AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Blaðsíða 52

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Blaðsíða 52
Inga Svala Þórsdóttir, myndlistamaður „Griðastaður” 2002. Vídeóskúlptúr, efni: svampur, fallhlífarsilki, timbur og 3 vídeómonitorar, stærð: 7 M x 2 N/l x 0,65 M. „Refuge” 2002. A videosculpture, material: sponge, parachute-fabric, timber and 3 videomonitors BOTQSrdrög Borg er hugmynd að borgarsamfélagi sem ég tel að geti gagnast íslandi og íslendingum. Mér Þótti vel við hæfi að nota Borg, bæjarnafn Skallagríms, sem heiti á borgarskipulaginu. Svæðið, sem ég hef valið fyrir Borg, er í Borgarfirði og á norðanverðu Snæfellsnesi. Á þessu svæði eru þau lífs- skilyrði sem nauðsynlegust eru: hreint loft og gnægð vatns. Það hefur þá sérstöðu að þar er líka að finna mikið af heitu vatni. Svæðið hefur auk þess þann kost að þar eru minni líkur á jarðhræringum en víðast annars staðar á fslandi. í Borgarfirði og Breiðafirði er fjölbreyti- leg náttúra og þar hefur landbúnaður lengi staðið með blóma. Hér hafa aðeins fáeinar staðreyndir verið nefnd- ar sem sýna að á íslandi er að finna svæði sem er bæði ákjósanlegt og eftirsóknarvert sem borgarstæði fyrir nýja heimsborg. Á hverjum degi flytja rúmlega 300 þúsund manns úr dreifbýli í þéttbýli í heiminum öllum. Þessir fólksflutn- ingar kalla á náttúruvænar, mannsæmandi og hag- kvæmar lausnir við borgargerð. Nýsköpun og þróun viðunandi lausna á þessu sviði yrðu meðal helstu við- fangsefna íbúa Borgar sem yrðu jafnframt mikilvægur atvinnugrundvöllur. Á íslandi hefur verið mikil umræða um sölu á íslenskri orku. Sú umræða hefur einkum takmarkast við sölu orkunnar til frumframleiðslu á áli. Bygging Borgar myndi skapa nýjan markað fyrir íslenska orku á íslandi. í Borg yrði aðeins notuð raforka, jarðhiti, vindorka og orka fengin úrvetni og metangasi. Borgin hefði algera sérstöðu í heiminum vegna þess að í henni yrði hvorki notuð jarðolía né kjarnorka. í Borg yrði byggð þétt og blönduð. Það skapar íbúunum raunhæfan möguleika á að hafa vinnustað, skóla, verslun og þjónustu í göngu- og sundfæri við heimilin. þétt byggð hefur fleiri kosti. Hún gerir til dæmis stórmarkaði óþarfa og skapar nýjan grundvöll fyrir sér- verslanir. þétt, lífandi og virk byggð eykur öryggi bogar- búa. Vídeóvöktun og önnur áþekk öryggiskerfi borg- arsamfélags tuttugustu aldarinnar yrðu óþörf. Vökult auga samborgaranna myndi tryggja öryggi þeirra. Byggingarform Borgar verða sótt í náttúruna. í nátt- úrunni er samhverfa hvergi grundvöllur skipulags- og byggingarreglu. í Borg verður líkt eftir náttúrunni að þessu leyti. Hver einasta eining Borgar, stór sem smá, yrði einstakt verk og verkefni sem krefðist nýrra lausna. Sú nýsköpun yrði seljanleg afurð borgarstarfsins. J 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.