AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Blaðsíða 26
Yrki, arkitektar
Sendiráð
íslands í Tokyo
Haustið 2000 keypti íslenska ríkið
fjögurra hæða hús í höfuðborg
Japans, Tokyo. Leitað hafði verið
um nokkurt skeið að hentugu húsi
sem hýst gæti bæði skrifstofur nýs
sendiráðs og sendiherrabústað.
Húsið er staðsett í Takanawa-hverfi
þar sem fyrir eru sendiráð nokkurra
ríkja.
f upphafi var Ijóst að breyta þurfti
talsvert innviðum hússins og fyrir-
komulagi til þess að það hentaði
þeirri starfsemi sem því var ætluð.
Fyrir voru í húsinu 3 stórar íbúðir, en
í kjallara var lítil íbúð ásamt geymsl-
um. Innréttingar og allur
búnaður hússins var kominn til ára
sinna og þarfnaðist endurgerðar.
Garðurinn umhverfis húsið er lítill,
en þar sem þakið er flatt kom fljótt
upp sú hugmynd að nýta það
svæði sem þakgarð.
Yrki arkitektar voru ráðnir til að hafa
umsjón með hönnun. Á hönnunar-
tíma var haft náið samráð við utan-
ríkisráðuneytið, sem sá um forsögn,
og Framkvæmdasýslu ríkisins, sem
hafði umsjón og stjórn með fram-
kvæmdum. Samið var við japanskt
verktakafyrirtæki um verkið. Vinna
við hönnun og framkvæmdir gekk
vonum framar og einungis 10
mánuðum eftir að verkið hófst var
framkvæmdum lokið.
Á jarðhæð eru skrifstofur sendi-
ráðsins. Þar eru skrifstofur sendi-
herra, sendifulltrúa, ritara og
annarra starfsmanna auk fundar-
herbergis og móttökurýmis. Á
annarri hæð eru móttökustofur,
borðsalur og eldhús ásamt vín- og
matargeymslum. Þar er einnig gisti-
aðstaða fyrir gesti sendiherra. Á
þriðju hæð eru svo einkahíbýli
sendiherra.
Við hönnun var leitast við að skapa
einfalt, vandað og um leið
„tímalaust” yfirbragð. Húsið er
byggt á níunda áratugnum í ein-
hvers konar evrópskum anda, gæti
verið staðsett hvar sem er í Mið-
Evrópu. Útveggir eru klæddir
24