AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Qupperneq 86

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Qupperneq 86
GUÐNI JOHANNE CASA BONA - „The Good House“ Húsið góða - Casa Bona heimsókn til kollega minna í borginni Tempe í suö- vesturhluta Bandaríkjanna 1992 var mér boðið í heimahús í nýju einbýlishúsahverfi, sem að hætti manna þar er innan hárrar girðingar sem verðir með hunda gæta. Þetta voru rúmgóð og glæsileg einbýlishús með sundlaug og tvíbreiðum bílskúr og kostuðu að sögn húsráðenda svipað og góð íbúð í Hlíð- unum. Ég varð að sjálfsögðu forvitinn að sjá hvernig húsin væru byggð upp og fór þess vegna í göngutúr yfir í þann hluta hverfisins sem enn var í byggingu og þar gat að líta hús á mismunandi byggingarstigi. Það sem helst kom á óvart var að þessi hús sem við fyrstu sýn virtust vera efnismikil steinhús voru byggð upp með léttri timburgrind sem á var dregið hænsnanet og síðan múrhúð. Súlur og önnur stoðvirki sem gáfu húsunum afar traustlegt úlit voru formuð úr einan- grunarplasti, hænsnaneti og múrhúð. Það sem einnig vakti athygli mína var að í stað þess að fylla timbur- grindina með steinull voru menn í því að skera stíft einangrunarplast inn á milli timburstoðanna, sem voru bæði bognar og undnar í sólarhitanum og virtist þetta vera afar önugt í framkvæmd. Þarna vaknaði sú hugmynd sem hefur fylgt mér síðan, nefnilega að með því að nota blikkstoðir í stað timburstoða væri hægt að skera til efni í einangrun og burðargrind með mikilli nákvæmni og fella saman á byggingarstað með lítilli fyrirhöfn. Þar sem við á Bygg- ingatæknideildinni við KTH á þessum tíma vorum með verkefni um notkun EPS einangrunarplasts í útveggjum hófst ég þegar handa þegar heim var komið að gera tilraunir með þessa tækni. Fyrsta verkefnið unnu tveir nemendur mínir sem prófverkefni í byggingarverkfræði og niðurstaðan úr því verkefni var tillaga að nýrri veggjagerð þar sem tveir U-prófílar úr blikki læstu saman einangrunarplötum sem höfðu verið skornar til sérstaklega með raufum sem flangsarnir gengu inn í. Veggnum er síðan lokað að ofan og neðan með U prófílum sem hafa raufað miðstykki þannig að varmaleiðnin verður svipuð og í gegnum timburstoðir. Þessi vegggerð sýndi sig hafa óvænta eiginleika m.t.t. burðar þar sem plastið studdi að blikkinu þannig að það gat ekki skældast og veg- gurinn gat tekið á sig mun meira álag en með frítt standandi blikkstoðum. Það varð einnig strax Ijóst að efnisverð var hagstætt og tími sem fór í uppsetningu var í lágmark. Fyrsta tilraunahúsið var 13 fermetra gestahús sem lektorinn okkar vildi reisa sér við sumarhús sitt á eynni Söderöra í skerjagarðinum við Stokkhólm. Gólf, veggir og þak voru úr þessu kerfi með 200 mm einangrun. Blikkinu var staflað í bátinn hans og plastið var bundið saman og tekið á seil eftir bátnum. Kl. 9 um morgun var hafist handa og um fimmleytið var húsið risið, einangrað og lokað. Heimferðin var hins vegar ekki eins auðveld. Þetta var kvöldið sem Estónia fórst og í myrkri og öskrandi særoki bar okkur upp á grunn. Um þessar mundir hóf ég samstarf við Sten Engwall sem um árabil hafði unnið að þróun á sérstakri gerð skriðkjallara fyrir einbýlishús með heildarlausn fyrir lagnir, hitun og loftræstingu. Hann sá í hendi sér að með þessu nýja byggingarkerfi mætti ná fram mjög hagkvæmri heildarlausn. Hann stofnaði um þetta fyrir- tæki sem framleiddi einingahús með þessum lausnum undir vörumerkinu TEEG. Þetta eru hús sem ekki skera sig úr annarri sænskri einingahúsaframleiðslu í útliti en voru hins vegar ódýr í innkaupum og hagkvæm í rekstri og gæði loftslags innanhúss uppfylltu fyllstu kröfur sænska astma- og ofnæmissambandsins. Sten var af- skaplega duglegur að kynna þetta framtak sitt meðal ráðamanna sem og hugsjónir sínar um stórkostlega lækkun byggingarkostnaðar. Hans Werthén, fyrrverandi forstjóri Elektrolux, kom að fyrirtækinu sem eigandi og 84
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.