AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Qupperneq 76

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Qupperneq 76
varúð og með sjálfbærum hætti, svo sem minnst spillist líf og land. I) Að stuðla að endurheimt landgæða. 4) Að stuðla að því, að viðkvæm svæði á hálendinu verði ekki skert á ókomnum árum. 5) Að stuðla að framkvæmd alþjóðasamninga um verndun umhverfis jarðar, hafa samvinnu við erlend umhverfissamtök og taka þátt í alþjóðlegum ráðstefnum um umhverfismál. 6) Að gangast fyrir ráðstefnum og fyrirlestrum um efni, sem starfssvið samtakanna nær til, og fræðslu um umhverfismál og mikilvægi þeirra í þjóðfélagi nútíðar og framtíðar. J) Að vera vettvangur annarra náttúruverndar- og umhverfissamtaka til átaka og samvinnu um brýn umhverfisverkefni. 8) Að taka þátt í mótun umhverfisstefnu, sem samræmist ofangreindum markmiðum. ©) Að vera vettvangur til að sætta ólík sjón- armið um nýtingu landsgæða. Gert er ráð fyrir fulltrúaráði, sem skipað skal allt að 50 mönnum. Það verður afar mikilvægt í starfi samtakanna. Því er ætlað að marka stefnuna í öllum meginatriðum og taka afstöðu til mikilvægra mála. Stjórn samtakanna gerir tillögu til aðalfundar um skipan fulltrúaráðs, en fékk heimild stofnfundar til að skipa fulltrúaráð nú strax til bráðabirgða fram að næsta aðalfundi. Að skipun fulltrúaráðs er nú unnið. Lögð verður áhersla á að í því eigi sæti full- trúar sem flestra stofnana sem að umhverfis- málum starfa eða hagsmuna hafa að gæta í sam- bandi við umhverfismál. í stjórn Umhverfisverndarsamtaka íslands sitja auk undirritaðs, sem er formaður, Vigdís Finn- bogadóttir, heiðursforseti, Guðfinna Bjarnadóttir, varaformaður, Óskar Magnússon, ritari, Margrét Guðmundsdóttir, gjaldkeri, og meðstjórnendur eru Gunnar G. Schram, Júlíus Sólnes og Steinunn Sigurðardóttir. Árný E. Sveinbjörnsdóttir og Einar Már Guðmundsson eru varamenn. Samtökin hafa opnað skrifstofu að Laugavegi 13. Síminn er 5515172. Jóhanna B. Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri. Sem betur fer hefur skilningur landsmanna á þeirri skyldu okkar að græða landið og endur- heimta skóginn farið hraðvaxandi. Þeim fjölgar ört, sem leggja stund á skógrækt. Skógræktarfélögin hafa unnið mikið starf og Landgræðsla ríkisins hefur unnið stórvirki, breytt eyðimörkum í gróið og grösugt land. Því nefni ég þetta, að árum saman var umhverf- isvernd okkar íslendinga bundin við að endur- heimta það, sem glatast hafði. Það er ekki fyrr en á síðustu tveimur eða þremur áratugum, sem skilningur vaknar á því, að ekki er síður nauðsyn- legt að varðveita ýmis þau djásn, sem við eigum í íslenskri náttúru. Og það er fyrst nú á síðustu árum, að íslendingum, að minnsta kosti mörgum, verður Ijóst, að skyldur okkar í umhverfisvernd eru enn víðtækari, í raun hnattrænar. Segja má okkur til afsökunar, að stutt er síðan menn fóru almennt að gera sér grein fyrir því eða viðurkenna, að maðurinn er með sínum miklu framkvæmdum að ganga svo á auðlindirnar og spilla svo því um- hverfi, sem líf á jörðu byggist á, að til stórra erfið- leika horfir. Sem betur fer hafa á síðustu árum sprottið upp mörg félög og samtök hér á landi, sem láta sig varða umhverfisvernd á flestum sviðum. Þau vinna flest mikilvægt starf hvert á sínu sviði. Þegar um stærri eða almennari verkefni er að ræða þurfa þau að vinna saman. Þannig verður þunginn meiri og árangur líklegri. Sjálfur er ég ekki í minnsta vafa um það, að umhverfismál og sjálfbær þróun í hnattrænum skil- ningi verða mikilvægustu mál mannkyns á nýrri öld. Það er von þeirra, sem að stofnun Umhverfis- verndarsamtaka íslands standa, að þau megi stuðla að því að breið samstaða náist hér á landi um umhverfismál, samstaða, sem skipi okkur íslendingum í fremstu röð þjóða í þeirri viðleitni að tryggja komandi kynslóðum heilbrigt umhverfi og traustan grundvöll á að byggja. ■ 74
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.