AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Blaðsíða 32
Þorsteinn Þorsteinsson, byggingarverkfræðingur
Vetni
Undanfarin ár hefur vetni verið nefnt
æ oftar í tengslum við orkubúskap
landsins. Jafnvel hefur heyrst nefnt
vetnissamfélag, sem er nýyrði í
málinu. Þessi orð eru orðin töm í
munni fjölmargra íslendinga, einnig
stjórnmálamanna. Hér skal í stuttu
máli reynt að útskýra þessi mál.
Fyrir um þrjátíu árum vöknuðu
margir upp við það að líklega væri
komið að endimörkum þess vaxtar í
orkunotkun heimsins, sem hafði
aukist stórkostlega á árunum og
áratugunum fram að 1973. Það ár
varð nefnilega fyrsta olíukreppa
eftirstríðsáranna. Má minna á að út
kom um þær mundir fræg bók
um þessi mál, Endimörk vaxtar,
Limits to Growth. Um þetta leyti var
einnig stofnaður klúbbur heims-
þekktra vísindamanna og stjórn-
á Islandi
málamanna, sem höfðu áhuga á
framtíðarvanda mannkyns, bæði í
orkumálum og umhverfismálum.
Klúbbur þessi var nefndur
Rómarklúbburinn og starfar hann
enn. Á áttunda áratug síðustu aldar
voru margir svartsýnir um ástand
heimsins og spáðu því að jarðefna-
eldsneyti yrði uppurið innan fárra
áratuga. Þessar spár gengu ekki
eftir en aftur á móti fóru áhyggjur
vaxandi af þeim áhrifum, sem
aukin brennsla jarðefnaeldsneytis
hafði á andrúmsloftið og
veðurfarið, svonefnd gróðurhúsa-
áhrif. Flestar þjóðir vöknuðu til
meðvitundar um að nauðsynlegt
væri að gera eitthvað til að sporna
við vaxandi gróðurhúsaáhrifum og
að það jafnvel væri meira aðkallandi
en að spara jarðefnaeldsneyti. En til
þess að takast á við slíkan vanda
þarf að gera meira en að tala um
hann, það þarf að finna lausnir
á vandanum. Verkefni flestra þjóða
hefur verið að finna vistvæna orku
eða spara orku. Á íslandi skortir
aftur á móti ekki orku og má ætla
að aðeins 15-20% af nýtanlegri
vatnsorku séu þegar virkjuð og
innan við 2% af virkjanlegum jarð-
hita. því var það frekar verkefni
íslendinga að finna orkubera
í stað jarðefnaeldsneytis. Seint á
áttunda áratug síðustu aldar fór
Bragi Árnason efnafræðiprófessor
að kynna hugmyndir sínar um að
nota vetni sem orkubera, sérstak-
Vetnisvagn á ferð. Útblástur óæskilegra loftte-
gunda enginn.
A hydrogen bus. No undesirable exhaust
fumes.
Umferð vélknúinna farartækja
í borgum er gífurleg og
útblástursvandamál mikil.
Vehicular transportation in
oities is enormous and the
same goes for pollution
problems.