AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Page 72

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Page 72
HARALDUR SIGURÐSSON, SKIPULAGSFRÆÐINGUR LISTASAFN REYKJAVÍKUR Ljósmyndir: Hreinn Magnússon. göa umhverfis og útþynningar staöbundinnar menningar, einkum í hinum vestræna heimi. Borgir nútímans bera í æ ríkara mæli alþjóð- legt yfirbragö sem birtist hvaö greinilegast í hinu byggöa umhverfi; húsbyggingum, götu- gögnum og samgöngumannvirkjum. Landslag borga er um margt einsleitara en áöur, ekki síst í nýrri borgarhlutum, og oft og tíðum er fátt í hinu byggða umhverfi sem gefur vísbend- ingar um þann menningarheim sem borgin er sprottin úr. Jafnhliöa alþjóöavæðingu hins byggöa umhverfis verður samfélag borgaranna sífellt fjölþjóölegra og fjölbreyttara. Alþjóðavæðing hins byggöa umhverfis er alls ekki forsenda þess aö borgin geti talist alþjóöleg og hafi aðdráttarafl á alþjóöavett- vangi. þvert á móti getur hiö einsleita borgar- landslag markaössamfélagsins dregiö úr aö- dráttarafli borgarinnar. Ein meginforsenda þess aö borg standist samanburð á alþjóða- REYKJAVÍK: INTERNATIONAL CITY Emphasisin the Development Plan of Reykjavík 2001-2024. Reykjavík alþjóðleg borg Asíðustu áratugum hafa alþjóöasamskipti færst mjög í vöxt meö bættum sam- göngum og fjarskiptum og auknu frelsi í heimsviöskiptum. Staöa Þjóðríkisins hefur veikst og er samstarf og sam- keppni á alþjóðavettvangi nú í aukn- um mæli milli borgarsvæöa en ekki einvörðungu milli þjóöríkja. Borgir keppa sín á milli um staösetningu öflugra fyrirtækja, ekki síst á sviöi hátækni, aö laða til sín vel menntað vinnuafl og ferðamenn, aö halda sýningar, íþrótta- og listviðburði, ráðstefnur og aöra alÞjóðlega viöburöi. í takt viö þetta miðast stefna borg- aryfirvalda í auknum mæli viö aö styrkja stöðu borg- arinnar á alþjóðavettvangi. Á grundvelli þessarar þróunar er ein af megináherslunum í aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 til 2024 að styrkja Reykjavík sem alþjóölega borg. Hin alþjóðlega borg og sérstaða Reykjavíkur Tuttugasta öldin var öld alþjóðavæðingar hinbyg- vettvangi er sérstaða hennar, þ.e. hvaö gerir hana frá- brugöna öörum borgum. Þó margt í hinu byggöa um- hverfi í Reykjavík beri sterk alþjóðleg einkenni þá leikur enginn vafi á því aö Reykjavík hefur mikla sérstööu sem borg. í því sambandi nægir aö nefna hina einstöku náttúrulegu umgjörð, grænu svæöin innan borgarinnar og tengslin við útivistarsvæöin og hina sérkennilegu og fjölbreyttu byggingarlist sem einkennir miöborgar- svæöiö. Ef styrkja á Reykjavík sem alþjóðlega borg ber umfram allt aö viðhalda og undirstrika sérkenni hennar, jafnhliða því sem gæöi byggöarinnar eru aukin. Hvernig alþjóðleg borg? Meö hvaöa hætti á Reykjavík aö vera alþjóðleg? í aöalskipulaginu er lögð áhersla á aö Reykjavík veröi alþjóöleg í þeim skilningi aö: ■ Reykjavík sem höfuðborg landsins veröi verðugur útvöröur landsins í alþjóöasamfélaginu ■ Reykjavík hafi buröi til aö standast samkeppni viö aörar sambærilegar borgir: ■ um alþjóðleg fyrirtæki 70

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.