AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Page 61

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Page 61
Megininnkaup af gjafavöru fyrir jólin 2001 eftir svæöunv. (önnun Gallup 2002 Mynd 3. Main purchases of Christmas gifts 2001 by district. Gallup Poll, 2002. veltu smásöluverslunar eftir hverfum á höfuöborgarsvæöinu (Verslun á höfuö- borgarsvæöinu, 2001). Eins hefur Þróunarsviö staöiö aö viðamiklum kön- nunum á þjónustu borgarinnar og ýmsum sértækari könnunum t.d. á lífsskoðunum borgarbúa og jólaverslun landsmanna 2001 svo dæmi séu tekin (sjá mynd 3). í vinnslu er úttekt á flutningum innan sem og til og frá höfuðborgarsvæðinu síöasta áratuginn 1991 - 2001. Á árinu verður farið út í viöamikla könnun á húsnæöis- og bú- setuóskum ólíkra félagshópa meö „visual preference” aöferöinni. Samráð og samstarf við borg- arbúa: Á síöustu misserum hafa borgaryfirvöld lagt mikla áherslu á að auka og bæta sam- ráð og samstarf viö íbúa borgarinnar og þátttöku þeirra í ákvöröunum. Hér aö neðan eru þau helstu talin upp; Framtíðarborgin. Þetta er viöamikiö samráðsverkefni milli borgaryfirvalda og almennings sem unnið var á árinu 2000 undir stjórn Þróunarsviðs. (Sjá grein um þetta efni í blaðinu). Atkvæðagreiðsla um framtíð Vatnsmýrar sem fram fór 17. mars 2001. Samráösskipulag. Á árinu 2002 hafa þegar veriö haldnir tveir samráðsfundir meö almenningi um skipu- !ags- og umhverfismál. Þá er áformað íbúaþing í byrjun maí í Vesturbænum. Forvarnir og nýbúamál: Þróunarsvið hefur tekiö virk- an þátt í verkefnum sem lúta aö stefnumótun í fíkni- efnavörnum og stefnumótun fyrir fjölmenningarlegt samfélag í borginni þmt. undirbúningi aö stofnun al- þjóöahúss. Hverfabundin þjónusta. í október 2001 samþykkti borgarráö tillögu um skiptingu borgarinnar í 4 borgar- hluta og 8 hverfi (sjá mynd 4). Þaö verður eitt af meg- inverkefnum borgarstarfsmanna næstu misseri aö móta hvernig hverfaþjónustu veröur komiö á í borginni. Miðlun upplýsinga Samráö viö borgarbúa er nátengt miölun upplýsinga til þeirra. Þróunarsviö í ráöhúsi gegnir mikilvægu hlut- verki viö upplýsingamiðlun. Dæmi um nýleg verkefni eru: Borgin í bítiö. Síðastliðið haust hleypti Þróunarsviö í ráðhúsi í samvinnu viö Borgarfræöasetur af stokkun- um fundarröö um borgarmálefni í formi morgunveröa- funda sem haldnir hafa verið mánaöarlega í vetur á Grand hóteli. Þróunarsvið sér um útgáfu Árbókar Reykjavíkur og hefur samvinnu viö tölfræðistofnanir höfuöborga Noröurlanda um samræmdan gagnagrunn 16 stærstu borgarsvæöa á Norðurlöndum (Nordstat verkefniö). Stefnumétun Sem dæmi um stefnumótun sem samþykkt hefur ver- iö af borgaryfirvöldum og mikilvægt er aö hafa hliðsjón af viö mótun rannsóknaverkefna má nefna: ■ Upplýsingastefna Reykjavíkurborgar hefur þaö að leiöarljósi aö Reykjavíkurborg veiti áreiðanlegar og að- gengilegar upplýsingar um starfsemi sína og starfs- hætti. ■ Fjölmenningarlegt samfélag. Stefnumótunin hefur aö leiöarljósi aö reykvískt samfélag fái notiö fjölbreytni í mannlífi og menningu þar sem þekking, víösýni, jafn- rétti og gagnkvæm virðing einkennir samskipti fólks af ólíkum uppruna. ■ Umhverfisstefna. Stefnt er aö því markmiði aö Reykjavík veröi vistvænasta höfuöborg noröursins. Hluti af umhverfisstefnu Reykjavíkur er Staöardagskrá borgarinnar. Eins er mikilvægt aö fylgja stefnumótun skipulags- áætlana eftir meö rannsóknavinnu. Hlutverk Þróunar- sviös í ráðhúsi í samvinnu viö skipulagsyfirvöld er aö vinna aö því að stærri skipulagsáætlanir byggist á sem traustustum félags-, efnahags- og þjónustulegum for- sendum til þess aö þær veröi sem raunhæfastar. 59

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.