AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Side 96

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Side 96
einstakra rýma án þess aö önnur starfsemi raskaðist. Byggingin er mynduð af þremur meginhlutum, skrif- stofuhúsi og rannsóknarbyggingu sem tengjast um miörými undir glerþaki en miðrýmið hýsir m.a. móttöku, fyrlestrarsal og búningsherbergi starfsmanna. Segja má að miðrýmið sé hjarta hússins, um það fara starfs- menn jafnt sem gestir og þar hittast menn á „förnum vegi” og skiptast á skoðunum. Aðalstigi byggingarinnar og lyfta eru í miðrými. Miðrýmið myndar með skrifstofu- húsinu gönguás sem tengir bygginguna við háskóla- svæðið og fyrirhugaðar nálægar byggingar og eru inn- gangar byggingarinnar á ásnum. Gengið er yfir brýr að inngöngum. Aðalinngangur byggingarinnar er á suð- austurhlið en gegnt honum er aðkoma gangandi frá vxvonianis háskólasvæðinu. Móttaka er í miðrými og við hana inngangar í rannsóknarbyggingu og skrifstofuhús. Frá móttöku er góð yfirsýn yfir aðalinngang svo og funda- og kynningasal og kaffistofu. „Háskólainngangur” og aðaldyr fyrirlestrarsalar eru næst móttöku. Aðalstigi og lyfta svo og stigahús skrifstofuhúss eru staðsett innan öryggissvæðis og því lokuð óviðkomandi umferð. Tölvumiðstöð er yfir fyrirlestrarsal en tæknirými og inntök undir honum og er aðkoma að tæknirými um tröppur næst „háskólainngangi”. Búningsherbergi liggj- a við aðalinngang og er aðkoma að þeim innan öryggis- svæðis. Búningsherbergi eru á öllum hæðum hússins. Skrifstofuhús hýsir auk móttökusvæða stjórnunarsvið og meginhluta upplýsingatæknisviðs. 94

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.