hætti allarframkvæmdir, þ.e. félagið læt- ur vinna fyrir sig útboðsgögn fyrir jarðvinnuna og byggingar. Þessi útboð verði auglýst í fjölmiðlum og öllum gefinn kostur á þátttöku. Hins vegar gefist fyrirtækjum, opinberum aðilum og einstak- lingum tækifæri til að kaupa lóðir á þessu sama svæði og byggja á þeim lóðum hús sem falla inn í þá götumynd sem á að skapa. Þegar þetta svæði er orðið fullbyggt verður næsta svæði byggt upp og þannig koll af kolli. Meðfylgjandi er tillaga að skipulagi af Vatns- mýrinni sem Guðmundur Gunnarsson og Rálmi Guðmundsson hafa unnið. í þessari tillögu sjást þær meginforsendur sem við byggjum okkar tilboð á. Verslunar- og skrifstofuhúsnæði snýr að Hring- brautinni, Háskólasvæðinu og væntanlegri stofn- braut um Hlíðarfót og myndar þannig ramma utan um íbúðabyggðina. íbúðabyggðin verði 5 til 7 hæða hús, víða samtengd með bílageymslum í niðurgröfnum kjöllurum. Nýtingarhlutfallið á svæð- inu í heild verður milli 1 til 2. í verslunar- og skrif- stofuhverfinu verði einnig hærri hús. NYTIHGARHUTFALLIÐ ER HÁTT Ein aðalforsenda okkar er að við gerum ráð fyrir háu nýtingarhlutfalli, svo háu að margir hafa sett við það spurningamerki og telja ekki mögulegt að koma svo mörgum íbúum fyrir í Vatnsmýrinni. Til glöggvunar má nefna að í íbúðahverfunum í Hlíðunum er nýtingarhlutfall lóða almennt 0,9. í Ármúla og Síðumúla er það um 1. í nýju íbúðabyg- gðinni við Skúlagötuna er þetta hlutfall um 2. í Kvosinni er hlutfallið milli 2 og 3. í Foldahverfi í Grafarvogi er nýtingarhlutfallið hins vegar 0,3 til 0,4. Eins og áður segir er Vatnsmýrin um 140 hek- tarar og við gerum ráð fyrir að byggja á um 120 ha. Þar af fari 80 ha undir íbúðabyggð og 40 ha undir verslun, skrifstofur og þjónustu. Við gerum ráð fyrir að af þessum 80 ha sem fara undir íbúðabyggð þá fari um 30 % undir götur og gangstéttir eða 24 ha. Byggingareitur fyrir íbúðar- húsnæði er því nettó 56 ha. Ef við byggjum á 1.000 m2 lóð hús sem er 300 m2 að grunnfleti og á hverri hæð eru 3 íbúðir sem eru að meðaltali með sameign 100 m2, þá eru 15 íbúðir í slíku fimm hæða húsi á 1.500 m2. Nýtingarhlutfallið á þess- ari lóð væri því 1,5 sem samsvarar nokkurn veg- inn því að það kæmu tvær hæðir ofan á öll húsin í Hlíðunum. Ef þetta væri meðalnýting allra lóða á þessum 56 hekturum, þá væri hægt að byggja í Vatnsmýrinni 84 ha af íbúðarhúsnæði, þ.e. 840.000 m2 Þetta samsvarar 8.400 einingum (íbúðum) sem eru að meðaltali 100 m2 að stærð. Ef það búa 2,4 til 2,7 í hverri íbúð þá samsvarar þetta því að þarna gætu búið 20.200 til 22.700 manns. Ef horft er á íbúðasvæðið í heild, þ.e. þessa 80 ha, er nýting svæðisins 1,05 og það verða 105 íbúðir á hektara. Ef við tökum alla þessa 140 ha sem Vatnsmýrin er í heild erum við með 60 íbúðir á hektara. Ef við lítum á íþrótta- svæði Vals sem hluta af hverfinu, Nauthólsvíkina og hluta Öskjuhlíðar þá erum við komin niður fyrir 40 íbúðir á hektara. BÍLAGEYMSLUKJALLARAR LEYSA NÁLW Gera má ráð fyrir að grafa þurfi 3 til 8 metra niður á burðarhæfan jarðveg undir húsum og götum. Þessir djúpu sökklar yrðu að einhverju leyti fylltir upp en stór hluti þeirra verður notaður sem bílageymslur. í verslunar- og skrifstofuhluta hverf- isins og þar sem þurfa þykir verði bílageymslur að einhverju leyti undir götunum. Við gerum ráð fyrir að undir öllum húsum verði bílageymslukjallari. Skipta þarf um jarðveg undir bílastæðunum við húsin en í stað þess að fylla allt upp með möl verði þar einnig bílageymslukjallari. 15 íbúða hús kallar á 30 bílastæði. Hvert bílastæði tekur 27 m2 sem þýðir í okkar dæmi með fimm hæða og 15 íbúða húsið á 300 m2 grunnfleti, að 10 bílastæði verða undir sjálfu húsinu og 10 í kjall- ara undir bílaplaninu. Bílastæði ofanjarðar verða almennt 10 við hvert hús. Ef við horfum á hvað þetta þýðir fyrir nýtingu þessarar 1.000 m2 lóðar, þá fara 300 m2 í grunn- flöt hússins og 270 m2 í 10 bílastæði sem verða ofanjarðar. Eftir er þá um 430 m2 garður. Þar sem þannig háttar að grafa þarf dýpra en 2,5 m niður á fast, þar er gert ráð fyrir að bílageymslan verði L 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.