AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Side 38

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Side 38
Óli Jóhann Ásmundsson, arkitekt Frá hugmynd í framleiðsluvöru Ég hef oft verið spurður að því af hverju ég hafi byrjað að hanna hús- gögn, hálfsextugur maðurinn. Ástæðan var sú að ég hafði verið að hanna kerfi fyrir byggingar- iðnaðinn allt frá árinu 1978 og þar er ég staddur í byrjun árs 1995 að ég hafði þróað nýja gerð gólfa í byggingar. Allt árið 1994 hafði farið í að koma því á framfæri í út- lön- dum, en án árangurs og ekki hjál- paði að kreppa var í byggingar- iðnaðinum á þessum tíma. Mér datt þá í hug að venda mínu kvæði í kross og fara að hanna húsgögn. Eitt það fyrsta sem ég gerði var að skoða þau húsgögn sem voru á markaðnum. í þeim tilgangi fór ég meðal annars í verslun Ikea og las þar í bæklingi eitthvað á þessa leið: „þú færð ódýr húsgögn hjá okkur því þú setur þau saman sjálfur.” þar sem ég hafði áður keypt húsgögn frá Ikea og það hafði ekki gengið allt of vel að setja þau saman og er ég þó lærður smiður, þá gat ég ekki alveg sætt mig við þessa hugmyn- dafræði. Ég fór þá að hugsa hvort ekki væri hægt að hanna húsgögn sem leggja mætti saman þannig að lítð færi fyrir þeim í flutningi eða í geymslu og setja mætti saman með berum höndum. Við frekari íhugun varð til hug- myndagrunnur sem er svohljóðandi: AÐ HANNA HÚSGÖGN MEÐ ÞAÐ AÐ LEIÐARUÓSI AÐ HÆGT SÉ AÐ LEGGJA ÞAU SAMAN SVO AÐ LÍTIÐ FARI FYRIR ÞEIM í FLUTNINGI EÐA ( GEYMSLU OG AÐ HÆGT SÉ AÐ SETJA ÞAU SAMAN MEÐ BERUM HÖNDUM ÁN HJÁLPARTÆKJA. Margir hafa spurt mig: hvernig færðu þessar hugmyndir? Eina svarið sem ég get gefið er að vísa í minn bakgrunn. Ég erfæddur 1940 og alinn upp í Reykjavík. Faðir minn og föðurafi voru báðir bygginga- meistarar. Ég varð stúdent 1961 frá Menntaskólanum að Laugarvatni og tók sveinspróf í húsasmíði sama ár. Ég lauk svo prófi í arkitektúr frá Háskólanum í Nottingham 1967. Fyrstu tíu árin þar á eftir starfaði ég við skipulag og hönnun húsa, en síðan 1978 hefur minn tími farið í að hanna kerfi fyrir byggingariðnaðinn auk þess sem ég hef tekið virkan þátt í að breyta hugmynd í fram- leiðsluvöru sem byggðist á notkun byggingarplatna, hanna verksmiðju og kaupa vélar. Árið 1995 fór í að hanna og þróa húsgögn, en árangurinn af því starfi var ekki meiri en svo að ég lét kyrrt liggja í 4 ár. það var svo árið 2000 að húsgagnahönnun mín lifnaði aftur við þegar stóll sem ég hannaði var í íslenska sýningarskálanum á Expo 2000. það má segja að síðan hafi ég lagt nokkra rækt við hús- gagnahönnunina sem leitt hefur til sýningar sem Hönnunarsafn íslands bauð mér að halda í sýningarsal sínum í október og nóvember á síðasta ári. ■ FJÖLNIR 2002 J 36 i

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.