AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Page 50

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Page 50
 SKODUN / OPINION Lagnir í byggingum. Valdimar K. Jónsson, prófessor emeritus Frágangur nýbyggingar er ekki alltaf til fyrirmyndar þegar hún er afhent eiganda sínum. í stað þess að fara út á víðan völl, ætla ég í grein minni að snúa mér eingöngu að lögnum í húsum, þ.e. heitt og kalt vatn, frárennslislagnir og loftræstikerfi. Til marks um lélegan frágang lagna þá er að jafnaði tjón af völdum vatnsskaða yfir einn milljarð króna á ári og má stóran hluta þessara tjóna rekja til óvandaðra vinnubragða. Til að vinna gegn slælegum vinnu- brögðum var Lagnafélag íslands stofnað fyrir hartnær 20 árum eða 4. októberl 986 og hefur það starfað sleitulaust síðan. Markmið félagsins er að stuðla að þróun í lagnatækni, í hönnun og verktækni og gagnkvæmum skilningi milli þeirra stétta sem að lagna- málum vinna utanhúss sem innan. Félagsmenn eru 700 og styrktaraðil- ar um 400. Sögu félagsins er að finna á heimasíðu félagsins www.lafi.is og í Lagnafréttum 1 til 32 og fréttabréf- um sem hafa nú samtals 92 talsins komið út. Formenn félagsins hafa verið þessir: Kristján Ottósson fyrstu tvö árin, Jón Sigurjónsson næstu tvö, Einar Þorsteinsson og Hreinn Frímanns- son eitt ár hvor, Sigurðu Grétar Guðmundsson, Grétar Leifsson, Guðmundur Þóroddsson og Guð- mundur Jónsson tvö ár hver, Þórður Ó. Búason í þrjú ár og Guðmundur Hjálmarsson síðustu 4 árin. Kristján Ottósson hefur verið framkvæmdar- stjóri frá stofnun félagsins. Fljótlega eftir að Lagnafélagið var stofnað fór félagið að beita sér fyrir því að byggð yrði Lagnakerfa- miðstöð sem gæti verið verkmennta- skólum, bæði á framhaldsskóla- og háskólastiginu, að liði í verklegri kennslu og rannsóknum, einnig sem endurmenntunarstöð fyrir hönn- uði og iðnaðarmenn á þessu sviði. Fyrst fór þetta mjög hægt af stað. Það þurfti að sannfæra hina ýmsu aðila um að ef menn ynnu saman og samstíga væri það vænlegast til árangurs. En það var ekki fyrr en í lok árs 2001 að Lagnakerfamiðstöð íslands (LKÍ) tók til starfa í nýju húsnæði á Keldnaholti. Nú í dag er búið að byggja upp fjölskrúðugt safn af tækjum sem hægt er að nota við verklega kennslu og þjálfun á notkun þeirra. Einnig er hægt að gera þar rannsóknir og er einn doktorsnemi við Háskóla íslands að Ijúka þar námi á þessu ári. Þessi tæki hafa verið gefin af fyrir- tækjum á lagnasviði og sýnir það hve mikill áhugi manna er að koma þessari aðstöðu upp. Verðmæti tækjanna hefur verið metið á 53 milljónir kr. og húsnæðið á rúmar 60 milljónir kr. Stærstu styrkaðilar bygg-ingarinnar voru Rannís og íbúðarlánasjóður. Fræðslustofnanir atvinnulíf- sins hafa nýtt sér aðstöðuna eftir því sem hún hefur þróast og frá og með síðastliðnu hausti eru öll verkleg námskeið Menntafélags byggingarmanna og Fræðsluráðs málmiðnaðarins haldin þar. Árlegur viðburður hjá Lagnafélagi íslands er að veita viðurkenningu fyrir lofsvert lagnaverk. Tilgangur viðurkenninganna er að efla gæðavitund þeirra aðila sem starfa á þessum vettvangi, efla þróun í lagnamálum með bættum vinnu- brögðum, vali á lagnaleiðum og lagnaefnum. Síðast en ekki síst er viðurkenningunum ætlað að vera hönnuðum og iðnaðarmönnum hvatning til að vanda til verksins og afla sér aukinnar menntunar á sviði lagnamála. Við mat á viðurkenning- um er lögð áhersla á loftræsti- og hitakerfi, að lýsing liggi fyrir á sam- virkni tækja og tækjalisti sé skráður, einnig að skýrsla verktaka liggi fyrir um stillingu tækja og almenna úttekt á þeim eins og lýst er í Lagnafréttum nr. 29, þ.e. handbók lagnakerfa. LKÍ styður við rannsóknir með leigu á aðstöðu til sérfræðinga og námsmanna. LKÍ tekur einnig virkan þátt í mótun rannsóknaráætlana þar sem fylgst er með gæðum og þróun skil- greindra þátta í byggingariðnaði í tengslum við lagnaiðnaðinn. LKÍ beinir sjálfum rannsóknunum til sérfræðinga. Sem dæmi um rannsóknarefni er athugun á þörf á stöðlun vinnu- aðferða og efna í lagnaiðnaði. LKÍ stefnir einnig að þróun gæða- kerfis í lagnaiðnaðinum sambærilegs því sem tíðkast á Norðurlöndunum

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.