AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Page 91

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Page 91
arins. Huröirnar má opna algjörlega um sumur út í beran berggarðinn til hliöar sem er ætlað aö veröi aö hluta til undir léttu stálskyggni þannig aö skil þess sem er úti og inni hverfast saman. Sama má segja um þakgluggann er blasir viö sem kennileiti frá geysistórri verönd ofan á þaki viðbyggingar en veröndin mun vera klárlega umlokin tveggja metra háum bleiklituðum vegg á alla kanta er sker staðinn lárett og veitir viömiö frá ólíkum sjónarhornum baklands Laugavegarins. E.t.v. má segja aö um óbeina tilvísun sé aö ræöa í verk Luis Barragans, meistara Ijóss og skugga. Eldra húsiö hafði upphaflega burðarvegg eftir miöju húss sem var algjör- lega fjarlægöur en l-stálbitar voru haföir sýnilegir til aö minna á þessa flóknu aðgerð verkfræðinnar. Viö hönn- un innanhúss var haft aö markmiöi aö skapa sem kraftmest og snöggt sjónrænt og hreyfikennt flæöi er kallast á viö heföbundnara yfirbragð s.s. kemur fram í mýkt viðarklæðninganna og hvítu leðri húsgagnanna. Gestir staöarins færast í þröngum rýmum til víðari á stööugri ferö sinni um staðinn og eru því í ríkri snerting- u viö arkitektúrinn og aöra gesti og miðar því heild- armyndin að því aö brotið sé upp á samræöum gesta á milli. Veitingastaönum er ennfremur á mildan hátt skipt í 4-5 meginrými er öll flæða saman nátengd, fyrst er „götukaffihúsið” innan viö fiskabúrsgluggann viö Lauga- veginn, síöan barinn handan stigans er líkt og flýtur í lofti í þyngdarleysi frá vissum sjónarhornum og myndar hliö inn í innviði staöarins ásamt skáhallandi og odd- hvassri viöarklæddri miðsúlu er gengur upp tvær hæöir hússins og geymir loftræstibúnaö staðarins. Barinn er sporöskjulaga aö formi til er ýtir undir flæöi og kynningu gesta en niðurfellt loft ofan hans er alsett Ijóskösturum er sýnast jafnt óreglulega sem reglulega settir niður allt eftir sjónarhorni líkt og hefðbundinn hnitaskúlptúr Sol Lewitts eöa órólegar súlnastaösetningar Alvar Aaltos. Undir sætum gesta er gler milli hæöa og heldur kómískt er og spennandi fyrir ýmsa grallara aö horfa á dinglandi fætur neðan frá kjallarahæö hússins. Barstólar eru sér- staklega hannaöir fyrir staðinn en í fótum stólanna kallast saman í kímni kvenleg sveiflukennd form og karlmannleg reisn. Loftið niöurfellda er smáhallar niöur að lágmarkslofthæð eftir því sem innan dregur í staöinn opnast skyndilega er aö dansgólfi kemur meö aðlögun aö hvössum þríhyrndum þakglugganum jafnframt því sem gólf fellur um nokkur þrep og skapar meö því ákveöin skilyröi óvæntrar undrunar í skynjun rýmisins eins og skapaö var á sama hátt t.d oftsinnis í hönnun mannvirkja þeirra Frank Loyd Wrights eöa Gunnars Aspelunds. Efsta hæö hússins er hugsuð fullbúin sem hljóðlátur veitingastaöur þar sem útsýni er út á Laugaveg og niður þrjár hæöir viö glugga í þversniöi. 89

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.