AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Qupperneq 13

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Qupperneq 13
Ráðgjafar Hönminar ráðgjöf Sérfæðingar \ / Sérfæðingar Hópur fjárfesta Afhending samþætts rammaskipulags (verður að vera í þrívídd) Samantekt og fyrirmæli ; Skipulagsstefna : sveitarfélaesins ’ Leiðbcinandi g <■ ► Skipulags fræ ðingur Með kjarna lið ^amstarf: Staðbundnir haesmunaðilar 1 \ * Félagslegt \ Menntun Frítími Jverkstjórn Samgönguæðar Osfv. Skipulagsfræðingur Yfirumsjón með hönnun og samþættingu Verkfræðingur Hagfræðingur ▼ \ Landmælingar/GIS Landslagsarkitekp öngur\ SérfræðLtáðgjafarg'staðnumbgviðunditbúning V0rku\ 2. mynd. Afbragðsskipulag krefst þverfaglegrar samvinnu undir stjórn skipulagsfræðinga (UrbanTask Force 1999)./ Excellent design requires multi-disciplinary collaboration under the direction ofplanners (Urban Task Force 1999). Þetta er ekki spurningin um fleiri reglugerðir. Við verðum að treysta þekkingu og sköpunargáfu góðs hönnuðar, frekar en að treysta um of á lagabókstafinn sem hefur ekki reynst of vel fram til þessa. Til að ná afþragðs hönnun þurfum við að hafa góðan skilning á sjálfbæru borgarformi. Hin sjálfbæra borg er fjölkjarnaborg með blandaðri landnotkun sem gerir fótgangandi, hjólandi og almenningssamgöngum hátt undir höfði og hverfið er grunn-einingin. Tengslanet innan hverfisins og milli hverfisins og borgarinnar hefur úrslita- áhrif á hvort borgin virkar (sjá 3 og 4. mynd). Hús ein og sér skapa ekki hverfi. Fólkið getur skapað öflugt og lifandi hverfasamfélag. Til að svo geti orðið er nauðsynlegt að um mikinn fjölda fólks sé að ræða. Einnig þarf að vera þlönduð landnotkun í hverfunum en hún hvetur til formlegra og óformlegra samskipta íbú- anna sem gæða hverfið lífi. Hið þétta borgarform leggur áherslu á gildi nálægðar og auðveld-ar samskipti milli fólks. Til eru mismunandi útfærslur á þéttri byggð. Á mynd 5a til c má sjá þrjár ólíkar lausnir um sama þéttleika byggðar. Því miður virðist þorri íslendinga einungis hugsa um háhýsi á opnum svæðum þegar þeir tala um þéttingu byggðar.Við skipulag hverfisins þarf að setja almenningssvæði, þar sem fólk hittist og blandar geði, í forgang. Með afbragðs skipulagi er hægt að nota byggingar til að skapa rými. Þannig má mynda skjól og aðstöðu fyrir fólk til útiveru. Þá þarf að gera samgöngur á tveimur jafnfljótum að raunhæfum kosti. Það þýðir þó ekki að bílarnir séu settir í útlegð. Með góðum samgöngutengingum milli hverfa er unnt að bjóða upp á virkar almenningssamgöngur (af hvaða tagi sem er) og eins opnar það leiðir fyrir gan- gandi vegfarendur. Það að gera fólki kleift að ferðast gangandi eða hjólandi um borgina sína getur dregið úr bílaumferð. Hafa verður í huga að hægt er að hanna götur þannig að ánægjulegt sé að ganga um þær (6. mynd). Þegar að vel tekst til virkar hin sjálfbæra borg sem net samtengdra staða og svæða sem eru tileinkuð mannlegum samskiptum. Sögulega víddin, eða fjórða víddin eins og ég vil kalla hana, er manninum mikilvæg í skynjun og tengsl- um sínum við nærumhverfið. Hin nýja „renaissance" stefna byggir á þekkingu og virðingu fyrir sögulegum einkennum umhverfisins; byggingum og stöðum. Innan þess ramma er lögð áhersla á að varðveita og viðhalda byggingum með nýrri notkun. Á 7. mynd má sjá gott dæmi um endurvinnslu bygginga þar sem hagsæld er viðhaldið. Ef litið er á stöðuna í Reykjavík í dag þá vakna alvar- legar spurningar. Samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 -2024 þá mun íbúðum fjölga um 16,800 á tíma- bilinu. Ef þær eru byggðar miðað við þéttleika nýrra byggingarsvæða í útjaðri byggðarinnar, sem er að jaf- naði um 25 íbúðir/ha, þá myndu þær ná yfir 672 hekt- avs 1 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.