AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Side 62

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Side 62
TÆKNIHÖNNUN (Mechatronics) 3. ár, 2. misseri. Verkefnið var hugsað sem hluti af kjörbúð þar sem viðskipta- vinir pöntuðu vörur gegnum Internetið og afgreiðsla væri sjálfvirk. Skipulag verslunarinnar var skoðað og hönnunarverk- efni skilgreind. Verkefnið hér var að hanna sjálfvirkan mötunarbúnað fyrir flat- pakkaðan þurrmat (súpur, pottrétti o.s.frv.) sem skilaði vörunni í innkaupakörfu á færibandi. Hópvinna Kim Roed o.fl. vorið 1997. FARARTÆKJAHÖNNUN Nytjatæki fyrir flutninga á snjó 3. ár -1. misseri Sem forsenda var gefið að almennt bann væri sett við notkun snjósleða. Nemendur völdu ákveðinn notendahóp sem þyrfti á snjófarartæki að halda. Áhersla var lögð á markvissa hugmyndavinnu. Hönnun og mynd Kim Roed. Skrifað var undir samning þar sem eftirfarandi hugsjónum og markmiðum hinnar nýju náms- brautar var lýst. I Kennsla og rannsóknir skulu í samvinnu við iðnað og stjórnvöld stuðla að vöru/ iðnaðarfram- leiðslu í Noregi sem er samkeppnisfær á alþjóð- legum markaði en samtímis byggist á vistfræði- lega sjálfbærum lausnum, ferlum og verkháttum. I Byggja skal upp þekkingu og hæfni í vöruhönn- un sem einkennist af heildrænni nálgun viðfangs- efna og á að tryggja að hin mannlegu, vinnuvist- fræðilegu og fagurfræðilegu viðhorf og gildi vöru- notanda, framleiðanda og þjóðfélags komi skýrt fram og sé gætt innan þeirra takmarka sem tækni, fjármál, vistfræði og markaður setja vöruþróunar- verkefnum. I Með hjálp af góðum samskiptum og tengslum við hin fjárhagslegu, vistfræðilegu og tæknilegu fagsvið á hönnuðurinn að stuðla að þróun, virkni, öryggi og skilvirkni vörunnar og framleiðsluferlisins innan þess ramma sem huglæg, vinnuvistfræðileg og fagurfræðileg gildi setja. Prófessor Sigurd Stören, sem var arkitektinn að samningnum við Hydro, hóf svo leit á Norðurlöndum og víðar að hæfum aðila í prófessorsstöðuna. Niðurstaðan varð að Per Boelskifte frá Danmörku hóf störf við NTNU nokkrum dögum áður en fyrstu nemend- urnir settust á skólabekk. Hann er arkitekt og iðn- hönnuður að mennt og hafði þá starfað yfir 15 ár sem iðnhönnuður og forstjóri iðnhönnunar fyrir- tækis í Kaupmannahöfn og hafði einnig reynslu af kennslu á háskólastigi. HVAO ER TÆKNILEG IÐNHONNUN? Ferli nýsköpunar, vöruþróunar og hönnunar skarast venjulega í þróunarverkefnum og er ævin- lega unnið í samvinnu fleiri fagsviða. Algengt er að skilgreina við- fangsefni iðnhönnunar sem ferlið frá fyrstu hugmynd að nýrri vöru fram að lokaákvörðun um að hefja framleiðslu og markaðssetn- ingu. Markmiðið er að skapa vöru sem mætir þörfum og óskum ólíkra notenda og samtímis gerir framleiðslufyrirtækið samkeppnis- fært á markaði. Við námsbrautina í Þrándheimi er lögð áhersla á breiða þekkingu á tæknilegum og félagslegum þáttum hönnunar, hvernig varan virkar, er framleidd, túlkuð og ekki síst endurnýtt. Það fagsvið sem hér er rætt um kallast á ensku „Industrial Design Engineering" eða „Product Design Engineering". Hér hefur yfirskriftin Tæknileg iðnhönnun verið notuð, hugsanlega væri betra að nota orðið hönnunarverkfræði eða iðnhönnunarverkfræði. NÁNSFYRIRKOMULAG Námið er í dag 5 ár og lýkur með M.Sc. gráðu í verkfræði. Nú eru teknir inn 20 nemendur á ári, en fráfall frá námi er hverfandi. Námsskráin er föst í sniðm og valnámskeið koma fyrst á fjórða ári. Stór hluti námsins er sameiginlegur með vélaverk- fræðideildinni, s.s. grunnnámskeiði í heimspeki og 60

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.