AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Síða 16

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Síða 16
Grófin, deiliskipulag. ingu liggja fyrir en meö megináherslu á miöborgina. Þessi vinna er í beinu framhaldi af gerö þróunaráætlun- arinnar sem er hluti forsagna viö gerö deiliskipulags. Þetta átaksverkefni er viöbót viö þá vinnu sem sífellt er í gangi viö endurskoðun skipulags og viö skipulag nýrra hverfa. Grunnvinna aö skipulagsgerö svo sem forsögn og rammaskilmálar hefur veriö unnin á Borgarskipulagi (skipulagsdeild á skipulags- og byggingarsviöi í dag) en skipulagsvinnan sjálf er unnin af sjálfstætt starfandi ráögjöfum. í byrjun árs 2002 eru um 20 ráðgjafarstofur aö vinna aö skipulagsgerð á vegum borgarinnar og af þeim fjölda er um helmingur verkefni á miðborgar- svæöinu. í upphafi átaksins fór fram forval meöal ráögjafarstofa og inn á milli hefur verið skotiö samkeppni, eins og um framtíðarskipulag í Grafarholti þar sem byggö er nú aö rísa, einnig um byggö í Höllum, Hamrahlíðarlöndum og Úlfarsárdal og hugmyndasamkeppni hér í hjarta miö- borgarinnar um tónlistarhús, ráöstefnumiöstöö og hótel (TRH) sem nýlega er lokið. Um tvö síöast nefndu dæmin er fjallað sérstaklega hér annars staöar í heftinu. í undirbúningi er útboö á samkeppni um vesturhluta gömlu hafnarinnar og nán- asta umhverfi í framhaldi TRH samkeppninnar. Einnig er stefnt aö hugmyndasamkeppni um byggö í Vatns- mýri. í samvinnu viö Háskóla íslands er stefnt aö sam- keppni um skipulag háskólalóðarinnar í heild á árinu 2003. Áhersla hefur veriö lögö á endurskoðun skipulagsreita sem liggja meö Laugavegi og nýta til þess þróunar- áætlunina og styðja þar meö viö uppbyggingu og endur- gerö húsa viö aðalverslunargötu höfuöborgarinnar. Náiö hefur veriö fariö í skoðun á varöveislugildi húsa, götumynda og heilla reita og stuöst þar að verulegu leyti viö þemahefti aöalskipulagsins 1996-2016. Húsvernd í Reykjavík og varöveisluáætlun þróunar- áætlunarinnar. Verslunargata eins og Laugavegur þarf að vera í sífelldri endurskoöun vegna breytinga í verslunarrekstri og verslunarháttum en um leið þarf aö halda í sérstööu götumyndarinnar - andrými Laugavegarins. Eöa eins og segir í hefti þróunaráætlunarinnar um verndun og uppbyggingu: „Eitt helsta viöfangsefni deiliskipulags í miðbænum verður aö vinna á skapandi hátt meö þessar andstæður í bæjarmyndinni, draga úr þeim eöa skerpa eftir atvikum, þannig að sjónarmið verndunar og uppbygg- ingar geti sem best farið saman. Meö því móti er best hægt aö tryggja aö miðborg Reykjavíkur haldi sérkenn- um sínum og svipmóti. Þetta á ekki aðeins viö um ein- stök hús heldur einnig yfirbragð húsaraöa, gatna og hverfishluta." Áhersla er lögö á aö finna svæöi þar sem hægt er aö sameina lóðir eöa byggja inn í reiti til aö skapa rými fyrir nútíma þjónustustarfsemi. Samkvæmt fyrirliggjandi skipulagstillögum er gert ráö fyrir aö hægt sé aö koma fyrir um 50.000 m2 af verslun- ar- og þjónusturými í nýbyggingum viö Laugaveg (Kringlan er í dag um 52.000m2). Þaö er ýmislegt í borgarmyndinni sem gerir Reykjavík aö sérstæöri borg og okkur ber aö halda í. Borgin er ekki samfelld randbyggö meö götum eins og ýmsar eldri borgir en hefur sín sérkenni, fegurö og marg- breytileika sem viö viljum eiga áfram en um leiö viljum viö vera framsækin og djörf þar sem færi gefst. Náiö samstarf er viö embætti borgarverkfræðings (umhverfis- og tæknisviö) viö undirbúning skipulags- vinnu og viö hafnarstjóra um reiti í og viö hafnarsvæðin. Áhersla hefur veriö lögö á kynningar til íbúa og hags- munaaðila og samstarf viö borgarbúa eins og kostur er. Áöur en formleg skipulagsvinna hefst á reit er öllum íbúum og hagsmunaaöilum send tilkynning um aö end- urskoðun standi fyrir dyrum og óskað eftir ábendingum. Þegar fyrir liggur frumtillaga er hún oft kynnt hags- munaaðilum og enn er tillaga kynnt þegar hún hefur fengiö samþykki í meginatriöum. Aö lokum er skipulagstillagan auglýst í lögformlegri kynningu og óskaö eftir skriflegum ábendingum og at- hugasemdum áöur en borgaryfirvöld samþykkja endan- legt deiliskipulag. Viö þessa miklu skipulagsvinnu hefur reynt á skipu- lagslögin og reglugerð frá 1998 og er reynslan aö hiö eiginlega vald á deiliskipulagsgerö sem stefnt var aö
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.