AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Page 97

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Page 97
Göngugata undir glerþaki liggur eftir endilangri rannsóknarbyggingunni og skiptir henni í tvo megin- hluta sem aftur skiptast í tvær einingar. í hverri einingu er stigakjarni meö lyftu ásamt salernum og ræstiher- bergi. Rík áhersla er lögö á sveigjanleika í innréttingum rýma og innveggjakerfi og niöurtekin loft voru valin meö þetta í huga. Göngugatan er kærkomin tilbreyting frá erlinum sem einkennir starfsemi fyrirtækisins, mötuneyti ásamt eldhúsi er á göngugötu auk þess sem hún er, stæröar sinnar vegna, kjörinn vettvangur stærri funda innan fyrirtækisins án þess aö opna þurfi inn í önnur rými. Einnig er gert ráð fyrir aö óformlegir fundir minni hópa eigi sér staö á göngugötu. Brýr á 2. og 3. hæð rýmisins tengja saman einingar rannsóknarstofan- na og gefa göngugötunni óvenjulegt og „dýnamískt” yfirbragö. Vöruaðkoma er á suö-vesturgafli rann- sóknarbyggingar. Rannsóknarbygging og skrifstofuhús eru einangruð aö utan og klædd meö álplötum. Fyrirlestrarsalur og búningsherbergi eru einangruð aö utan og klædd meö standandi sedrusviöarklæðningu. Samræmt útlit rannsóknarbyggingar og skrifstofuhúss ásamt glerþak- inu yfir göngugötu og miörými gefa byggingunni heild- stætt yfirbragð en viöarklæddir byggingarhlutar í miörý- mi Ijá byggingunni mýkt og fjölbreytileika. Steinsteypt þök eru einangruð aö ofan, klædd meö dúk og fergö. Burðarvirki rannsóknarbyggingar, skrifstofuhúss, fyrirlestrarsalar og búningsherbergja eru úr stein- steypu. Stífingu rannsóknarbyggingar og skrifstofuhúss er náö meö miðlægum steyptum stigakjörnum en steyptar plötur eru geröar sem kassettuplötur meö 25 sm plötu og 20 sm rifjum til þess aö forðast burðarbita og buröarveggi sem hindra myndu lagnaleiðir. Viö útveggi eru steyptar súlur. í miörými byggingarinnar eru 20 sm steyptar plötur sem hvíla á steyptum veggjum og steyptum buröarbitum yfir fyrirlestrarsal. Buröarvirki glerþaks yfir göngugötu er úr stáli og hvílir á útveggja- súlum aölægra bygginga. Gluggaprófílar sem jafnframt eru berandi eru úr áli. Göngubrýr í miörými eru byggðar úr stáli. Lóöin framan viö bygginguna er hellulögð, körfu- boltavöllur er viö „háskólainngang“ og nýtur síödegis- sólar en aðrir hlutar lóöarinnar halda upphaflegum einkennum sínum aö því marki sem mögulegt er. Raflagnir liggja í fjórum aöskildum lagnaleiðum frá spennistöö á bílastæöi aö byggingunni. Lóöréttar lagnaleiöir eru m.a. í stokkum viö göngugötu. Láréttar raflagnir liggja undir lofti, sýnilegar eöa undir kerfislofti. Lóöréttir loftræstistokkar í rannsóknarbyggingu eru í stokkum viö stigahús. Láréttir loftræstistokkar eru undir lofti. Lagnakerfi dreifist í láréttum opnanlegum lagna- stokkum sem liggja langs eftir byggingunni. Þvert á þá koma minni stokkar þar sem hægt er að leggja lagnir inn á viðkomandi svæöi frá aöalstokk án þess að raska annarri starfsemi. ■ DE- CODE - NEW BUILDING Architects: Ingimundur Sveinsson Jóhann Einarsson Ólafur Ó. Axelsson Interiors: Þórdís Zoéga Jóhann Einarsson Structural engineers: Teiknistofan Óöinstorgi sf. Services and ventilation: VGK Itd Electricals: Raftákn Itd. Rvk Landscaping: Landform ehf Environmental sculpture: Ólafur Elíasson The new building of Decode at Sturlugata was formally opened on 15th of February last, but work started in November 2000. The site is in the area Vatnsmýri in Reykjavík in the eastern part of the University of lceland precinct. The Vatnsmýri area is special because of the varied flora and fauna of the bog and birdlife. The new building is situated on the western part of the site and enclosed by a shallow moat which both keeps people away and emphasises that feature of the area. Vehicular access to the building is from Sturlugata with parking along Sturlugata and Njarðargata. Because of the size of the building and the number of parking spaces required a two floor garage was built with the lower floor 1,30m below ground with an opening between ground level and the upper floor. The planting of birch trees is proposed along the periphery of the site in parking areas. One of the major goals of the designers was to solve the varied and complicated demands made to the serv- 95

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.