AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Saqqummersitaq pingaarneq:

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Qupperneq 63

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Qupperneq 63
Dr. Bjarni Reynarsson Verkefnastjóri á þróunarsvíðí í ráðhúsí Reykjavíkur Af umferðarvenjum Dana Eitt af heitustu álitamálunum í tengslum við skipulag Reykjavíkur og alls höfuðborgarsvæðisins síð- ustu árin er spurningin um að hve miklu leyti sé hægt að draga úr umferð og þar með kostnaði og mengun vegna umferðar með þétt- ingu byggðar og samjöppun þjónustu í stóra kjarna. þetta hefur reyndar verið eitt meginþemað í umræðu skipulagsfræðinga á Vesturlöndum síðustu árin. í Danmörku hafa sérfræðingar í umferðarmálum og skipulagi borga reynt að svara þessari og skyldum spurningum. í 6. tölublaði Byplan, tímariti danskra skipulagsfræðinga, eru kynntar niðurstöður úr viða- miklum rannsóknum á þessu sviði í Danmörku. Hér verða aðeins raktar stuttlega helstu niðurstöður úr einni rannsókn. Það er grein eftir Peter Hartoft-Nielsen, sérfræðing hjá umhverfisstofnuninni, Skov og land- skab. í greininni fjallar hann um hvaða áhrif mismunandi stað- setning nýrra íbúða- og athafna- hverfa í dönskum bæjum hefur á umferð. „Hvad betyder nye boligers og arbejdspladsers lokalisering i bystrukturen for persontrans- porten?” Þetta er spurningakönnun sem unnin var árið 1998. Úrtakið var um 5.500 manns tekið í 51 nýju íbúðahverfi (innan við tíu ára gömlu) á Kaupmannahafnarsvæðinu, í Árósa-amti og fjórum meðalstórum bæjum, Kolding, Vejle, Herning og Holstebro, hvert bæjarsvæði með um 150 til 250 þúsund íbúa. þessi nýju hverfi voru annarsvegar í eða við miðborgir eða samgöngu- miðstöðvar (Kaupmannahafnarsvæðið) hins- vegar í útjaðri byggðar enda var meginrannsóknaspurningin hvort þessir tveir kostir í staðsetningu nýrra hverfa hafi áhrif á umferðar- venjur fólks. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi: • Að daglegar ferðir fólks vaxa línulega með aukinni fjarlægð frá miðborg og er aukning á lengd ferða með fjarlægð frá miðborg hraðari í minni bæjum en á stærri borgarsvæðum. Að meðaltali ferð- ast fólk í nýjum hverfum á jaðri byggðar tvisvar sinnum lengri vega- lengd en þeir sem búa nærri mið- borg. þeir sem búa nærri miðborg ferðast að jafnaði 20 km á dag en úthverfabúar 40 km. • Ef aðeins er litið til einkabíla- aksturs er mismunur á ferðavega- lengd þeirra sem búa nærri mið- borg og þeirra sem búa á jaðri byggðarinnar 2- til 4- faldur. Á Kaupmannahafnar- og Árósa- svæðinu er meðalakstursvegalengd þeirra sem búa í eða nærri miðborg um 7 km en um 10 km í minni bæjunum. í samræmi við hraðari aukningu á akstursvegalengd með fjarlægð frá miðborg í minni bæjum næst 20 km meðalakstursvega- lengd á dag í hverfum sem eru i 5 km fjarlægð frá miðborg í minni bæjunum, í 12 km fjarlægð frá miðborg á Árósasvæðinu og í 20 km fjarlægð frá miðborg Kaupmannahafnar á Kaupmanna- hafnarsvæðinu (sjá skýringarmynd). • íbúar í nýjum hverfum á Kaupmannahafnarsvæðinu sem búa nærri almenningsvagnabiðstöð (lestir og strætisvagnar) nota bíl 25% minna en þeir sem búa fjarri slíkum stöðvum og nota almenn- ingsvagnakerfið mun oftar en þeir sem búa fjarri meginlínum al- menningssamgangna. • Að meðaltali fara 10-25% þeirra sem vinna á skrifstofum í miðborg Kaupmannahafnar með bíl til vinnu, 40- 60% þeirra sem sækja skrifstofuvinnu nærri meginbiðstöð almenningsvagna og 75 - 85% þeirra sem sækja skrifstofuvinnu í úthverfum fjarri megínleiða almenningsvagnakerfisins. • í minni bæjunum í könnuninni er einkabílanotkun almennt meiri og almenningssamgöngur verri en á stóru borgarsvæðunum. Vegna lítilla takmarkana á framboði á bíla- stæðum í miðbæjum minni bæjanna er munur á bílferðum til vinnu í miðborg minni en til vinnu- staða á jaðri byggðarinnar en á stærri borgarsvæðunum. Að meðal- tali notuðu 65% bíl til að komast til vinnu í miðbæjum í minni bæjunum og um 80% til vinnu í athafnahverfum á jaðri byggðar- innar. • í minni bæjunum eru tiltölulega margir sem ganga eða hjóla til vinnu eða 10-15%. Þessar niðurstöður taka af allan vafa um að íbúar í nýjum hverfum nærri miðborgum í dönskum bæjum og borgum nota einkabílinn minna og almenningsvagna meira og ferðast helmingi styttri vega- lengd í einkabíl en þeir sem búa í hverfum á jaðri byggðarinnar. Staðsetning nýrra íbúða- og athafnahverfa hefur bein áhrif á akstursvegalengd og þar með orkunotkun og mengun frá umferð. Niðurstöðurnar benda og til þess að eftir því sem borgarsvæðin stækka og þéttast verða mögu- leikar almenningssamgangna betri í samkeppni við einkabílinn. Eins er auðsætt að þéttur mið- borgarkjarni með göngugötum þrífst ekki nema með öflugum almenn- ingssamgöngum, því ekki er raun- 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.