AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Page 31

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Page 31
að sjá, að ýmsir forystumenn í stjórnmálum geri sér grein fyrir, að það atferli, sem menn hafa leyft sér undanfarna áratugi í þessum efnum, gengur ekki lengur. Vísbendingar í þá átt er m.a. að sjá í þeim pólitíska uppslætti, sem ríkisstjórnarforystan sér í endurgreiðslum á skuldum ríkisins þessi misserin, erlendis sem innanlands um 30 milljarða á tveimur árum. Það dylst í þeim málflutningi, að þessi endurgreiðsla lána er ekki vegna neinnar sérstakrar frammistöðu í ríkisfjármálum, heldur fyrst og fremst vegna tekna af stórhættulegum viðskiptahalla og svo sölu eigna ríkisins. Nettó- breytingu á skuldastöðu er heldur ekki haldið á lofti. í upplýsingum, sem haldið er að fólki, liggur þess vegna ekki fyrir að hvaða marki skuldum er safnað meðan aðrar eru greiddar. Það er þess vegna ekki alveg víst, að raunveruleg stefnubreyt- ing hafi orðið að því er varðar fjármögnun mann- virkjagerðar með skuldasöfnun. NYMÆLIÐ Engu að síður verður vart nýrra hugmynda um fjármögnun opinberra framkvæmda. Samningar hafa raunar verið gerðir um fyrsta verkefnið af því tagi, nýbyggingu fyrir iðnskóla í Hafnarfirði. Sam- kvæmt fréttum er stórt fjölnota íþróttahús í Reykja- nesbæ í burðarliðnum með sama hætti. í frétta- viðtali lýsti fyrirsvarsmaður eigenda og byggjenda væntanlegs iðnskólahúss því, að Hvalfjarðargöng- in hafi verið fyrsta framkvæmdin af þessari tegund, en iðnskólinn sé númer tvö. Sem einum af hinum upphaflegu aðstandendum Hvalfjarðarganga, þyk- ir skrifara þessarar greinar lítið til um slíka sam- spyrðingu þessara tveggja framkvæmda að því er varðar fjármögnun. Þar er svo ólíku saman að jafna. Að gerð Hvalfjarðarganga var staðið með svo samfélagslegum hætti, að fyrir því var frá upphafi séð, að ríkið eignaðist mannvirkið skuld- laust og án endurgjalds, þegar umferðin hefur greitt það. Þar á ofan var fjármögnunin án allrar ríkisábyrgðar, þannig að fjármögnunaraðilar bera í reynd hina viðskiptalegu áhættu af gangarekstr- inum. Iðnskólahúsið í Hafnarfirði er fjármagnað út á fulla ríkisábyrgð á öllum skuldbindingum og gott ef bæjarábyrgð Hafnarfjarðarkaupstaðarfylgir ekki með sem lítilvæg aukageta. Þetta er þess vegna ríkisframkvæmd með ríkisábyrgð, þar sem einka- framtakinu gefst tækifæri til að verða sér úti um einhvern hagnað út á þá ágætu tryggingu og á væntanlega eignina að leigutíma loknum. Fast- eignin kemst þannig í gagnið án þess að vera færð til eignar eða skuldar hjá opinberum aðilum, þótt skuldbindingin, sem í er gengið, sé ígildi stórfelldr- ar skuldasöfnunar. HVAÐ ER NÝMÆLLD í RAUN? Þá vaknar sú spurning, hvað þetta einka- fjármögnunar nývirki eiginlega er. í Ijósi sögunnar, sem hér að framan hefur verið rakin, verður ekki annað séð en að hér sé einfaldlega á ferðinni ný aðferð stjórnmálamanna til að leika sama leikinn, sem leikinn hefur verið undanfarna áratugi og þeir hafa jafnan leikið í algeru ábyrgðarleysi sínu, að ráðast í hluti, sem þá og umbjóðendur þeirra lang- ar í, þeir hafa ekki manndóm í sér til að skattleggja borgarana fyrir, en veita því yfir til afkomendanna að greiða af því háan vaxtakostnað og höfuð- stólinn að lokum, þegar upp er staðið. Nýjungin er þannig ekkert merkilegri en nýr og óplægður akur fyrir stjórnmálamenn til að stunda alls ábyrgðar- lausa fjármálapólitík í umboði kjósendanna. Þeir grípa tækifærið og hagsmunaaðila í húsagerð og fjármögnun hefur aldrei þurft að hvetja til að nýta sér ríkisábyrgðir, þegar þær hafa gefist í skotfæri. Það er til marks um, að þessi tilhneiging lifir góðu lífi, að fyrir nokkrum misserum kom opinberlega fram sú hugmynd að fjármagna svonefnda Sunda- „Það er því viðlika ábyrgðarieysi að með lánuméé braut, vegtengingu Reykjavíkursvæðisins við Kjalarnes beint yfir Sundahöfn, Leirvog og Álfsnes eftir slíkum einkafjármögnunarleiðum. Var þá í því sambandi einnig vitnað til fjármögnunar Hvalfjarð- arganga. Þegar greint er eðli þarfanna í samfélaginu fyrir ýmsar opinberar framkvæmdir, verður Ijóst, að þarfirnar eru sífelldar og árlegar, jafnvel árlega vaxandi. Samgöngumannvirki eru af þessu taginu. Þeim verður einna helst líkt við mikinn og sam- felldan flaum forgangsröðunar þess, sem á hverj- um tíma telst allra brýnast. Hinar árlegu og brýnu þarfir og fjármögnun þeirra tekur á sig eðli brýnna rekstrargjalda fremur en fjárfestingar. Það er því viðlíka ábyrgðarleysi að fjármagna slíka mann- virkjagerð með lánum í einu eða öðru formi eins og það væri að lánsfjármagna rekstur ríkisspítal- anna í tvö eða þrjú ár með lántökum. Hvalfjarðargöngin eru að þessu leytinu annars 29

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.