AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Qupperneq 40

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Qupperneq 40
í nýafstaðinni alþjóðlegrí hugmyndasamkeppni um fram- tíðarþróun miðbæjar Akureyrar, þar sem um 150 tillögur bárust, varð tillaga skoska arkitektsins Graeme Massie hlutskörpust. í greinargerð höfundar með tillögunni segir í formála: „Akureyri er bær sem hefur í tímans rás þróast í nánum tengslum við umhverfi sitt. Þrátt fyrir þetta hafa tengslin milli bæjarins, fólksins og umhverfisins rofnað í - tímans rás. Hvernig getum við tengt Akureyri aftur við þetta umhverfi og samtímis gefið bænum ákveðna sér- stöðu sem laðar að væntanlega íbúa, fyrirtæki og ferða- menn? Við leggjum til ákveðna framtíðarsýn fyrir Akur- eyri sem skerpir sérkenni bæjarins. Ákveðið inngrip í grunngerð bæjarins mun opna leið fyrir ákveðna þróun og tengja bæinn aftur við umhverfið, sjóinn og himinínn." í umsögn dómnefndar um þessa tillögu segir: „í vel - rökstuddri greinargerð setja höfundar fram aðgerðar- áætlun sem miðar að því að efla mannlíf í núverandi miðbæjarkjarna". Skýr greining á vanda miðbæjarins skilar sér í frumlegri og sterkri hugmynd um hvernig megi styrkja á afgerandi hátt umhverfi hans, ímynd og umgjörð um betra mannlíf. Höfundar kjósa að einbeita sér að útfærslu sjálfs kjarnans en leggja minni áherslu á lausnir á jaðarsvæðum hans. Til að endurheimta þau nánu tengsl bæjarins og Pollsins sem eitt sinn einkenndu miðbæ Akureyrar er sett fram hugmynd um síki, eins konar Nýhöfn, sem grafin er inn í uppfyllinguna frá Torfunefi allt að Hafnarstræti. Við þetta verður til nýtt rými ( miðbænum sem liggur vel við sól, nýtur skjóls í norðanátt, tengir og opnar sjónlínu milli miðbæjarins og Pollsins. Síkið er hugsað sem ný og mikilvæg eining í bæjarmyndinni, sérkenni Akureyrar, einstakt fyrirbæri í íslenskum bæ, táknræn þungamiðja miðbæjarins og tenging hans við væntanlegt menningarhús. Hugmyndin er í senn frumleg og snjöll og raunhæfari í framkvæmd en ætla mætti við fyrstu sýn, þó huga verði nánar að ýmsum útfærslum. í tillögunni er bent á reitinn milli Ráðhústorgs og fyrirhug- aðs síkis sem mikilvægt uppbyggingarsvæði þar sem væri ráðhús með verslun og þjónustu á jarðhæð. Auk þess er gert ráð fyrir niðurrifi á 2-3 steinhúsum austan Hafnarstrætis. Verðmætt rými verður til á bökkum síkis- ins beggja vegna, þar sem t.d. gert er ráð fyrir nýbygg- ingum með bílageymslum undir. Verslunarmiðstöð með bílastæði á þaki er sýnd á Sjallareit og hefur sú staðsetning ýmsa ótvíræða kosti með tilliti til tengsla og aðgengis. Tillaga um háskólatorg með námsmanna- íbúðum við Gránufélagsgötu er áhugaverð, sem og hug- mynd um sérstæða lýsingu miðbæjarins að vetri til með hjálp nýjustu tækni. í tillögunni er einnig lögð áhersla á bættar tengingar miðbæjarins við aðra hluta bæjarins með göngu- og reiðhjólastígum í fjórar áttir. Sett er fram hugmynd um græna geira út frá miðbænum sem og um nýja íbúðar- byggð á íþróttasvæði og Oddeyrartanga. Útfærsla þeirra orkar tvímælis að mati dómnefndar og er betur leyst í öðrum tillögum. Meginhugmynd tillögunnar felst í endurheimtum tengslum við hafið og afgerandi, nýjum eiginleikum miðbæjarins, er frumleg og djörf samtímis því að vera raunhæf í meginatriðum. Hér er því á ferðinni „tillaga sem dómnefnd telur sóma sér vel í fyrsta sæti.“ í lok greinargerðar sinnar segir höfundur: „Akureyri er vel í sveit sett, en staðarval bæjarins er ekki nýtt sem skyldi. Tillaga okkar byggir á því að sérstæðir kostir staðarins séu nýttir til þess að gera Akureyri að ein- stæðum viðkomustað. Auk þess er í tillögunni leitast við að þræða milliveginn milli raunverulegra þarfa og hámarks skapandi áhrifa. Við leggjum til skýran ramma sem er hvorki of fastmótaður eða laus í reipunum. Hann er ekki allt eða ekkert heldur leið til betri framtíðar.'1 ■ J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.