AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Page 17

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Page 17
því aö flyttist alfarið til sveitarfélaga hangir enn á ýmsum þráöum sem liggja til Skipulagsstofnunar ríkisins og eins að í sumum atriöum þarf nauösynlega aö taka á sérstööu höfuðborgar- svæöisins gagnvart minni þéttbýliskjörnum viö lagasmíö og samningu reglugeröar. Gott skipulag í miðborginni eins og annars staðar er grunnur aö uppbyggingu, viðhaldi, end- urnýjun og góöu umhverfi fyrir komandi kyn- slóðir. Deiliskipulag á nýbyggðasvaeðum Víöa í borginni er unniö að deiliskipulagsgerð ýmist á þegar byggöum svæöum vegna end- urnýjunar og breyttra forsendna eða á ónumdu landi til framtíðarbyggðar. Þegar efnt var til hugmyndasamkeppni á Grafarholti áriö 1996 var í fyrsta sinn ráöist í skipulag byggðar austan Vesturlandsvegar. í samkeppninni var gert ráö fyrir að velja til fyrstu verðlauna tillögu sem yrði ramma- skipulag fyrir hverfiö en aö verðlaunahafar allir (1. til 3. verðlaun) fengju afmarkaða hluta til deiliskipulagningar. Fyrstu verölaun hlutu arkitektarnir Höröur Haröarson og Þorsteinn Helgason, Kanon arkitektar hlutu önnur verö- laun og arkitektarnir Guömundur Gunnarsson og Sveinn ívarsson þriðju verölaun. Þessar stofur hafa síö- an unnið deiliskipulag innan rammaskipulagsins á Grafarholti. Meginhugmynd rammaskipulagsins um meginæö (Kristnibraut) á miöju holtinu endilöngu hefur haldiö og meðfram henni eru staðsettar þjónustulóöir frá hitaveitutönkunum inn aö Reynisvatni. Heildarfjöldi íbúöa á Grafarholti veröur um 1500 og er vesturhluti svæöisins nú í hraöri uppbyggingu. Austasti hluti svæðisins, um 900 íbúöir, er nú í úthlutun. Þegar deiliskipulagi Grafarholts var lokiö lá fyrir aö næstu svæöi sem yröu skipulögð væru í suöurhlíðum Úlfarsfells handan Úlfarsár, almennt kölluö Halla- og Hamrahlíðalönd, alls um 130 ha. Áöur en kom að sjálfri skipulagsvinnunni var ákveðið aö stækka skipulagssvæðið með suðurhlíðum Úlfars- fells og bökkum Úlfarsár, allt austur undir Hafravatn. Landsvæöi þetta féll í hlut Reykjavíkur viö makaskipti á landi, með samningum milli Reykjavíkurborgar og Mos- fellsbæjar. Viö þá stækkun varö skipulagssvæðið alls um 450 ha. Meö stækkuninni varö svæöiö eitt stærsta samfellda skipulagssvæði höfuöborgarinnar og án efa eitt ákjós- anlegasta byggingaland borgarinnar. Mikilvægt var því aö vel tækist til um skipulagningu þess. í Ijósi reynslunnar af skipulagi Grafarholts, var valin svipuö aðferðafræði. Stefnt var fyrst aö gerö ramma- skipulags af svæöinu öllu, þar sem kæmu fram megin- markmiö skipulagsins og vinna síðan einstök deiliskipu- lagssvæöi innan þess eftir því sem þörf krefði. Þannig gæfist kostur á aö ná fram heildarsýn til aö undirbúa áætlanagerö og forhönnun áður en kemur aö deili- skipulagi einstakra hverfa. Meö auglýstu forvali voru valdir 6 skipulagshópar til aö taka þátt í gerö samanburðartillagna, þar sem ein til- laga yröi á endanum valin sem grunnur aö ramma- skipulagi. Öörum skipulagshópum sem valdir væru til þátttöku gæfist síðan kostur á að koma aö deiliskipula- gi einstakra svæöa í framhaldinu. Þeir hópar sem valdir voru til þáttöku voru: Arkitektastofan Úti og inni sf, ásamt Landslagi ehf og VSB verkfræðistofu. Teiknistofan Tröö og Kanon arkitektar. Björn Ólafs og VA arkitektar. Teiknistofan Ármúla. Batteríiö arkitektar meö Land- mótun ehf og VST verkfræðistofu. Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guöjónsson og félagar meö Landark landslagsarkitektum. Forvalið fór fram undir stjórn Árna Þórs Sigurðssonar formanns skipulags- og byggingarnefndar. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 21. febrúar 2001 var síðan skipaöur rýnihópur undir stjórn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarfulltrúa. Til- gangur verkefnisins aö mati rýnihópsins var aö ná fram því besta sem er aö gerast í skipulagsmálum, aölagaö íslenskum staöháttum, samræmt markmiöum í svæöis- skipulagi höfuöborgarsvæöisins og Aðalskipulagi Reykjavíkur. Lykilatriöi sem lögö voru til grundvallar viö mat á tillögum voru eftirfarandi: Umhverfis- og búsetugæði, góö heildarhugmynd, skýr sýn á meginmarkmið 15

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.