AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Page 52

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Page 52
Inga Svala Þórsdóttir, myndlistamaður „Griðastaður” 2002. Vídeóskúlptúr, efni: svampur, fallhlífarsilki, timbur og 3 vídeómonitorar, stærð: 7 M x 2 N/l x 0,65 M. „Refuge” 2002. A videosculpture, material: sponge, parachute-fabric, timber and 3 videomonitors BOTQSrdrög Borg er hugmynd að borgarsamfélagi sem ég tel að geti gagnast íslandi og íslendingum. Mér Þótti vel við hæfi að nota Borg, bæjarnafn Skallagríms, sem heiti á borgarskipulaginu. Svæðið, sem ég hef valið fyrir Borg, er í Borgarfirði og á norðanverðu Snæfellsnesi. Á þessu svæði eru þau lífs- skilyrði sem nauðsynlegust eru: hreint loft og gnægð vatns. Það hefur þá sérstöðu að þar er líka að finna mikið af heitu vatni. Svæðið hefur auk þess þann kost að þar eru minni líkur á jarðhræringum en víðast annars staðar á fslandi. í Borgarfirði og Breiðafirði er fjölbreyti- leg náttúra og þar hefur landbúnaður lengi staðið með blóma. Hér hafa aðeins fáeinar staðreyndir verið nefnd- ar sem sýna að á íslandi er að finna svæði sem er bæði ákjósanlegt og eftirsóknarvert sem borgarstæði fyrir nýja heimsborg. Á hverjum degi flytja rúmlega 300 þúsund manns úr dreifbýli í þéttbýli í heiminum öllum. Þessir fólksflutn- ingar kalla á náttúruvænar, mannsæmandi og hag- kvæmar lausnir við borgargerð. Nýsköpun og þróun viðunandi lausna á þessu sviði yrðu meðal helstu við- fangsefna íbúa Borgar sem yrðu jafnframt mikilvægur atvinnugrundvöllur. Á íslandi hefur verið mikil umræða um sölu á íslenskri orku. Sú umræða hefur einkum takmarkast við sölu orkunnar til frumframleiðslu á áli. Bygging Borgar myndi skapa nýjan markað fyrir íslenska orku á íslandi. í Borg yrði aðeins notuð raforka, jarðhiti, vindorka og orka fengin úrvetni og metangasi. Borgin hefði algera sérstöðu í heiminum vegna þess að í henni yrði hvorki notuð jarðolía né kjarnorka. í Borg yrði byggð þétt og blönduð. Það skapar íbúunum raunhæfan möguleika á að hafa vinnustað, skóla, verslun og þjónustu í göngu- og sundfæri við heimilin. þétt byggð hefur fleiri kosti. Hún gerir til dæmis stórmarkaði óþarfa og skapar nýjan grundvöll fyrir sér- verslanir. þétt, lífandi og virk byggð eykur öryggi bogar- búa. Vídeóvöktun og önnur áþekk öryggiskerfi borg- arsamfélags tuttugustu aldarinnar yrðu óþörf. Vökult auga samborgaranna myndi tryggja öryggi þeirra. Byggingarform Borgar verða sótt í náttúruna. í nátt- úrunni er samhverfa hvergi grundvöllur skipulags- og byggingarreglu. í Borg verður líkt eftir náttúrunni að þessu leyti. Hver einasta eining Borgar, stór sem smá, yrði einstakt verk og verkefni sem krefðist nýrra lausna. Sú nýsköpun yrði seljanleg afurð borgarstarfsins. J 50

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.