AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Blaðsíða 67
Bryggjugata
Harbour - road
Hvers vegna byggingar-
listastefna?
Umhverfið hefur áhrif á mótun,
heilsu og hamingju fólks og því er
mikilvægt að huga vandlega að
hinu manngerða umhverfi. Sífellt
stærra hlutfall íbúa landsins mun
búa í borgarumhverfi og dvelja í
manngerðu umhverfi stærstan hluta
ævinnar. Það eru mannréttindi að
eiga gott umhverfi. Með byggingar-
listastefnu er stefnt að því að sýna
fram á efnahagslegan ávinning af
góðu umhverfi, styrkja tengsl milli
kynslóða og efla menningarlega
samkennd íbúa.
Áhersla er lögð á að sýna fram á
möguleika borgarinnar um leið og
hugað er að byggingararfinum. Að
sjá það jákvæða við að hið óbygg-
ða getur verið enn áhuga-verðara
en það sem fyrir er. Borgin er ekki
vandamál heldur býður hún
upp á mikla möguleika og
byggingarlistastefnan er leiðarvísir til
að nýta þá möguleika sem best og
til að fyrirbyggja mistök. Með sam-
starfi við borgarbúa við mótun
stefnunnar mun áhugi og skilningur
aukast á gildi góðrar byggingarlistar
og hinu manngerða umhverfi.
Byggingarlistastefna getur orðið
fræðsluefni til borgaranna um góða
byggingarlist og upplýsingamiðill
sem skapar umræðu.
Reykjavík er ekki vartdamál heldur
möguleikar.
Sérkenni Reykjavíkur eru
með hliðsjón af
hugarfluginu:
Reykjavík er nyrsta höfuðborg sjálf-
stæðs ríkis. Ung borg sem hefur
byggst að mestu á nýliðinni öld og
er í stöðugum vexti og mótun.
Grunnbyggðin og miðborgin eru á
nesi og sjórinn allt um kring. Það er
vindasamt á nesinu og byggðin
teygir sig um hæðir og dalverpi í
nálægð við ósnortna náttúru sem er
mjög sérstæð: strendur, hraun,
jökulöldur, árdalir og fjær fjala-
hringur.
Byggðin er almennt lág og vegna
efnisnotkunar - bárujárn og stein-
steypa - sem þarf yfirborðsmeðferð,
er borgin litrík. Birtan er sérstök
vegna legu á norðlægri breiddar-
gráðu. Skil árstíða eru sterk frá
djúpdimmu skammdegi yfir í
eilífðarbirtu á sumarsólstöðum. Lág
sól, vor og haust skapar einnig
sérstakt spil Ijóss og skugga.
Vegna þess hve borgin er ung ber
hún ekki brag “virkisborgar" sem
mótaði borgir Evrópu mjög á mið-
öldum, né hinna þéttu íbúðahverfa
umhverfis athafnir miðborga í kjölfar
iðnbyltingarinnar.
Borgina byggir einsleitt samfélag og
íbúðargæði eru nokkuð jafnt dreifð.
Hrein orka og vindar stuðla að
hreinu lofti yfir borginni og heita
vatnið er grunnur að upphituðum
leikvöngum, gangstéttum, gang-
stígum, götum og torgum og
heilsulindum. Heilsuborgin
Reykjavík.
Sérstaða Reykjavíkur
Höfuðborg norður í Atlantshafi á
64°N og eina borg landsins. Borgin
tengist fyrsta landnámi norrænna
manna - Ingólfur Arnarson. Byggðin
er í nánum tengslum við óheft
náttúruöfl og á jaðra að ónumdu
landi. Norðlæg hnattstaða skapar
sterk skil árstíða og vindasamt
veðurfar en mjög sérstætt veðurfar
miðað við hnattlegu vegna Golf-
straumsins. Heitt vatn og hrein orka
býður upp á enn ónýtta möguleika.
íbúar Reykjavíkur eru einu borgar-
búar landsins og miðað við aðrar
borgir nágrannalanda eru íbúarnir
ungir miðað við aldursdreifingu.
Ung borg - ungt fólk - borg með
vaxtarverki.
Hér má sjá að við teljum mörg rök
hníga að því að það sé skynsam-
legt að borgin eignist sína
byggingarlistastefnu og einnig að
hún hafi mörg athyglisverð sérkenni
og búi yfir sérstöðu á margan hátt.
Nú er verið að byggja grind
stefnunnar og hafin vinna við að
fylla í hana. Haldinn var kynningar-
fundur í Ráðhúsi Reykjavíkur í árs-
byrjun 2003 og stefnt er að ýmsum
kynningarfundum í framhaldi. Góð
ráð og hugmyndir varðandi
byggingarlistastefnu fyrir
Reykjavíkurborg eru vel þegin af
öllum í starfshópnum eða stefnt
beint til borgararkitekts. ■
Þorvalds S. Þorvaldssonar,
Pósthússtræti 7, sími 563 6600,
netfang: thorvaldurs@rvk.is.
65