AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Blaðsíða 21

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Blaðsíða 21
grösugum túnum, sem sköpuðu m.a. skilyrði fyrir borgarmyndun sem laðaði fólk til sín. Við greiningu á þróun byggðar í Reykjavík er Ijóst hvernig kennileiti svo sem hæðir og dalverpi, tjarn- ir og tún og hnattstaða og útsýni hafa verið áhrifavaldar við stað- setningu merkra bygginga og al- menningssvæða, þ.e. skipulag borgarinnar, og eru enn í dag. Um áratug áður en skipulag Guðjóns Samúelssonar húsa- meistara, fyrsta skipulag Reykjavíkur varð til árið 1927, hafði Guðmundur Hannesson læknir sett fram sýn á þróun bæja á íslandi í sinni merku bók, Um skipulag bæja, sem út kom fyrir 90 árum. Mátti greina sterk áhrif frá Guðmundi á skipulag Guðjóns. Þótt tæp öld sé liðin frá þessu, kveður þar við tón sem hljómar enn í skipulagsgerð í Reykjavík. Guðmundur fjallar m.a. um mikilvægi þess að staðsetja byggingar rétt miðað við sólarhæð og að þess sé gætt að allar kröfur um hollustuhætti í vistarverum séu uppfylltar. En hann leggur líka sérstaka áherslu á fagurfræðina í borgarskipulaginu, að vegir og byggingar liggi fallega í landinu á ígrundaðan hátt „þannig að skynja megi ástæðu fyrir staðsetningu mannvirkis og njóta hennar". í nútíma borgarbyggingu þarf ekki síður að taka tillit til þessara gilda. Nú eru viðmiðin fleiri. Auk náttúrlegra landkosta, gróðurs og birtu háttar þannig til að taka þarf æ frekar tillit til búsetuminja, fleiri mannvirkja, fjölþættari starfsemi þeirra, samgangna á milli - hinna félagslegu og hagrænu þátta. Áhugi borgara á hinu manngerða umhverfi og þátttaka í skipulagsgerð er orðin almennari og áhrifaríkari; Spurt er hvernig borg við viljum búa í og vænst svara. Land Reykjavíkur er ekki ótak- markað þótt hér ríki engin landnauð. Stefnan er sú að byggja þéttar en gert hefur verið undanfarna áratugi, með það að leiðarljósi að auka hag- kvæmni og nýta það grunnkerfi borgarinnar sem fyrir er. Þannig má Hvítt hágæðasement frá Danmörku kemur fmyndunaraflinu á flug. einnig tryggja að borgarbúar eigi þess kost að sækja daglega störf og þjónustu án þess að fara akandi um langan veg og ferðast um sameiginlegt opinbert bæjarrými þar sem mannlegi kvarðinn fær notið sín . Eftir því sem þéttar er byggt þarf að skilgreina hvaða kenni- leiti og sjónlínur, náttúrleg og manngerð, vega þungt í borgar- mótuninni og setja svip sinn á borgarlandslagið. Um þetta er einmitt fjallað í nýrri Þróunaráætlun miðborgar Reykjavíkur, forsendu fyrir deiliskipulag, þar sem m.a. er mörkuð stefna um mótun um- hverfis í elstu byggðinni á mið- borgarsvæðinu. í gildandi Aðal- skipulagi Reykjavíkur er sérstaklega fjallað um yfirbragð og gæði nýrrar og eldri byggðar, aðlögun hennar að landi og þéttleika. Þá er nú unnið að byggingarlistarstefnu, er endurspegla mun stefnumörkun borgaryfirvalda í skipulags- og byggingarmálum og efla skilning samfélagsins á mikilvægi gæða við mótun byggðar. ■ AALBORG WHITE* AALBORG PORTLANJ BYGGT TIL FRAMTÐAR www.aalborg-portland.is Bæjarlind 4-201 Kópavogi - Sími 545 4800 avs 2 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.