AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Side 48

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Side 48
JÓN BJÖRNSSON, SÁLFRÆÐINGUR THE VOICE OF THE PUBLIC IN REYKJAVÍK Almannarómur í Reykjavík viöhorf Reykvíkinga til framtíðar borgarinnar og borgar framtíðarinnar verkefninu FRAMTÍÐARBORGIN sem efnt var til á árunum 2000-2001 var leitast viö að stofna til sam- ræöu við borgarbúa um framtíðarhlutverk og þjónustu Reykjavíkurborgar. í ritinu ALMANNA- RÓMUR. Viðhorf Reykvíkinga til framtíðar borgar- innar og borgar framtíðarinnar er gerð ítarleg grein fyrir verkefninu, en þar var um athyglisverða nýjung að ræða. Leitað var skoðana borgarbúa um framtíð borg- arinnar með ýmsu móti: með rýnihópum, opnum fund- um, málþingum, sþurningakönnunum o.s.frv. Nokkrar niðurstöður voru kynntar í blaðinu „Framtíðarborgin Reykjavík - raddir borgarbúa”, sem borið var í öll hús snemma árs 2001. Að því búnu var gerð skoðanakönn- un meðal borgarbúa í febrúar- og marsmánuði 2001. Meginatriðin sem fram komu í þeirri könnun eru kynnt í fyrsta hluta ofangreinds rits, en tæmandi greinargerð um könnunina má nálgast á heimasíðu Reykjavíkur- borgar (reykjavik.is). Að auki er drepið á nokkrar niður- stöður úr þjónustukönnunum Reykjavíkurborgar frá ár- unum 1996, 1999 og 2000. Annar hluti ritsins hefur að geyma skilaboð, hug- myndir, spurningar og athugasemdir sem fram komu í áður nefndri samræðu um framtíð borgarinnar. Þessum skilaboðum er skipað í níu flokka, sem bera heiti “hinna níu lífa Reykjavíkurborgar”. Þar er aðeins um handa- hófskennt úrval umræðunnar að ræða og ber engan veginn að líta á það sem niðurstöðu hennar. Sú niðurstaða er ekki til í öðru formi en þeirri umhugsun 46

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.