AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Side 50

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Side 50
sínum um uppbyggingu og gerð hússins. Samtökin hafa einkum lagt áherslu á tvö atriði, annars vegar að hljómburður verði eins og hann gerist bestur í erlendum tónlistarhúsum, við marg- breytilegan tónlistarflutning, og hins vegar að Sinfóníuhljómsveit íslands verði búin sómasamleg aðstaða enda verði húsið aðsetur hljómsveitar- innar. Það er skoðun stjórnar samtakanna að fullt tillit hafi verið tekið til þessara sjónarmiða í álits- gerðinni sem lögð var til grundvallar í samþykkt ríkisstjórnar og borgarráðs. SAMANBURÐUR VIO FYRRI HUG- MYNDIR í fyrrnefndri álitsgerð er gerð grein fyrir þeirri hugmynd að tónlistarhúsi og ráðstefnumiðstöð, sem samþykkt ríkisstjórnar og borgarráðs miðast við. Það er eðlilegt að spurt sé að hvaða leyti þessi hugmynd sé frábrugðin því tónlistarhúsi sem stefnt var að í Laugardal að undangenginni samkeppni sem Samtök um tónlistarhús stóðu að árið 1985. Mestu munar að nú er um að ræða sameinað tón- listarhús og ráðstefnumiðstöð en ekki tónlistarhús eingöngu. Þar við bætist að ráðstefnumiðstöðin krefst tengingar við stórt hótel. Sameining tón- listarhúss og ráðstefnumiðstöðvar leiðir til hag- kvæmari rekstrar og lægri stofnkostnaðar saman- borið við það að húsin yrðu byggð og rekin hvort í sínu lagi. Hvað varðar stofnkostnað munar um 500 m.kr. Umræða um ráðstefnumiðstöð í Reykjavík var ekki á því stigi árið 1985, þegar samtökin efndu til samkeppni um hönnun tónlistarhúss, að sá valkostur að sameina tónlistarhús og ráðstefnu- miðstöð væri fyrir hendi. Gert er ráð fyrir að tón- listarhús og ráðstefnumiðstöð verði staðsett í miðborginni en Laugardalur þykir ekki heppileg staðsetning. Aðstæður hvað varðar lóð og um- hverfi eru því mjög ólíkar. Enn má nefna að enda þótt stærri salur hússins muni rúma jafnmarga og áður var áformað, þ.e. um 1.300 manns, þá verður gerð hans og uppbygging frábrugðin því sem fyrr var áformað. Á síðasta áratug hefur orðið mikil framþróun í hönnun stórra tónleikasala og er hér verið að nýta þau tækifæri sem það gefur til að ná sem bestum hljómburði fyrir margbreytilegan tón- listarflutning og ólík tónverk. Loks má nefna að allt aðrar forsendur eru nú fyrir hönnun minni salarins. í tónlistarhúsi í Laugardal var gert ráð fyrir 350 manna tónleikasal en nú allt að 750 manna fjölnota sal sem þó er fyrst og fremst hannaður sem ráðstefnusalur. Að sjálfsögðu er einnig gert ráð fyrir að salurinn verði nýttur fyrir tónleika. í þessu sambandi verður að hafa í huga að tilkoma 300 manna tónleikasalar í Kópavogi hefur mjög bætt úr brýnni þörf fyrir sali af þeirri stærð. Tónlistarhúsið í Reykjavík og Salurinn í Kópavogi munu því vinna vel saman að þessu leyti og bæta hvort annað. NÆSTU SKREF Nú hefur verið skipuð sú nefnd sem ætlað er að vinna að framgangi málsins af hálfu ríkis og borg- ar. Af hálfu Reykjavíkurborgar eru í nefndinni þau Helga Jónsdóttir borgarritari, Stefán Hermanns- son borgarverkfræðingur og Þorvaldur S. Þorvaldsson skipulagsstjóri. Frá fjármálaráðu- neyti situr Þórhallur Arason skrifstofustjóri í nefnd- inni, og af hálfu samgönguráðuneytis Árni M. Mathiesen alþingismaður. Menntamálaráðherra skipaði formann nefndarinnar og er það Ólafur B. Thors framkvæmdastjóri. Þó að samtökin tilnefni ekki fulltrúa í nefnd ríkis og borgar sem vinna mun að framgangi málsins, þá er það afar mikilvægt að samtökin taki virkan þátt í starfi nefndarinnar sem samráðsaðili. Það er enginn annar vettvangur sem nefndin getur leitað til þegar hún þarf að fá fram sjónarmið væntanlegra notenda hússins varðandi hönnun eða rekstur þess. Það verður megin verk- efni stjórnar Samtaka um tónlistarhús að tryggja nefnd ríkis og borgar slíkt samráð. Ef samtakanna nyti ekki við, þá þyrfti nefndin að byggja upp slíkan vettvang. Það hefur verið hlutverk Samtaka um tónlist- arhús að halda hugmyndinni um tónlistarhúsið lifandi í 15 ár, allt frá því að samtökin voru stofnuð áriðl 983 af framsýnu baráttufólki. Nú þegar ríki og borg hafa ákveðið að beita sér fyrir byggingu hússins þurfa samtökin með ráðum og dáð að styðja framgang málsins, með því að vera sem fyrr vettvangur notenda tónlistarhússins. ■ 48

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.