AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Page 14
ÞORVALDUR S. ÞORVALDSSON, BORGARARKITEKT/HELGA BRAGADÓTTIR, SKIPULAGSFULLTRÚI
í Kvosinni séð frá Hólavallamyllu um 1872. Áberandi byggingar eru stjórnarráðshúsið (hvítt með dönskum fána við
hún), dómkirkjan með fyrsta tvílyfta timburhúsið á vinsti hönd (Lækjargata 4) og Lærði skólinn (MR með bókhlöðun-
ni-íþöku - á hægri hönd. Yfir skólann ber Hegningarhúsið við Skólavörðustíg við húsin en það er reist 1872.
DEVELOPMENT POLICY - LOCAL PLANS
DEVELOPMENT POLICY FOR THE CITY CENTRE
Þróunaráœtlun-deiliskipulag
Arið 1997 tóku Reykjavíkurborg og Mið-
borgarsamtökin höndum saman um að
vinna að gerð þróunaráætlunar fyrir
miðborg Reykjavíkur. Borgarskipulagi
Reykjavíkur var falin umsjón verkefnis-
ins og naut við það aðstoðar enska ráð-
gjafarfyrirtækisins Bernard Engel Architects Planners
(BEAP). Unnið var í náinni samvinnu við ýmsa þá sem
hagsmuna eiga að gæta í miðborginni en þar má nefna
íbúa, kaupmenn, Miðborgarsamtökin, Þróunarfélag
Reykjavíkur, fjármálafyrirtæki, fjármálastofnanir, nefndir
og stofnanir borgarinnar o.fl.
í ársbyrjun 1998 var þróunaráætlun skipt í tvo hluta:
stjórnunarþátt og skipulagsþátt. Sérstök Miðborg-
arstjórn var sett á laggirnar og henni falin stjórnunar-
þátturinn en Borgarskipulagi Reykjavíkur falin umsjón
skipulagsþáttarins.
Gerð þróunaráætlunar fyrir miðborgina er brautryðj-
andastarf hér á landi og ný leið sem byggist á aðferðum
sem hafa þróast í nágrannalöndum, sérstaklega á Bret-
landseyjum.
Margir hafa komið að þessari vinnu en upphaflegur
hvati var samvinnuverkefni sem unnið var með fulltrú-
um hagsmunaaðila við Laugaveg um kannanir og mat
á verslun og þjónustu við Laugaveginn.
Eins og þegar hefur komið fram voru kallaðir til sam-
starfs enskir ráðgjafar frá þekktu alþjóðlegu ráðgjafar-
fyrirtæki en fyrir þeim fór Richard Abrams arkitekt, sem
12